Hver eru algengustu mistökin sem við gerum í samböndum? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. júní 2019 10:00 Hver eru algengustu mistökin sem við gerum í samböndum? Inni á síðunni Thought Catalog er nýleg grein þar sem 50 hjónabandsráðgjafar eru spurðir um helstu ástæður þess að sambönd gangi ekki upp og algengustu mistökin sem við gerum. Makamál tóku til 20 atriði sem okkur fannst áhugaverð og ekki alltaf svo augljós. 1. Að taka óskráðar fjölskyldureglur með inn í samband. Þið ólust ekki upp saman og eruð því eðlilega ekki með sömu reynslu af hlutum. Ekki ætlast til að þínar fjölskylduvenjur eða reglur séu þær einu réttu og heilagar. Hlustaðu líka á makann þinn og berðu virðingu fyrir hans reynslu. 2. Að ræða um eða taka mikilvægar ákvarðanir í gegnum sms eða samfélagsmiðla. Það er oft freistandi að ræða erfið mál í gegnum lyklaborðið í stað þess að þurfa að horfast í augu. En samkvæmt sérfræðingum getur það skapað mikinn misskilning og enn meiri flækjur. 3. Að gera ekkert nema vilja eitthvað í staðinn. Ef ég geri þetta fyrir þig, þá gerir þú þetta fyrir mig. Þú átt að vilja gera eitthvað fyrir makann þinn af því að þig langar það, ekki af því þú ert að ætlast til einhvers í staðinn. 4. Að búast við því að hinn aðilinn viti alltaf hvað þú ert að hugsa eða hvernig þér líður.Þó að þið séuð saman jafnvel á hverjum degi og þekkist mjög vel þá er makinn þinn ekki hugsanalesari, ekki ætlast til þess af honum. Segðu hvernig þér líður og hvað þú ert að hugsa. 5. Að sýna ekki þakklæti til maka þíns reglulega. Ekki taka litlu hlutunum sem makinn þinn gerir fyrir þig eða ykkur sem sjálfsögðum hlut. Að þakka fyrir þegar hann eldar fyrir þig, keyrir þig í vinnuna eða man eftir að kaupa uppáhalds nammið þitt. Ekki gleyma að sýna þakklæti. 6. Að tala ekki um peningamál eða kynlíf. Peningamál geta skapað miklar flækjur í sambandi og þegar það er ekki allt upp á borðum þá getur það valdið mikilli togstreitu. Og varðandi kynlíf! Við vitum öll hversu mikilvægt er að tala um það ekki satt?7. Að halda stigin. Samband á ekki að vera keppni heldur samvinna. Ekki falla í þá gryfju að reyna að vera betri og meiri en makinn þinn. Að kunna að samgleðjast er grundvallaratriði svo að báðir aðilar njóti sín. 8. Að ætlast til þess að makinn þinn sé þér allt. Ein manneskja getur ekki verið þér allt, ekki ætlast til þess af neinum og allra síst makanum þínum. Ekki gleyma samstarfsfélögum, vinum, áhugamálum og fjölskyldu. 9. Að nudda makanum upp úr einhverju sem gerðist í fortíðinni.Ef að þú ert búin að fyrirgefa eitthvað eða afgreiða það, haltu því þá þannig. Ekki skjóta því að í tíma og ótíma þegar þú ert pirraður yfir einhverju. 10. Ef makinn þinn er ekki glaður með eitthvað, ekki reyna að svara í sömu mynt og týna til hvað þú ert ekki glöð/glaður með. Þegar makinn þinn er að kvarta yfir einhverju þá er það besta sem þú gerir að stinga upp á einhverri lausn eða segja eitthvað uppbyggilegt. Ekki líta á þetta sem boð í að stíga upp í pontu og ausa úr skálum þínum. 11. Að gefa sér ekki tíma til að vera náin. Þetta á alls ekki bara við um kynlíf heldur að eyða gæðastundum saman. Tjá sig, leiðast eða vera innileg. 12. Að kunna ekki að rífast. Þegar við verðum reið verðum við oft ósanngjörn. Reynum að gefa hvort öðru pláss til að útskýra mál okkar. 13. Að segja alltaf ÞÚ þetta eða ÞÚ hitt. ÞÚ vildir þetta! ÞÚ sagðist ætla að gera þetta!Þó að það sé kannski ekki ætlun okkar þá er þetta hálfgerð árás. Pössum hvernig við orðum hlutina. 14. Að taka pásu frá sambandinu. Að taka pásu leysir engin vandamál heldur sýnir bara hvernig hlutirnir eru án hvors annars. Og þegar við tökum pásu þá er sambandið yfirleitt á vondum stað svo að þessi tími getur gefið mjög ranga mynd af því hvernig sambandið raunverulega var.15. Reyna að vera manneskja sem þú heldur að hinn aðilinn vilji að þú sért. Þegar manneskja í sambandi er alltaf hrædd við að vera hún sjálf þá getur hún aldrei treyst því að hinn aðilinn elski sig eins og hún er. Þá skapast mjög mikið óöryggi og í raun algjör sóun á tíma ykkar beggja. 16. Óraunhæfar væntingar til hvors annars. Sérfræðingar segja að þetta sé ein helsta ástæða þess að sambönd ganga ekki upp. Þegar þú ætlast til of mikils af makanum þínum þá setur þú óraunhæfa pressu á makann þinn sem líður alltaf eins og hann sé að valda þér og sér vonbrigðum. Munum að makinn okkar getur ekki verið allt, rétt eins og við. 17. Þegar fólk hættir að vera vingjarnlegt við hvort annað. Hljómar mjög einfalt og kannski lítilvægt en staðreyndin er sú þú vilt vera í kringum fólk sem er vingjarnlegt við þig og það gildir sama um makann þinn. Þó að þið séuð saman alla daga þá þarf samt að vanda sig. 18. Að halda að þér verði að alltaf líða eins og þú sért yfir þig ástfangin. Í langtímasambandi er það ekki raunin. Öll sambönd ganga í gegnum erfið tímabil og sambandið er ekki búið þó að blossinn slokkni eða minnki um stund. Það koma aðrar dýpri tilfinningar í staðinn. Lærum að kunna að meta þær. 19. Að halda það að eignast barn bjargi hjónabandinu. Eins ótrúlega og það hljómar er ennþá til fólk sem heldur að eignast barn geti bjargað einhverju. 20. Að fara til sambandsráðgjafa til að sanna það fyrir makanum þínum að þú hafir rétt fyrir þér. Þegar þið ákveðið að fara saman í ráðgjöf verðið þið bæði að vera tilbúin til að skoða ykkar hegðun og hlusta. Að kunna að hlusta er eitt það mikilvægasta sem þú getur tamið þér í sambandi. Ekki gefa þér hvernig hinum líður eða hvað hann ætlar að segja. Hlustaðu, hugsaðu og svo skaltu tjá þig. Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Inni á síðunni Thought Catalog er nýleg grein þar sem 50 hjónabandsráðgjafar eru spurðir um helstu ástæður þess að sambönd gangi ekki upp og algengustu mistökin sem við gerum. Makamál tóku til 20 atriði sem okkur fannst áhugaverð og ekki alltaf svo augljós. 1. Að taka óskráðar fjölskyldureglur með inn í samband. Þið ólust ekki upp saman og eruð því eðlilega ekki með sömu reynslu af hlutum. Ekki ætlast til að þínar fjölskylduvenjur eða reglur séu þær einu réttu og heilagar. Hlustaðu líka á makann þinn og berðu virðingu fyrir hans reynslu. 2. Að ræða um eða taka mikilvægar ákvarðanir í gegnum sms eða samfélagsmiðla. Það er oft freistandi að ræða erfið mál í gegnum lyklaborðið í stað þess að þurfa að horfast í augu. En samkvæmt sérfræðingum getur það skapað mikinn misskilning og enn meiri flækjur. 3. Að gera ekkert nema vilja eitthvað í staðinn. Ef ég geri þetta fyrir þig, þá gerir þú þetta fyrir mig. Þú átt að vilja gera eitthvað fyrir makann þinn af því að þig langar það, ekki af því þú ert að ætlast til einhvers í staðinn. 4. Að búast við því að hinn aðilinn viti alltaf hvað þú ert að hugsa eða hvernig þér líður.Þó að þið séuð saman jafnvel á hverjum degi og þekkist mjög vel þá er makinn þinn ekki hugsanalesari, ekki ætlast til þess af honum. Segðu hvernig þér líður og hvað þú ert að hugsa. 5. Að sýna ekki þakklæti til maka þíns reglulega. Ekki taka litlu hlutunum sem makinn þinn gerir fyrir þig eða ykkur sem sjálfsögðum hlut. Að þakka fyrir þegar hann eldar fyrir þig, keyrir þig í vinnuna eða man eftir að kaupa uppáhalds nammið þitt. Ekki gleyma að sýna þakklæti. 6. Að tala ekki um peningamál eða kynlíf. Peningamál geta skapað miklar flækjur í sambandi og þegar það er ekki allt upp á borðum þá getur það valdið mikilli togstreitu. Og varðandi kynlíf! Við vitum öll hversu mikilvægt er að tala um það ekki satt?7. Að halda stigin. Samband á ekki að vera keppni heldur samvinna. Ekki falla í þá gryfju að reyna að vera betri og meiri en makinn þinn. Að kunna að samgleðjast er grundvallaratriði svo að báðir aðilar njóti sín. 8. Að ætlast til þess að makinn þinn sé þér allt. Ein manneskja getur ekki verið þér allt, ekki ætlast til þess af neinum og allra síst makanum þínum. Ekki gleyma samstarfsfélögum, vinum, áhugamálum og fjölskyldu. 9. Að nudda makanum upp úr einhverju sem gerðist í fortíðinni.Ef að þú ert búin að fyrirgefa eitthvað eða afgreiða það, haltu því þá þannig. Ekki skjóta því að í tíma og ótíma þegar þú ert pirraður yfir einhverju. 10. Ef makinn þinn er ekki glaður með eitthvað, ekki reyna að svara í sömu mynt og týna til hvað þú ert ekki glöð/glaður með. Þegar makinn þinn er að kvarta yfir einhverju þá er það besta sem þú gerir að stinga upp á einhverri lausn eða segja eitthvað uppbyggilegt. Ekki líta á þetta sem boð í að stíga upp í pontu og ausa úr skálum þínum. 11. Að gefa sér ekki tíma til að vera náin. Þetta á alls ekki bara við um kynlíf heldur að eyða gæðastundum saman. Tjá sig, leiðast eða vera innileg. 12. Að kunna ekki að rífast. Þegar við verðum reið verðum við oft ósanngjörn. Reynum að gefa hvort öðru pláss til að útskýra mál okkar. 13. Að segja alltaf ÞÚ þetta eða ÞÚ hitt. ÞÚ vildir þetta! ÞÚ sagðist ætla að gera þetta!Þó að það sé kannski ekki ætlun okkar þá er þetta hálfgerð árás. Pössum hvernig við orðum hlutina. 14. Að taka pásu frá sambandinu. Að taka pásu leysir engin vandamál heldur sýnir bara hvernig hlutirnir eru án hvors annars. Og þegar við tökum pásu þá er sambandið yfirleitt á vondum stað svo að þessi tími getur gefið mjög ranga mynd af því hvernig sambandið raunverulega var.15. Reyna að vera manneskja sem þú heldur að hinn aðilinn vilji að þú sért. Þegar manneskja í sambandi er alltaf hrædd við að vera hún sjálf þá getur hún aldrei treyst því að hinn aðilinn elski sig eins og hún er. Þá skapast mjög mikið óöryggi og í raun algjör sóun á tíma ykkar beggja. 16. Óraunhæfar væntingar til hvors annars. Sérfræðingar segja að þetta sé ein helsta ástæða þess að sambönd ganga ekki upp. Þegar þú ætlast til of mikils af makanum þínum þá setur þú óraunhæfa pressu á makann þinn sem líður alltaf eins og hann sé að valda þér og sér vonbrigðum. Munum að makinn okkar getur ekki verið allt, rétt eins og við. 17. Þegar fólk hættir að vera vingjarnlegt við hvort annað. Hljómar mjög einfalt og kannski lítilvægt en staðreyndin er sú þú vilt vera í kringum fólk sem er vingjarnlegt við þig og það gildir sama um makann þinn. Þó að þið séuð saman alla daga þá þarf samt að vanda sig. 18. Að halda að þér verði að alltaf líða eins og þú sért yfir þig ástfangin. Í langtímasambandi er það ekki raunin. Öll sambönd ganga í gegnum erfið tímabil og sambandið er ekki búið þó að blossinn slokkni eða minnki um stund. Það koma aðrar dýpri tilfinningar í staðinn. Lærum að kunna að meta þær. 19. Að halda það að eignast barn bjargi hjónabandinu. Eins ótrúlega og það hljómar er ennþá til fólk sem heldur að eignast barn geti bjargað einhverju. 20. Að fara til sambandsráðgjafa til að sanna það fyrir makanum þínum að þú hafir rétt fyrir þér. Þegar þið ákveðið að fara saman í ráðgjöf verðið þið bæði að vera tilbúin til að skoða ykkar hegðun og hlusta. Að kunna að hlusta er eitt það mikilvægasta sem þú getur tamið þér í sambandi. Ekki gefa þér hvernig hinum líður eða hvað hann ætlar að segja. Hlustaðu, hugsaðu og svo skaltu tjá þig.
Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira