„Ég fæ máltíðir frá Ian sem er einn af kokkunum hans Lockharts. Hann gerir yndislegan mat fyrir mig á þriggja tíma fresti,“ segir Gunnar og það ljóma í honum augun að hugsa um matinn.
Lockart þessi er einn helsti sérfræðingurinn í þessum bransa og er með hundruði bardagamanna á sínum snærum. Hann er með her manna í vinnu við að fæða bardagakappanna sem þurfa rétta næringu á meðan þeir eru að létta sig.
Strax eftir vigtun fær Gunnar drykki frá sama aðila og það er mikið skipulag í kringum matarmálin dagana fyrir bardaga.

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.