Körfubolti

Tindastóll lætur King fara en semur aftur við Alawoya

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alawoya er kominn aftur í Síkið.
Alawoya er kominn aftur í Síkið. mynd/skjáskot
Tindastóll í Dominos-deild karla greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að liðið hafi ákveðið að losa Urald King og semja aftur við PJ Alawoya.

Gengi Tindastóls hefur verið undir væntingum eftir áramót og á síðustu sjö dögum hefur liðið tapað fyrir Grindavík á útivelli og fengu þeir svo skell á heimavelli gegn toppliði Stjörnunnar í gær.

Ákveður hefur verið að ráðast í breytingar. Urald King hefur verið leystur undan samningi og bakvörðurinn Michael Ojo verður ekki áfram í Síkinu en Tindastóll ákvað að bjóða honum ekki áframhaldandi samning.

Undir lok októbermánaðar var tilkynnt að Alawoya myndi leysa King af er hann fór til Bandaríkjanna þar sem unnusta hans átti barn þeirra en nú hefur verið ákveðið að semja aftur við Alawoya.

Gengi Stólanna hefur ekki verið gott eftir áramót. Liðið er nú sex stigum á eftir toppliði Njarðvíkur og er í þriðja til fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×