Ævintýraleg bleikjuveiði í Köldukvísl Karl Lúðvíksson skrifar 9. febrúar 2019 08:47 Bleikjurnar í Köldukvísl geta orðið ansi vænar Mynd: Fishpartner Eitt af nýjustu fyrirtækjunum í veiðileyfasölu er Fishpartner en þrátt fyrir ungan aldur hefur fyrirtækið mjög spennandi svæði á sinni könnu. Gunnar Örn Pedersen er einn af forsvarsmönnum Fishpartner og er hann eins og aðrir sem tengjast veiði á einn eða annan hátt spenntur fyrir komandi sumri. Þegar veiðivísir spurði Gunnar hvaða svæði væri vinsælast hjá þeim fyrir komandi sumar lá ekki á svari:"Svæðin á Þingvallavatni eru auðvitað alltaf vinsæl enda Þingvallarisarnir hátt skrifaðir hjá veiðimönnum. Urriðarnir þar eru auðvitað í algjörum sérflokki. En ætli Kaldakvísl og Tungnaá séu ekki vinsælastar. Þær eiga sér dyggan aðdáendahóp og veiðimenn koma erlendis frá ár eftir ár til að veiða þar upp frá. Nú í sumar verðum við í fyrsta skipti með veiðihús á svæðinu þar sem við erum að gera upp hús í Þóristungum. Það breytir þessu mikið að veiðimenn geti gist nánast á árbakkanum og átt stund saman í veiðihúsi í lok dags. Síðan hefur salan í Gljúfurá í Hún gengið vel, enda mjög spennandi svæði2 segir Gunnar. En í hverju liggja vinsædir veiðisvæðana? "Það er misjafnt. Þingvallasvæðin bjóða auðvitað upp á einhvern stærsta urriða í veröldinni og veiðimenn leggja á sig löng ferðalög fyrir það. Kaldakvísl og Tungnaá bjóða upp á ævintýralega bleikjuveiði, mikið af fiski og stóra. Síðan er umhverfið þar upp frá auðvitað stórkostlegt og veiðimenn verða oft orðausir þegar þeir koma þangað í fyrsta sinn. Það jafnast fátt á við góðan veiðidag í Köldukvísl - fá hlussubleikjur á litlar púpur á neðri svæðunum og eltast við sterka urriða á þurrflugur uppi í gljúfrum." Hafa Fishpartner bætt við sig nýjum svæðum nýlega? "Við erum með Gljúfurá í Hún í fyrsta skipti í sumar í samstarfi við Pétur og Björn í Vatnsdal. Það er virkilega spennandi veiðisvæði sem býður upp á möguleika á laxi, urriða og bleikju. Það eru þrjár stangir í ánni og hafa veiðimenn afnot af frábæru veiðihúsi sem er á árbakkanum. Þar er allt til alls, heitur pottur og rúm fyrir fimm. Bleikjuveiðin getur verið ævintýraleg ef menn hitta vel á hana. Síðan er líka hægt að eltast við urriða uppi á dal, svæði sem lítið er stundað." En hvaða svæði eru hingað til best geymda leyndarmálið hjá ykkur? "Það eru Blöndukvíslar. Þetta er hátt í 100 km vatnasvæði, átta ár. Þarna þurfa veiðimenn að ganga mikið því lítið er um vegslóða. Við veiddum þetta fyrst í fyrrasumar og fundum talsvert af stórum urriða. Þetta er mjög spennandi svæði, sérstaklega fyrir ævintýragjarna." Hvernig spáir þú komandi sumri? "Við höfum tilfinningu fyrir rólegu sumri í laxinum. Veiðin á flestum okkar svæðum lítur allt öðrum lögmálum en laxveiðin og eigum við ekki bara að segja að bleikjan og urriðinn komi vel undan vetri og að aðstæður og veðurfar bjóði upp á dúndurveiði." Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Leynivopnið í vatnavöxtum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Úlfljótsvatn gefur líka flottar bleikjur Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði
Eitt af nýjustu fyrirtækjunum í veiðileyfasölu er Fishpartner en þrátt fyrir ungan aldur hefur fyrirtækið mjög spennandi svæði á sinni könnu. Gunnar Örn Pedersen er einn af forsvarsmönnum Fishpartner og er hann eins og aðrir sem tengjast veiði á einn eða annan hátt spenntur fyrir komandi sumri. Þegar veiðivísir spurði Gunnar hvaða svæði væri vinsælast hjá þeim fyrir komandi sumar lá ekki á svari:"Svæðin á Þingvallavatni eru auðvitað alltaf vinsæl enda Þingvallarisarnir hátt skrifaðir hjá veiðimönnum. Urriðarnir þar eru auðvitað í algjörum sérflokki. En ætli Kaldakvísl og Tungnaá séu ekki vinsælastar. Þær eiga sér dyggan aðdáendahóp og veiðimenn koma erlendis frá ár eftir ár til að veiða þar upp frá. Nú í sumar verðum við í fyrsta skipti með veiðihús á svæðinu þar sem við erum að gera upp hús í Þóristungum. Það breytir þessu mikið að veiðimenn geti gist nánast á árbakkanum og átt stund saman í veiðihúsi í lok dags. Síðan hefur salan í Gljúfurá í Hún gengið vel, enda mjög spennandi svæði2 segir Gunnar. En í hverju liggja vinsædir veiðisvæðana? "Það er misjafnt. Þingvallasvæðin bjóða auðvitað upp á einhvern stærsta urriða í veröldinni og veiðimenn leggja á sig löng ferðalög fyrir það. Kaldakvísl og Tungnaá bjóða upp á ævintýralega bleikjuveiði, mikið af fiski og stóra. Síðan er umhverfið þar upp frá auðvitað stórkostlegt og veiðimenn verða oft orðausir þegar þeir koma þangað í fyrsta sinn. Það jafnast fátt á við góðan veiðidag í Köldukvísl - fá hlussubleikjur á litlar púpur á neðri svæðunum og eltast við sterka urriða á þurrflugur uppi í gljúfrum." Hafa Fishpartner bætt við sig nýjum svæðum nýlega? "Við erum með Gljúfurá í Hún í fyrsta skipti í sumar í samstarfi við Pétur og Björn í Vatnsdal. Það er virkilega spennandi veiðisvæði sem býður upp á möguleika á laxi, urriða og bleikju. Það eru þrjár stangir í ánni og hafa veiðimenn afnot af frábæru veiðihúsi sem er á árbakkanum. Þar er allt til alls, heitur pottur og rúm fyrir fimm. Bleikjuveiðin getur verið ævintýraleg ef menn hitta vel á hana. Síðan er líka hægt að eltast við urriða uppi á dal, svæði sem lítið er stundað." En hvaða svæði eru hingað til best geymda leyndarmálið hjá ykkur? "Það eru Blöndukvíslar. Þetta er hátt í 100 km vatnasvæði, átta ár. Þarna þurfa veiðimenn að ganga mikið því lítið er um vegslóða. Við veiddum þetta fyrst í fyrrasumar og fundum talsvert af stórum urriða. Þetta er mjög spennandi svæði, sérstaklega fyrir ævintýragjarna." Hvernig spáir þú komandi sumri? "Við höfum tilfinningu fyrir rólegu sumri í laxinum. Veiðin á flestum okkar svæðum lítur allt öðrum lögmálum en laxveiðin og eigum við ekki bara að segja að bleikjan og urriðinn komi vel undan vetri og að aðstæður og veðurfar bjóði upp á dúndurveiði."
Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Leynivopnið í vatnavöxtum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Úlfljótsvatn gefur líka flottar bleikjur Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði