Lífið

Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims

Kristján Már Unnarsson skrifar
Kafari við stærstu strýtuna í Eyjafirði, sem er um fimmtíu metra há.
Kafari við stærstu strýtuna í Eyjafirði, sem er um fimmtíu metra há. Mynd/Strýtan.
Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem, fyrstar náttúruminja á hafsbotni við Ísland, voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 

Erlendur segir þær eitt af neðansjávarundrum veraldar. Þær eru einu hverastrýtur heims sem finnast á grunnsævi og hægt er að kafa niður að. Sú stærsta er á við sextán hæða hús og er efsti hluti hennar aðeins um fimmtán metra undir yfirborði sjávar.

Erlendur Bogason kafari rekur köfunarfyrirtækið Strýtuna í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Tilvist hverastrýtanna og lögun þeirra var ekki fyllilega staðfest fyrr en Erlendur hóf að kafa niður að þeim árið 1997 og er hann núna verndari þeirra með samningi við Umhverfisstofnun. Í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri rekur hann köfunarfyrirtækið Strýtuna og þar er einnig sýning um strýturnar. 

Lífríkið í kringum strýturnar þykir óvenju fjölskrúðugt og í þættinum mátti sá myndir af Erlendi klappa og strjúka steinbít, sem hann segist hafa náð að tengjast. 

Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 16.25 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Hér má sjá myndskeið úr þættinum:


Tengdar fréttir

Lærðu hjúkrun og jarðfræði en starfa bæði sem kúabændur

Þau Elsa Ösp Þorvaldsdóttir og Róbert Fanndal Jósavinsson á bænum Litla-Dunhaga eru handhafar umhverfisverðlauna Hörgársveitar í ár. Þau eiga tvö ung börn, einbeita sér að kúabúskap og eru með milli fimmtíu og sextíu mjólkandi kýr í róbótafjósi.

Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði

Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar.

Amma hennar kom til Íslands - sem hárkolla

Hún nýtir hundinn sinn, köttinn, meira að segja hárið af ömmu sinni - norska listakonan sem búin er að hreiðra um sig í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.