Anníe Mist elskar jafnréttið í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir í viðtalinu með Liv Cooke. Mynd/Twitter/@GiveMeSportW Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. GiveMeSportW hefur nú birt brot úr viðtalinu við fyrstu konuna til að verða tvisvar sinnum heimsmeistari í CrossFit. Anníe Mist hvetur þar ungar konur til að fara í íþróttir og segir að þar fái þær tækifæri til að vera þær sjálfar. Talið barst meðal annars að því hvort margar konur skammast sín fyrir að vera með vöðva eða hvort að það sé allt að breytast á síðustu árum. Fótboltinn hefur verið mikil karlaíþrótt en Liv Cooke bendir á það að það sé allt að breytast með hraðri uppkomu kvennafótboltans. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir neðan. UEFA’s #PlayAnywhere series with Liv Cooke where she visits Iceland! She met up with Annie Thorisdottir, a CrossFit athlete from Reykjavik who is the first woman in the world to win the CrossFit Games twice. Check it out @WePlayStrong_@VisaUK#GMSW#WomensSportspic.twitter.com/3ns10Vbpo7— GiveMeSportW (@GiveMeSportW) December 11, 2019 „Ég er stollt af því að þetta sér að breytast,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir þegar Liv Cooke spurði hana hvað henni finnist um það að konurnar séu farnar að minnka mikla yfirburði karlana í fótboltanum. CrossFit hefur alltaf verið karla- og kvennasport og það er Anníe Mist sérstaklega ánægð með. „Eitt af því sem ég elska hjá minni íþrótt er kynjajafnréttið. Alveg frá byrjun hefur verðlaunafé kynjanna verið það saman og kynin hafa alltaf fengið jafnlangan tíma í sjónvarpinu,“ sagði Anníe Mist en hvaða ráð vill hún gefa ungum íþróttastúlkum í dag? „Við munum allar glíma við einhver vandamál með líkama okkar á einhverjum tímapunkti. Ég var ekki alltaf ánægð með það að vera með stælta kviðvöðva (six pack) og ég hef verið með þá síðan að ég var sex ára gömul,“ sagði Anníe Mist. „Lyftingar snúast ekki um hvernig þú lítur út heldur hvað þú getur gert. Það stendur CrossFit líka fyrir og mér finnst að fótboltinn geri það líka sem er að ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur,“ sagði Anníe „Ungar stúlkur geta fengið svo mikið út úr íþróttum og þar fá þær fyrst og fremst tækifæri til að vera þær sjálfar,“ sagði Anníe Mist en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Sjá meira
Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. GiveMeSportW hefur nú birt brot úr viðtalinu við fyrstu konuna til að verða tvisvar sinnum heimsmeistari í CrossFit. Anníe Mist hvetur þar ungar konur til að fara í íþróttir og segir að þar fái þær tækifæri til að vera þær sjálfar. Talið barst meðal annars að því hvort margar konur skammast sín fyrir að vera með vöðva eða hvort að það sé allt að breytast á síðustu árum. Fótboltinn hefur verið mikil karlaíþrótt en Liv Cooke bendir á það að það sé allt að breytast með hraðri uppkomu kvennafótboltans. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir neðan. UEFA’s #PlayAnywhere series with Liv Cooke where she visits Iceland! She met up with Annie Thorisdottir, a CrossFit athlete from Reykjavik who is the first woman in the world to win the CrossFit Games twice. Check it out @WePlayStrong_@VisaUK#GMSW#WomensSportspic.twitter.com/3ns10Vbpo7— GiveMeSportW (@GiveMeSportW) December 11, 2019 „Ég er stollt af því að þetta sér að breytast,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir þegar Liv Cooke spurði hana hvað henni finnist um það að konurnar séu farnar að minnka mikla yfirburði karlana í fótboltanum. CrossFit hefur alltaf verið karla- og kvennasport og það er Anníe Mist sérstaklega ánægð með. „Eitt af því sem ég elska hjá minni íþrótt er kynjajafnréttið. Alveg frá byrjun hefur verðlaunafé kynjanna verið það saman og kynin hafa alltaf fengið jafnlangan tíma í sjónvarpinu,“ sagði Anníe Mist en hvaða ráð vill hún gefa ungum íþróttastúlkum í dag? „Við munum allar glíma við einhver vandamál með líkama okkar á einhverjum tímapunkti. Ég var ekki alltaf ánægð með það að vera með stælta kviðvöðva (six pack) og ég hef verið með þá síðan að ég var sex ára gömul,“ sagði Anníe Mist. „Lyftingar snúast ekki um hvernig þú lítur út heldur hvað þú getur gert. Það stendur CrossFit líka fyrir og mér finnst að fótboltinn geri það líka sem er að ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur,“ sagði Anníe „Ungar stúlkur geta fengið svo mikið út úr íþróttum og þar fá þær fyrst og fremst tækifæri til að vera þær sjálfar,“ sagði Anníe Mist en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Sjá meira