Anníe Mist elskar jafnréttið í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir í viðtalinu með Liv Cooke. Mynd/Twitter/@GiveMeSportW Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. GiveMeSportW hefur nú birt brot úr viðtalinu við fyrstu konuna til að verða tvisvar sinnum heimsmeistari í CrossFit. Anníe Mist hvetur þar ungar konur til að fara í íþróttir og segir að þar fái þær tækifæri til að vera þær sjálfar. Talið barst meðal annars að því hvort margar konur skammast sín fyrir að vera með vöðva eða hvort að það sé allt að breytast á síðustu árum. Fótboltinn hefur verið mikil karlaíþrótt en Liv Cooke bendir á það að það sé allt að breytast með hraðri uppkomu kvennafótboltans. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir neðan. UEFA’s #PlayAnywhere series with Liv Cooke where she visits Iceland! She met up with Annie Thorisdottir, a CrossFit athlete from Reykjavik who is the first woman in the world to win the CrossFit Games twice. Check it out @WePlayStrong_@VisaUK#GMSW#WomensSportspic.twitter.com/3ns10Vbpo7— GiveMeSportW (@GiveMeSportW) December 11, 2019 „Ég er stollt af því að þetta sér að breytast,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir þegar Liv Cooke spurði hana hvað henni finnist um það að konurnar séu farnar að minnka mikla yfirburði karlana í fótboltanum. CrossFit hefur alltaf verið karla- og kvennasport og það er Anníe Mist sérstaklega ánægð með. „Eitt af því sem ég elska hjá minni íþrótt er kynjajafnréttið. Alveg frá byrjun hefur verðlaunafé kynjanna verið það saman og kynin hafa alltaf fengið jafnlangan tíma í sjónvarpinu,“ sagði Anníe Mist en hvaða ráð vill hún gefa ungum íþróttastúlkum í dag? „Við munum allar glíma við einhver vandamál með líkama okkar á einhverjum tímapunkti. Ég var ekki alltaf ánægð með það að vera með stælta kviðvöðva (six pack) og ég hef verið með þá síðan að ég var sex ára gömul,“ sagði Anníe Mist. „Lyftingar snúast ekki um hvernig þú lítur út heldur hvað þú getur gert. Það stendur CrossFit líka fyrir og mér finnst að fótboltinn geri það líka sem er að ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur,“ sagði Anníe „Ungar stúlkur geta fengið svo mikið út úr íþróttum og þar fá þær fyrst og fremst tækifæri til að vera þær sjálfar,“ sagði Anníe Mist en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. GiveMeSportW hefur nú birt brot úr viðtalinu við fyrstu konuna til að verða tvisvar sinnum heimsmeistari í CrossFit. Anníe Mist hvetur þar ungar konur til að fara í íþróttir og segir að þar fái þær tækifæri til að vera þær sjálfar. Talið barst meðal annars að því hvort margar konur skammast sín fyrir að vera með vöðva eða hvort að það sé allt að breytast á síðustu árum. Fótboltinn hefur verið mikil karlaíþrótt en Liv Cooke bendir á það að það sé allt að breytast með hraðri uppkomu kvennafótboltans. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir neðan. UEFA’s #PlayAnywhere series with Liv Cooke where she visits Iceland! She met up with Annie Thorisdottir, a CrossFit athlete from Reykjavik who is the first woman in the world to win the CrossFit Games twice. Check it out @WePlayStrong_@VisaUK#GMSW#WomensSportspic.twitter.com/3ns10Vbpo7— GiveMeSportW (@GiveMeSportW) December 11, 2019 „Ég er stollt af því að þetta sér að breytast,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir þegar Liv Cooke spurði hana hvað henni finnist um það að konurnar séu farnar að minnka mikla yfirburði karlana í fótboltanum. CrossFit hefur alltaf verið karla- og kvennasport og það er Anníe Mist sérstaklega ánægð með. „Eitt af því sem ég elska hjá minni íþrótt er kynjajafnréttið. Alveg frá byrjun hefur verðlaunafé kynjanna verið það saman og kynin hafa alltaf fengið jafnlangan tíma í sjónvarpinu,“ sagði Anníe Mist en hvaða ráð vill hún gefa ungum íþróttastúlkum í dag? „Við munum allar glíma við einhver vandamál með líkama okkar á einhverjum tímapunkti. Ég var ekki alltaf ánægð með það að vera með stælta kviðvöðva (six pack) og ég hef verið með þá síðan að ég var sex ára gömul,“ sagði Anníe Mist. „Lyftingar snúast ekki um hvernig þú lítur út heldur hvað þú getur gert. Það stendur CrossFit líka fyrir og mér finnst að fótboltinn geri það líka sem er að ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur,“ sagði Anníe „Ungar stúlkur geta fengið svo mikið út úr íþróttum og þar fá þær fyrst og fremst tækifæri til að vera þær sjálfar,“ sagði Anníe Mist en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira