Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörk kvenna: Ekki í lagi að dómarinn segi leikmönnum að halda kjafti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Atli Haukur gefur hér Cecilíu fyrra gula spjaldið.
Atli Haukur gefur hér Cecilíu fyrra gula spjaldið.
Það gekk ýmislegt á er Fylkir mætti í heimsókn til Selfyssinga og meðal annars fékk hinn 16 ára gamli markvörður Fylkis, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, að líta rauða spjaldið eftir leik en hún var þá að ræða við dómarann sem gaf henni annað gult spjald.

Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, sagði að Atli Haukur Arnarsson dómari hefði sagt við leikmenn Fylkis að halda kjafti og hætta þessu væli.

„Það er auðvitað ekki í lagi ef dómarinn er að segja leikmönnum að halda kjafti,“ sagði Mist Rúnarsdóttir í Pepsi Max-mörkum kvenna. „Að sama skapi verða menn að passa sig og það er skrítið að sjá þetta hjá Cecilíu.“

Helena Ólafsdóttir þáttarstjórnandi sagði ekki í lagi að segja haltu kjafti við leikmenn.

„Það má ekki einu sinni segja þetta í sjónvarpi. Dómarinn á að vera fyrirmynd leikmanna,“ bætti Ásthildur Helgadóttir við.

Sjá má atvikið og umræðuna hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Rautt á Selfossi

Tengdar fréttir

Hólmfríður sá um Fylki

Selfoss er í góðri stöðu í 3. sæti Pepsi Max-deildar kvenna. Liðið vann 1-0 heimasigur á Fylki í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×