Murder Mystery slær áhorfsmet á Netflix Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 12:25 Ólafur Darri fer með hlutverk í myndinni. Skjáskot Nýjasta mynd Netflix, sem skartar þeim Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum, hefur slegið áhorfsmet en nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. Variety greinir frá þessu. Myndin var aðgengileg frá og með 14. júní og hefur hún greinilega fallið vel í kramið hjá áhorfendum. Umrædd tölfræði nær einungis til þeirra notenda sem horfa á meira en sjötíu prósent myndarinnar og hefur hún því slegið við myndum á borð við Triple Frontier og heimildarmyndinni um Fyre Festival sem nutu báðar mikilla vinsælda. Íslendingar eiga sinn fulltrúa í myndinni en stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í myndinni. Í viðtali við Ísland í dag á síðasta ári sagði Ólafur Darri hópinn vera samheldinn og að stemningin í hópnum hafi verið mjög góð. „Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Ólafur um tökuferlið. Árið 2015 gerði Netflix samning við Adam Sandler um fjórar kvikmyndir á tíma sem myndir hans voru ekki að skila miklum hagnaði í kvikmyndahúsum. Tveimur árum síðar skrifaði Sandler svo undir annan samning um fjórar myndir til viðbótar. Netflix Tengdar fréttir Sjáðu stikluna úr nýjustu mynd Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólafs Darra Myndin var tekin upp í Kanada og á Ítalíu í fyrra en hún segir frá bandarískum hjónum sem ákveða að fara í frí til Evrópu til að lífga upp á hjónabandið en ferðin vindur heldur betur upp á sig þegar þau eru sökuð að hafa myrt aldraðan auðkýfing. 30. apríl 2019 19:30 Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Ólafur Darri leikur með Jennifer Aniston og Adam Sandler á Ítalíu. 26. júlí 2018 10:30 Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Nýjasta mynd Netflix, sem skartar þeim Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum, hefur slegið áhorfsmet en nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. Variety greinir frá þessu. Myndin var aðgengileg frá og með 14. júní og hefur hún greinilega fallið vel í kramið hjá áhorfendum. Umrædd tölfræði nær einungis til þeirra notenda sem horfa á meira en sjötíu prósent myndarinnar og hefur hún því slegið við myndum á borð við Triple Frontier og heimildarmyndinni um Fyre Festival sem nutu báðar mikilla vinsælda. Íslendingar eiga sinn fulltrúa í myndinni en stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í myndinni. Í viðtali við Ísland í dag á síðasta ári sagði Ólafur Darri hópinn vera samheldinn og að stemningin í hópnum hafi verið mjög góð. „Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Ólafur um tökuferlið. Árið 2015 gerði Netflix samning við Adam Sandler um fjórar kvikmyndir á tíma sem myndir hans voru ekki að skila miklum hagnaði í kvikmyndahúsum. Tveimur árum síðar skrifaði Sandler svo undir annan samning um fjórar myndir til viðbótar.
Netflix Tengdar fréttir Sjáðu stikluna úr nýjustu mynd Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólafs Darra Myndin var tekin upp í Kanada og á Ítalíu í fyrra en hún segir frá bandarískum hjónum sem ákveða að fara í frí til Evrópu til að lífga upp á hjónabandið en ferðin vindur heldur betur upp á sig þegar þau eru sökuð að hafa myrt aldraðan auðkýfing. 30. apríl 2019 19:30 Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Ólafur Darri leikur með Jennifer Aniston og Adam Sandler á Ítalíu. 26. júlí 2018 10:30 Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Sjáðu stikluna úr nýjustu mynd Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólafs Darra Myndin var tekin upp í Kanada og á Ítalíu í fyrra en hún segir frá bandarískum hjónum sem ákveða að fara í frí til Evrópu til að lífga upp á hjónabandið en ferðin vindur heldur betur upp á sig þegar þau eru sökuð að hafa myrt aldraðan auðkýfing. 30. apríl 2019 19:30
Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Ólafur Darri leikur með Jennifer Aniston og Adam Sandler á Ítalíu. 26. júlí 2018 10:30