Götulistahátíð á Hellissandi Kristlín Dís Ingilínardóttir skrifar 19. júní 2019 14:00 Ég finn mikið til með fólkinu sem býr inni í Rifi, segir Kári Viðarson. Frystiklefinn í Rifi er sjálfstætt starfandi atvinnuleikhús á Snæfellsnesi sem stendur nú um helgina fyrir götulistahátíð á Hellissandi. Kári Viðarsson, leikari og eigandi Frystiklefans, segir hátíðina lengi hafa verið í bígerð. „Þetta byrjaði í apríl í fyrra, ég fékk smá hugmynd um verkefni sem sneri að því að fegra Hellissand með því að taka gamla frystihúsið og breyta því í útilistaverkagallerí.“ Kári segir að gamla frystihúsið hafi verið svolítið út undan í bænum eftir að eldur kviknaði í því fyrir nokkru og ekki litið vel út. „Ég fékk 10 vegglistamenn til að koma hingað alls staðar að úr heiminum og fríska aðeins upp á það,“ en Kári segir að þau hafi endað með yfir 30 verk í plássinu lista- og heimamönnum til mikillar ánægju.Nýja vegglistaverkið á Hellissandi. Mynd/Heimir BergHugmyndin að götulistahátíðinni kviknaði í framhaldi af verkefninu. „Mig langaði að gera þetta aðeins yfirgripsmeira og svolítið fjölbreyttara.“ Kári lýsir því að öllum hafi verið frjálst að sækja um þátttöku og því hafi umsóknir borist frá öllum heimshornum. Á hátíðinni verða meðal annars listamenn frá Argentínu, Ísrael, Ástralíu og fleiri löndum. „Við erum með mjög mikla fjölbreytni á götuhátíðinni og erum til dæmis með leik- og danssýningar og dansnámskeið með krökkunum í Snæfellsbæ.“ Búast má við lifandi stemningu úti um allan bæ þar sem listakonan Nula verður með húlahringjasýningu og hægt verður að taka þátt í karíókí. Einnig verður á staðnum bílskottssala þar sem hægt verður að grúska í skottum og gætu þar leynst ýmsar gersemar.Eitt af fjölmörgum verkum sem prýða nú veggina á Hellissandi Mynd/Luanna LiKári nefnir að fimm vegglistamenn verði enn í bænum yfir helgina. Þær Lacey Jane og Layla Folkmann luku nýverið við stórt vegglistaverk á Hellissandi í samstarfi við fyrirtæki Kára, Frystiklefann. Kári telur að yfir 200 ferðamenn stoppi við nýja verkið daglega. „Það er klárt mál að öll þjónustufyrirtæki í Snæfellsbæ munu njóta góðs af þessu segulstáli,“ bætir hann við og tekur sérstaklega fram að Markaðsstofa Vesturlands muni græða á framtakinu. Markaðsstofan strokaði nýlega þorpið Rif út af götukorti sínu. Rif er staðsett á milli Hellissands og Ólafsvíkur og þar búa tæplega 200 manns. „Rif hefur alltaf verið inni á þessu götukorti,“ segir Kári en hann segir ástæðu eyðingar þorpsins af kortinu vera þá að hann vildi ekki kaupa auglýsingu af markaðsstofunni í ár. „Ég finn mikið til með fólkinu sem býr í Rifi, það er allt í einu búið að stroka það bara út.“ En Kári segir Rif lengi hafa verið vinsælan stað fyrir bæði fugla- og fornminjaskoðun. „Það er fullt annað inni í Rifi heldur en bara ég og mitt leikhús svo þetta eru alveg fáránleg vinnubrögð.“Listakonan Nula bregður á leik með húlahringjum.Þrátt fyrir að þorpið sé nú ósýnilegt á korti Markaðsstofu Vesturlands fer hluti viðburða á götulistahátíðinni fram þar. Margrét Maack kemur með sýningu sína Búkalú sem er Burlesque-grínsýning fyrir fullorðna og býst Kári við stórkostlegri kvöldstund í Frystiklefanum. Lunginn úr hátíðarhöldunum verður þó á Hellissandi en aðspurður segir Kári einn af aðalviðburðunum vera Cardiophone eftir Moran Duvshani frá Ísrael. Hann segir heimamenn hjálpa við að framkvæma verkið og lýsir áhorfendum sem eins konar tilraunadýrum. „Þetta er þátttökusýning þar sem Moran tekur einn áhorfanda í einu í hjartalínurit og breytir því tónverk,“ en Kári lýsir verkinu sem öðruvísi upplifun fyrir alla. Kári segir kjörið fyrir fjölskylduna að næla sér í sitt eigið hjartatónverk í góða veðrinu á Hellissandi um helgina. „Þetta er tveggja daga festival og okkur langar til að skapa stemningu þar sem fólk getur bara rölt á milli staða og látið koma sér á óvart.“ Sirkus Íslands verður á svæðinu og hægt að grennslast fyrir um kynstrin öll í tjöldum sem verður komið fyrir af heimamönnum við ána á Hellissandi. „Þar getur fólk prófað alls konar rugl,“ en Kári segir að það verði til að mynda spákona í einu tjaldinu. „Við erum bara að reyna að hafa þetta heimilislegt og fjölskylduvænt og fyndið og skemmtilegt, allt í senn,“ segir Kári sem mælir með að fólk kíki í heimsókn á fyrstu götulistahátíð Hellissands 21. og 22. júní. Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Frystiklefinn í Rifi er sjálfstætt starfandi atvinnuleikhús á Snæfellsnesi sem stendur nú um helgina fyrir götulistahátíð á Hellissandi. Kári Viðarsson, leikari og eigandi Frystiklefans, segir hátíðina lengi hafa verið í bígerð. „Þetta byrjaði í apríl í fyrra, ég fékk smá hugmynd um verkefni sem sneri að því að fegra Hellissand með því að taka gamla frystihúsið og breyta því í útilistaverkagallerí.“ Kári segir að gamla frystihúsið hafi verið svolítið út undan í bænum eftir að eldur kviknaði í því fyrir nokkru og ekki litið vel út. „Ég fékk 10 vegglistamenn til að koma hingað alls staðar að úr heiminum og fríska aðeins upp á það,“ en Kári segir að þau hafi endað með yfir 30 verk í plássinu lista- og heimamönnum til mikillar ánægju.Nýja vegglistaverkið á Hellissandi. Mynd/Heimir BergHugmyndin að götulistahátíðinni kviknaði í framhaldi af verkefninu. „Mig langaði að gera þetta aðeins yfirgripsmeira og svolítið fjölbreyttara.“ Kári lýsir því að öllum hafi verið frjálst að sækja um þátttöku og því hafi umsóknir borist frá öllum heimshornum. Á hátíðinni verða meðal annars listamenn frá Argentínu, Ísrael, Ástralíu og fleiri löndum. „Við erum með mjög mikla fjölbreytni á götuhátíðinni og erum til dæmis með leik- og danssýningar og dansnámskeið með krökkunum í Snæfellsbæ.“ Búast má við lifandi stemningu úti um allan bæ þar sem listakonan Nula verður með húlahringjasýningu og hægt verður að taka þátt í karíókí. Einnig verður á staðnum bílskottssala þar sem hægt verður að grúska í skottum og gætu þar leynst ýmsar gersemar.Eitt af fjölmörgum verkum sem prýða nú veggina á Hellissandi Mynd/Luanna LiKári nefnir að fimm vegglistamenn verði enn í bænum yfir helgina. Þær Lacey Jane og Layla Folkmann luku nýverið við stórt vegglistaverk á Hellissandi í samstarfi við fyrirtæki Kára, Frystiklefann. Kári telur að yfir 200 ferðamenn stoppi við nýja verkið daglega. „Það er klárt mál að öll þjónustufyrirtæki í Snæfellsbæ munu njóta góðs af þessu segulstáli,“ bætir hann við og tekur sérstaklega fram að Markaðsstofa Vesturlands muni græða á framtakinu. Markaðsstofan strokaði nýlega þorpið Rif út af götukorti sínu. Rif er staðsett á milli Hellissands og Ólafsvíkur og þar búa tæplega 200 manns. „Rif hefur alltaf verið inni á þessu götukorti,“ segir Kári en hann segir ástæðu eyðingar þorpsins af kortinu vera þá að hann vildi ekki kaupa auglýsingu af markaðsstofunni í ár. „Ég finn mikið til með fólkinu sem býr í Rifi, það er allt í einu búið að stroka það bara út.“ En Kári segir Rif lengi hafa verið vinsælan stað fyrir bæði fugla- og fornminjaskoðun. „Það er fullt annað inni í Rifi heldur en bara ég og mitt leikhús svo þetta eru alveg fáránleg vinnubrögð.“Listakonan Nula bregður á leik með húlahringjum.Þrátt fyrir að þorpið sé nú ósýnilegt á korti Markaðsstofu Vesturlands fer hluti viðburða á götulistahátíðinni fram þar. Margrét Maack kemur með sýningu sína Búkalú sem er Burlesque-grínsýning fyrir fullorðna og býst Kári við stórkostlegri kvöldstund í Frystiklefanum. Lunginn úr hátíðarhöldunum verður þó á Hellissandi en aðspurður segir Kári einn af aðalviðburðunum vera Cardiophone eftir Moran Duvshani frá Ísrael. Hann segir heimamenn hjálpa við að framkvæma verkið og lýsir áhorfendum sem eins konar tilraunadýrum. „Þetta er þátttökusýning þar sem Moran tekur einn áhorfanda í einu í hjartalínurit og breytir því tónverk,“ en Kári lýsir verkinu sem öðruvísi upplifun fyrir alla. Kári segir kjörið fyrir fjölskylduna að næla sér í sitt eigið hjartatónverk í góða veðrinu á Hellissandi um helgina. „Þetta er tveggja daga festival og okkur langar til að skapa stemningu þar sem fólk getur bara rölt á milli staða og látið koma sér á óvart.“ Sirkus Íslands verður á svæðinu og hægt að grennslast fyrir um kynstrin öll í tjöldum sem verður komið fyrir af heimamönnum við ána á Hellissandi. „Þar getur fólk prófað alls konar rugl,“ en Kári segir að það verði til að mynda spákona í einu tjaldinu. „Við erum bara að reyna að hafa þetta heimilislegt og fjölskylduvænt og fyndið og skemmtilegt, allt í senn,“ segir Kári sem mælir með að fólk kíki í heimsókn á fyrstu götulistahátíð Hellissands 21. og 22. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira