Föðurland: „Fæstir feður haft þetta tækifæri sem við höfum í dag“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 17. október 2019 12:45 Kristján og kona hans eyddu fyrstu vikunum á spítalanum með nýfæddum syni þeirra þar sem hún þurfti að jafna sig eftir erfiða fæðingu. Aðsend mynd „Þegar hann var tekinn úr henni sat ég fyrir aftan tjald með henni og við biðum saman í heila eilífð eftir því að hann byrjaði að gráta.“ Þetta segir Kristján Már um upplifun sína af fæðingu frumburðarins sem endaði í bráðakeisara. Kristján Már er markaðssérfræðingur og vinnur á Jökulá hönnunarstofu en hann og kona hans, Erla, eignuðust sitt fyrsta barn í mars á þessu ári. Kristján er þriðji viðmælandi Föðurlands sem er nýr viðtalsliður á Vísi þar sem lesendur fá að lesa um mismunandi upplifanir feðra af meðgöngu og fæðingu. Aldur? 31 ára gamall.Hvað áttu mörg börn?Eitt barn.Hvernig tilfinning var það að komast að því að þú værir að verða faðir í fyrsta skipti?Við vorum búin að reyna í sex mánuði áður en Erla varð ólétt. Við vorum farin að gera grín að því að öll skiptin sem við vörum hrædd um að hún væri orðin ólétt hér áður höfðu greinilega verið innistæðulaus, okkur fannst að við ættum bara að byrja að reyna að fjölga okkur og að það myndi gerast nokkuð hratt. Ég var því orðinn mjög spenntur og langeygður eftir því að fá góðar fréttir.Þegar Erla sagði mér síðan frá því að hún væri ólétt brást ég ekki við eins og ég hélt, ég vissi hreinlega ekki að það væri hægt að gráta úr gleði. Það hljómar kjánalegt og klisjukennt þegar maður segir það en það er satt, ég raunverulega grét af gleði í langan tíma eftir á, algerlega óundirbúinn fyrir þessar tilfinningar sem helltust yfir mig.Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni?Mitt hlutverk var að vera með, passa að henni liði sem best og að hún hefði allt sem hún þurfti. Koma með lausnir þegar hún vildi og eyra til að hlusta á vandamál og erfiðleika.Leitaðir þú eftir einhverri fræðslu á meðgöngunni?Við fórum á námskeið og ég las mig til en fylgdi Erlu í flestu þegar kom að þessu stigi.Hvenær fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu?Ég tengdist honum mjög fljótt og byrjaði næstum því strax að tala til hans þegar hann var minni en golfkúla. Ég kom með gælunafn, kisugrís, og söng fyrir hann á hverju kvöldi eftir að Erla var komin fjóra mánuði á leið. Hugmyndin var sú að hann myndi kannast við lögin sem ég ætlaði að syngja fyrir hann þegar hann væri fæddur og að hann myndi þá bæði þekkja þau og tengja við vellíðan. Hvort sem það virkaði eða ekki var þetta allavega mjög skemmtilegt athæfi á kvöldin.Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni?Sem karlmaður er maður frekar vanmáttugur. Það eina sem ég gat gert var að vera til taks og passa að henni liði vel og ekki fara yfir um í að gera „allt tilbúið“ í einhverskonar tilraun til að ná stjórn á aðstæðum.Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna?Við buðum foreldrum mínum á veitingastað og sögðum þeim fréttirnar þar.Fyrir vinina keyptum við sæta samfellu tengda Dungeons and Dragons og sögðum þeim að það væri nýr spilari að koma í hópinn. Allir tóku rosalega vel í þetta og fylgdust vel með.Fenguð þið að vita kynið og fannst þér það hafa áhif á það hvernig þú tengdist ófædda barninu?Já við fengum að vita kynið en ég tengdist ekkert endilega meira við það. Hann var frekar raunverulegur fyrir mér áður. Mig fór bara að hlakka til að geta talað við hann og fannst frábært að geta loksins talað um „hann“ sem persónu, en ekki eitthvað órætt barn.Var eitthvað sem þér fannst erfitt við meðgönguna sjálfa?Það var erfitt að geta ekki gert meira til að hjálpa henni, allt ferlið var í hennar höndum og ég gat lítið gert annað að vera til staðar.Hvað fannst þér skemmtilegast við að upplifa meðgöngu sem maki og verðandi faðir?Ég fékk að fylgjast með nýju lífi kvikna og stækka og fékk að fylgjast með unnustu minni taka við hlutverki sem hún þekkti ekki af eigin raun en var einhvern veginn svo náttúruleg og eðlileg í því.Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst þegar á meðgöngunni stóð?Er þetta strákur eða stelpa? Þetta átti að vera svona lítið leyndarmál hjá okkur en við sáum eiginlega eftir því.Þó að hverjum og einum findist hann ekki vera að þráspyrja okkur um kynið þá leið okkur eins og allir væru að reyna að veiða svarið upp úr okkur. Ég veit að enginn ætlaði sér það en þetta var svolítið eins og við værum að fela eitthvað sem dró úr gleðinni að deila fréttunum af krílinu.Er eitthvað sem þér fannst vanta í fræðslu eða inni í umræðuna fyrir verðandi feður?Kannski bara helst hvað þetta er fallegt ferli. Jájá, það safnast saman bjúgur, hún getur ekki sofið eðlilega, bakið fer í hnút, þyngaraukningin er erfið og svo mætti lengi áfram telja. Þetta er samt þrátt fyrir allt saman gríðarlega fallegt ferli og það var svo gaman að fylgjast með henni skapa nýtt líf.Fóru þið á fæðingarnámskeið?Já, þar var mikið af mikilvægum upplýsingum um hvernig fæðingin ætti að ganga fyrir sig, hvaða leiðir eru í boði og hvað gæti farið úrskeiðis og hversu ólíklegt það væri. Þetta voru upplýsingar sem voru gríðarlega mikilvægar þegar fæðingin sjálf fór í gang.Hvernig leið þér fyrir fæðinguna?Erla missti vatnið skömmu eftir miðnætti á þriðjudegi, viku eftir settan dag. Ég fór í hálfgerða maníu, fór að elda og gera nesti tilbúið fyrir ferðina á sjúkrahúsið og fór síðan í sturtu af því að ég vildi ekki hitta son minn óþveginn. Þegar ég hafði róast örlítið sáum við að þó að Erla hefði misst vatnið ætlaði litli strákurinn minn að láta bíða eftir sér. Við lögðum okkur og fórum upp á deild um morguninn. Til að gera mjög langa sögu mjög stutta tók við gríðarlega erfið fæðing.Tæknilega séð tók allt ferlið um þrjá sólarhringa en í raun var það nær tveimur sólarhringum. Við fórum í gegnum allar leiðirnar og aðferðirnar sem voru í boði. Að lokum var Erla orðin gjörsamlega uppgefin og svaf á milli samdrátta þangað til að það var hlaupið með okkur í bráðakeisara. Svo fæddist hann rétt rúmlega ellefu að kvöldi fimmtudags.Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni?Mitt hlutverk var að koma henni í gegnum ferlið, vera manneskja til að beina sársaukanum að ásamt von og ótta. Ég svaf eflaust minna en hún þessa þrjá daga en mér leið einfaldlega illa við að sofna ef hún þyrfti á mér að halda. Aðsend myndHvernig leið þér að sjá barnið þitt í fyrsta skipti?Þegar hann var tekinn úr henni sat ég fyrir aftan tjald með henni og við biðum saman í heila eilífð eftir því að hann byrjaði að gráta. Við sáum þegar hann var tekinn út og við héldum að hann myndi byrja að gráta um leið en í stað þess mætti okkur þögn frá honum og fljótt raddir lækna sem byrjuðu að hlúa að honum. Litla greyið var aðframkominn af þreytu og grét ekki fyrr en svona 20 sekúndum eftir að hann fæddist.Við sáum hann ekki en heyrðum í honum loksins. Þegar hann grét upplifði ég mesta spennufall lífs míns. Ég staulaðist í áttina að honum með tárin í augunum og titraði svo mikið þegar ég klippti á naflastrenginn að mér tókst það varla. En þarna var hann kominn , rauður og blóðugur, hrukkóttur og horfði á heiminn með hálfgeru illu augnarráði. Hver hafði tekið hann úr þægindunum sem hann þekkti allt sitt líf?Hvernig upplifðir þú fyrstu vikunnar?Fyrstu vikurnar vorum við á spítalanum á meðan Erla jafnaði sig svo við feðgarnir eyddum miklum tíma saman í litlu rými. Það sem kom mér á óvart var hversu náttúrulegar tilfinningarnar voru og hversu umhugað mér var um hann. Hann var kannski ferkantaður og rauður af reiði um miðja nótt og ég ekki búinn að sofa í sólarhring en samt var ekki að finna ögn af pirringi eða reiði í garð aðstæðna eða jafnvel til hans. Í stað þess var bara yfirþyrmandi tilfinning samúðar, ég þarf að vita hvernig ég get látið þér líða betur.Fæstir feður í gegnum mannkynsöguna hafa haft þetta tækifæri sem feður hafa í dagTókstu þér fæðingarorlof? Ég er í fæðingarorlofi núna og það er algerlega dásamleg upplifun. Ég fæ að eyða tíma með honum, horfa á hann upplifa heiminn og skapa minningar og tengingar. Hann mun ekki muna eftir þessum tíma, ekki frekar en við munum almennt eftir fyrstu árunum okkar, sem þýðir að það er mitt hlutverk að skapa þessar fyrstu upplifanir og muna eftir þeim. Þær eru mikilvægar af því að þær eru að eiga sér stað núna, þær verða ekki einhverskonar minning sem hann mun bera með sér út lífið, þetta er fullkomin núvitund. Aðeins það sem er að eiga sér stað á hverju augnabliki skiptir máli og ég fæ að vera með honum og sjá heiminn með hans augum.Ég veit að það eru margir feður sem ekki taka allt fæðingarorlofið og ég skil það. Aðstæður okkar eru þannig að heimilisbókhaldið fær meiri skell þegar ég er í orlofi en ég vona svo innilega að fleiri grípi gæsina. Fæstir feður í gegnum mannkynsöguna hafa haft þetta tækifæri sem við höfum í dag. Tækifæri til að sjá ekki lífið sem röð af verkefnum og vandamálum sem þarf að leysa.Hvernig gekk að finna nafn á barnið?Það tók örlítið á, við vorum ekki alveg sammála og bæði með sterkar skoðanir. Um tíma sendi ég inn pöntun hjá Erlu að henni dreymdi fyrir nafninu svo að við gætum bara notað það en það gekk ekki eftir. Við komumst að ákveðinni málamiðlun sem mér finnst gríðarlega falleg og einstök. Hann er að hluta til nefndur í höfuðið á föður mínum sem er mér mikilvægt, pabbi minn er mér fyrirmynd og ég vona að sonur minn muni sjá afa sinn í sama ljósi.Hvað kom þér mest á óvart við það að verða faðir?Hvernig viðhorf allra í kring breyttist. Allir eru mjög almennilegir skyndilega, ef ég er úti að ganga með hann gefur fólk sig á tal við okkur, fólki er umhugað að maður komist leiðar sinnar. Af og til hef ég tekið hann með mér á fundi og fólk elskar það hreinlega. Samfélagið í heild gefur manni frekari gaum og hlustar.Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar?Við tölum meira um það hvernig dagurinn okkar var. Þegar ég kom heim úr vinnu vildi ég vita allt um hvernig dagurinn þeirra var og núna þegar ég er í orlofi, segi ég þeim frá öllu því sem hefur á daga okkar drifið. Svo samskiptin eru í raun betri en áður hvað það varðar. Það er náttúrulega flókið að vera að stússast með hann undir hönd og þau eru ekki mörg morgunverkin ef hann vaknar snemma.Hvernig finnst þér það hafa breytt þér að verða faðir?Ég virðist hafa róast við það að verða faðir og orðið ákveðnari. Ég kemst ekki í uppnám yfir litlum hlutum eins og áður og ég læt að sama skapi ekki sömu hlutina yfir mig ganga.Núna velti ég sífellt fyrir mér, hvernig vil ég að strákurinn minn hegði sér í sömu aðstæðum? Hvað gæti hann lært af hegðun minni. Það kom mér á óvart hversu átakalaus þessi breyting varð. Maður kemst ekkert í bíó eða partí eða út að borða þegar manni dettur í hug lengur og það er bara fínt. Það pirrar mig nákvæmlega ekkert. Ég hélt að það myndi gera það en þegar upp er staðið sakna ég gamla lífsins takmarkað.Er einhver skilaboð sem þú vilt koma áleiðis til verðandi feðra?Fæðingin getur verið verulega erfiður tími. Það er erfitt að útskýra hversu lítið þú hefur að segja um framvindu atburða. Á þessum tíma umfram alla aðra hefur þú enga stjórn á því sem er að gerast og þú horfir á manneskjuna sem þú elskar hálfdrepa sig við að fæða manneskju sem þú munt elska heitar en þú áttar þig á. Fæðing er rosalega náttúruleg og eðlileg og venjulega gengur allt mjög vel. Langfæstir lenda í jafn slæmri reynslu og við, en það kemur þó fyrir.Ég upplifði andartak þar sem raunveruleikinn hellist yfir, allar tölur á skjánum urðu of háar og tækin í kring flautuðu taktfast hraðar en áður. Ég veit ekki hvað hefði átt sér stað ef við hefðum ekki verið þar sem við vorum. Ég vil ekki hugsa of mikið um það. Móðirin á helst ekki að vera að hugsa um allt það sem getur farið úrskeiðis, hennar hlutverk er að reyna að fókusa á verkefni hvers andartaks fyrir sig og hlutverk föðursins á að vera að draga úr áhyggjum af fremsta megni. Mitt ráð er að vera andlega undirbúinn til að takast á við það versta, alveg eins og að hlakka til hins besta. Okkar hlutverk er að vera þarna, halda í höndina, taka við blótsyrðum, ástarjátningum, uppgjöfum og öllu því sem gerist. Vera klettur fyrir móðurina. Hún er að sjá um nægilega mikið, hún á að geta reytt sig á þig.Makamál þakka Kristjáni kærlega fyrir einlæg svör og óska fjölskyldunni innilega til hamingju með lífið og tilveruna. Fæðingarorlof Föðurland Tengdar fréttir Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti "Fór í bílalúguapótek af því mér fannst eitthvað vandræðalegt að kaupa tíu óléttupróf“. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn og leikstjórinn Fannar Sveinsson sem svarar spurningum Makamála í nýja viðtalsliðnum Föðurland. 9. október 2019 13:00 Handjárna-tímabilið er hafið Þegar talað er um The Cuffing season eða Handjárna-tímabilið er auðvelt að álykta að það sé verið að tala um eitthvað kynferðislegt, ekki satt? En hver er hin raunverulega skilgreining? 15. október 2019 21:30 Bréfið: „Stundum langar mig bara að leika við lim“ „Ég er 50 ára karlmaður með ágætis reynslu í kynlífi. Á dögunum var ég spurður af vinkonu minni hvort að ég hefði verið með karlmanni, ég andaði djúpt og hugsaði hvort ég ætti að segja satt eður ei.“ 16. október 2019 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Þegar hann var tekinn úr henni sat ég fyrir aftan tjald með henni og við biðum saman í heila eilífð eftir því að hann byrjaði að gráta.“ Þetta segir Kristján Már um upplifun sína af fæðingu frumburðarins sem endaði í bráðakeisara. Kristján Már er markaðssérfræðingur og vinnur á Jökulá hönnunarstofu en hann og kona hans, Erla, eignuðust sitt fyrsta barn í mars á þessu ári. Kristján er þriðji viðmælandi Föðurlands sem er nýr viðtalsliður á Vísi þar sem lesendur fá að lesa um mismunandi upplifanir feðra af meðgöngu og fæðingu. Aldur? 31 ára gamall.Hvað áttu mörg börn?Eitt barn.Hvernig tilfinning var það að komast að því að þú værir að verða faðir í fyrsta skipti?Við vorum búin að reyna í sex mánuði áður en Erla varð ólétt. Við vorum farin að gera grín að því að öll skiptin sem við vörum hrædd um að hún væri orðin ólétt hér áður höfðu greinilega verið innistæðulaus, okkur fannst að við ættum bara að byrja að reyna að fjölga okkur og að það myndi gerast nokkuð hratt. Ég var því orðinn mjög spenntur og langeygður eftir því að fá góðar fréttir.Þegar Erla sagði mér síðan frá því að hún væri ólétt brást ég ekki við eins og ég hélt, ég vissi hreinlega ekki að það væri hægt að gráta úr gleði. Það hljómar kjánalegt og klisjukennt þegar maður segir það en það er satt, ég raunverulega grét af gleði í langan tíma eftir á, algerlega óundirbúinn fyrir þessar tilfinningar sem helltust yfir mig.Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni?Mitt hlutverk var að vera með, passa að henni liði sem best og að hún hefði allt sem hún þurfti. Koma með lausnir þegar hún vildi og eyra til að hlusta á vandamál og erfiðleika.Leitaðir þú eftir einhverri fræðslu á meðgöngunni?Við fórum á námskeið og ég las mig til en fylgdi Erlu í flestu þegar kom að þessu stigi.Hvenær fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu?Ég tengdist honum mjög fljótt og byrjaði næstum því strax að tala til hans þegar hann var minni en golfkúla. Ég kom með gælunafn, kisugrís, og söng fyrir hann á hverju kvöldi eftir að Erla var komin fjóra mánuði á leið. Hugmyndin var sú að hann myndi kannast við lögin sem ég ætlaði að syngja fyrir hann þegar hann væri fæddur og að hann myndi þá bæði þekkja þau og tengja við vellíðan. Hvort sem það virkaði eða ekki var þetta allavega mjög skemmtilegt athæfi á kvöldin.Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni?Sem karlmaður er maður frekar vanmáttugur. Það eina sem ég gat gert var að vera til taks og passa að henni liði vel og ekki fara yfir um í að gera „allt tilbúið“ í einhverskonar tilraun til að ná stjórn á aðstæðum.Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna?Við buðum foreldrum mínum á veitingastað og sögðum þeim fréttirnar þar.Fyrir vinina keyptum við sæta samfellu tengda Dungeons and Dragons og sögðum þeim að það væri nýr spilari að koma í hópinn. Allir tóku rosalega vel í þetta og fylgdust vel með.Fenguð þið að vita kynið og fannst þér það hafa áhif á það hvernig þú tengdist ófædda barninu?Já við fengum að vita kynið en ég tengdist ekkert endilega meira við það. Hann var frekar raunverulegur fyrir mér áður. Mig fór bara að hlakka til að geta talað við hann og fannst frábært að geta loksins talað um „hann“ sem persónu, en ekki eitthvað órætt barn.Var eitthvað sem þér fannst erfitt við meðgönguna sjálfa?Það var erfitt að geta ekki gert meira til að hjálpa henni, allt ferlið var í hennar höndum og ég gat lítið gert annað að vera til staðar.Hvað fannst þér skemmtilegast við að upplifa meðgöngu sem maki og verðandi faðir?Ég fékk að fylgjast með nýju lífi kvikna og stækka og fékk að fylgjast með unnustu minni taka við hlutverki sem hún þekkti ekki af eigin raun en var einhvern veginn svo náttúruleg og eðlileg í því.Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst þegar á meðgöngunni stóð?Er þetta strákur eða stelpa? Þetta átti að vera svona lítið leyndarmál hjá okkur en við sáum eiginlega eftir því.Þó að hverjum og einum findist hann ekki vera að þráspyrja okkur um kynið þá leið okkur eins og allir væru að reyna að veiða svarið upp úr okkur. Ég veit að enginn ætlaði sér það en þetta var svolítið eins og við værum að fela eitthvað sem dró úr gleðinni að deila fréttunum af krílinu.Er eitthvað sem þér fannst vanta í fræðslu eða inni í umræðuna fyrir verðandi feður?Kannski bara helst hvað þetta er fallegt ferli. Jájá, það safnast saman bjúgur, hún getur ekki sofið eðlilega, bakið fer í hnút, þyngaraukningin er erfið og svo mætti lengi áfram telja. Þetta er samt þrátt fyrir allt saman gríðarlega fallegt ferli og það var svo gaman að fylgjast með henni skapa nýtt líf.Fóru þið á fæðingarnámskeið?Já, þar var mikið af mikilvægum upplýsingum um hvernig fæðingin ætti að ganga fyrir sig, hvaða leiðir eru í boði og hvað gæti farið úrskeiðis og hversu ólíklegt það væri. Þetta voru upplýsingar sem voru gríðarlega mikilvægar þegar fæðingin sjálf fór í gang.Hvernig leið þér fyrir fæðinguna?Erla missti vatnið skömmu eftir miðnætti á þriðjudegi, viku eftir settan dag. Ég fór í hálfgerða maníu, fór að elda og gera nesti tilbúið fyrir ferðina á sjúkrahúsið og fór síðan í sturtu af því að ég vildi ekki hitta son minn óþveginn. Þegar ég hafði róast örlítið sáum við að þó að Erla hefði misst vatnið ætlaði litli strákurinn minn að láta bíða eftir sér. Við lögðum okkur og fórum upp á deild um morguninn. Til að gera mjög langa sögu mjög stutta tók við gríðarlega erfið fæðing.Tæknilega séð tók allt ferlið um þrjá sólarhringa en í raun var það nær tveimur sólarhringum. Við fórum í gegnum allar leiðirnar og aðferðirnar sem voru í boði. Að lokum var Erla orðin gjörsamlega uppgefin og svaf á milli samdrátta þangað til að það var hlaupið með okkur í bráðakeisara. Svo fæddist hann rétt rúmlega ellefu að kvöldi fimmtudags.Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni?Mitt hlutverk var að koma henni í gegnum ferlið, vera manneskja til að beina sársaukanum að ásamt von og ótta. Ég svaf eflaust minna en hún þessa þrjá daga en mér leið einfaldlega illa við að sofna ef hún þyrfti á mér að halda. Aðsend myndHvernig leið þér að sjá barnið þitt í fyrsta skipti?Þegar hann var tekinn úr henni sat ég fyrir aftan tjald með henni og við biðum saman í heila eilífð eftir því að hann byrjaði að gráta. Við sáum þegar hann var tekinn út og við héldum að hann myndi byrja að gráta um leið en í stað þess mætti okkur þögn frá honum og fljótt raddir lækna sem byrjuðu að hlúa að honum. Litla greyið var aðframkominn af þreytu og grét ekki fyrr en svona 20 sekúndum eftir að hann fæddist.Við sáum hann ekki en heyrðum í honum loksins. Þegar hann grét upplifði ég mesta spennufall lífs míns. Ég staulaðist í áttina að honum með tárin í augunum og titraði svo mikið þegar ég klippti á naflastrenginn að mér tókst það varla. En þarna var hann kominn , rauður og blóðugur, hrukkóttur og horfði á heiminn með hálfgeru illu augnarráði. Hver hafði tekið hann úr þægindunum sem hann þekkti allt sitt líf?Hvernig upplifðir þú fyrstu vikunnar?Fyrstu vikurnar vorum við á spítalanum á meðan Erla jafnaði sig svo við feðgarnir eyddum miklum tíma saman í litlu rými. Það sem kom mér á óvart var hversu náttúrulegar tilfinningarnar voru og hversu umhugað mér var um hann. Hann var kannski ferkantaður og rauður af reiði um miðja nótt og ég ekki búinn að sofa í sólarhring en samt var ekki að finna ögn af pirringi eða reiði í garð aðstæðna eða jafnvel til hans. Í stað þess var bara yfirþyrmandi tilfinning samúðar, ég þarf að vita hvernig ég get látið þér líða betur.Fæstir feður í gegnum mannkynsöguna hafa haft þetta tækifæri sem feður hafa í dagTókstu þér fæðingarorlof? Ég er í fæðingarorlofi núna og það er algerlega dásamleg upplifun. Ég fæ að eyða tíma með honum, horfa á hann upplifa heiminn og skapa minningar og tengingar. Hann mun ekki muna eftir þessum tíma, ekki frekar en við munum almennt eftir fyrstu árunum okkar, sem þýðir að það er mitt hlutverk að skapa þessar fyrstu upplifanir og muna eftir þeim. Þær eru mikilvægar af því að þær eru að eiga sér stað núna, þær verða ekki einhverskonar minning sem hann mun bera með sér út lífið, þetta er fullkomin núvitund. Aðeins það sem er að eiga sér stað á hverju augnabliki skiptir máli og ég fæ að vera með honum og sjá heiminn með hans augum.Ég veit að það eru margir feður sem ekki taka allt fæðingarorlofið og ég skil það. Aðstæður okkar eru þannig að heimilisbókhaldið fær meiri skell þegar ég er í orlofi en ég vona svo innilega að fleiri grípi gæsina. Fæstir feður í gegnum mannkynsöguna hafa haft þetta tækifæri sem við höfum í dag. Tækifæri til að sjá ekki lífið sem röð af verkefnum og vandamálum sem þarf að leysa.Hvernig gekk að finna nafn á barnið?Það tók örlítið á, við vorum ekki alveg sammála og bæði með sterkar skoðanir. Um tíma sendi ég inn pöntun hjá Erlu að henni dreymdi fyrir nafninu svo að við gætum bara notað það en það gekk ekki eftir. Við komumst að ákveðinni málamiðlun sem mér finnst gríðarlega falleg og einstök. Hann er að hluta til nefndur í höfuðið á föður mínum sem er mér mikilvægt, pabbi minn er mér fyrirmynd og ég vona að sonur minn muni sjá afa sinn í sama ljósi.Hvað kom þér mest á óvart við það að verða faðir?Hvernig viðhorf allra í kring breyttist. Allir eru mjög almennilegir skyndilega, ef ég er úti að ganga með hann gefur fólk sig á tal við okkur, fólki er umhugað að maður komist leiðar sinnar. Af og til hef ég tekið hann með mér á fundi og fólk elskar það hreinlega. Samfélagið í heild gefur manni frekari gaum og hlustar.Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar?Við tölum meira um það hvernig dagurinn okkar var. Þegar ég kom heim úr vinnu vildi ég vita allt um hvernig dagurinn þeirra var og núna þegar ég er í orlofi, segi ég þeim frá öllu því sem hefur á daga okkar drifið. Svo samskiptin eru í raun betri en áður hvað það varðar. Það er náttúrulega flókið að vera að stússast með hann undir hönd og þau eru ekki mörg morgunverkin ef hann vaknar snemma.Hvernig finnst þér það hafa breytt þér að verða faðir?Ég virðist hafa róast við það að verða faðir og orðið ákveðnari. Ég kemst ekki í uppnám yfir litlum hlutum eins og áður og ég læt að sama skapi ekki sömu hlutina yfir mig ganga.Núna velti ég sífellt fyrir mér, hvernig vil ég að strákurinn minn hegði sér í sömu aðstæðum? Hvað gæti hann lært af hegðun minni. Það kom mér á óvart hversu átakalaus þessi breyting varð. Maður kemst ekkert í bíó eða partí eða út að borða þegar manni dettur í hug lengur og það er bara fínt. Það pirrar mig nákvæmlega ekkert. Ég hélt að það myndi gera það en þegar upp er staðið sakna ég gamla lífsins takmarkað.Er einhver skilaboð sem þú vilt koma áleiðis til verðandi feðra?Fæðingin getur verið verulega erfiður tími. Það er erfitt að útskýra hversu lítið þú hefur að segja um framvindu atburða. Á þessum tíma umfram alla aðra hefur þú enga stjórn á því sem er að gerast og þú horfir á manneskjuna sem þú elskar hálfdrepa sig við að fæða manneskju sem þú munt elska heitar en þú áttar þig á. Fæðing er rosalega náttúruleg og eðlileg og venjulega gengur allt mjög vel. Langfæstir lenda í jafn slæmri reynslu og við, en það kemur þó fyrir.Ég upplifði andartak þar sem raunveruleikinn hellist yfir, allar tölur á skjánum urðu of háar og tækin í kring flautuðu taktfast hraðar en áður. Ég veit ekki hvað hefði átt sér stað ef við hefðum ekki verið þar sem við vorum. Ég vil ekki hugsa of mikið um það. Móðirin á helst ekki að vera að hugsa um allt það sem getur farið úrskeiðis, hennar hlutverk er að reyna að fókusa á verkefni hvers andartaks fyrir sig og hlutverk föðursins á að vera að draga úr áhyggjum af fremsta megni. Mitt ráð er að vera andlega undirbúinn til að takast á við það versta, alveg eins og að hlakka til hins besta. Okkar hlutverk er að vera þarna, halda í höndina, taka við blótsyrðum, ástarjátningum, uppgjöfum og öllu því sem gerist. Vera klettur fyrir móðurina. Hún er að sjá um nægilega mikið, hún á að geta reytt sig á þig.Makamál þakka Kristjáni kærlega fyrir einlæg svör og óska fjölskyldunni innilega til hamingju með lífið og tilveruna.
Fæðingarorlof Föðurland Tengdar fréttir Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti "Fór í bílalúguapótek af því mér fannst eitthvað vandræðalegt að kaupa tíu óléttupróf“. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn og leikstjórinn Fannar Sveinsson sem svarar spurningum Makamála í nýja viðtalsliðnum Föðurland. 9. október 2019 13:00 Handjárna-tímabilið er hafið Þegar talað er um The Cuffing season eða Handjárna-tímabilið er auðvelt að álykta að það sé verið að tala um eitthvað kynferðislegt, ekki satt? En hver er hin raunverulega skilgreining? 15. október 2019 21:30 Bréfið: „Stundum langar mig bara að leika við lim“ „Ég er 50 ára karlmaður með ágætis reynslu í kynlífi. Á dögunum var ég spurður af vinkonu minni hvort að ég hefði verið með karlmanni, ég andaði djúpt og hugsaði hvort ég ætti að segja satt eður ei.“ 16. október 2019 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti "Fór í bílalúguapótek af því mér fannst eitthvað vandræðalegt að kaupa tíu óléttupróf“. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn og leikstjórinn Fannar Sveinsson sem svarar spurningum Makamála í nýja viðtalsliðnum Föðurland. 9. október 2019 13:00
Handjárna-tímabilið er hafið Þegar talað er um The Cuffing season eða Handjárna-tímabilið er auðvelt að álykta að það sé verið að tala um eitthvað kynferðislegt, ekki satt? En hver er hin raunverulega skilgreining? 15. október 2019 21:30
Bréfið: „Stundum langar mig bara að leika við lim“ „Ég er 50 ára karlmaður með ágætis reynslu í kynlífi. Á dögunum var ég spurður af vinkonu minni hvort að ég hefði verið með karlmanni, ég andaði djúpt og hugsaði hvort ég ætti að segja satt eður ei.“ 16. október 2019 20:00