Biles í sérflokki í fimleikasögunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. október 2019 16:15 Simone Biles er einn ótrúlegasti íþróttamaður heims vísir/getty Fimleikastjarnan Simone Biles skrifaði nafn sitt enn og aftur í sögubækurnar um helgina þegar hún vann til fimm gullverðlauna á HM í fimleikum sem fór fram í Þýskalandi. Biles sigraði því í fimm greinum af sex en þurfti að láta fimmta sæti duga á tvíslá. Með því er Biles búin að vinna til 25 verðlauna á HM í fimleikum, þar af 19 gullverðlauna og bætti hún um leið 23 ára gamalt met fimleikakappans Vitaly Scherbo sem vann til 23 verðlauna. Þessu náði Biles á sex mótum eftir að hafa tekið sér árs frí og því misst af HM 2017 í Montreal til að hvílast. Fyrr á mótinu bætti Biles metið yfir flest verðlaun í kvennaflokki með 21 verðlaunum sínum og er erfitt að sjá einhvern hagga við meti Biles á næstu árum. Biles sem varð 22 ára fyrr á þessu ári var í sérflokki á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún vann til fimm verðlauna. Biles hefur sjálf talað um það að Ólympíuleikarnir 2020 verði líklegast hennar síðustu. Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í hópfimleikum og fimleikakona ársins 2018 á Íslandi, fer fögrum orðum um Biles þegar Fréttablaðið heyrir í henni. „Þetta er í raun hætt að koma manni á óvart, ég átti von á því að hún myndi vinna þetta allt saman í ár og hún stóðst allar þær væntingar. Þrátt fyrir að hafa lent í fimmta sæti á tvíslá sem á að vera hennar veikasta grein er hún í fimmta sæti í heiminum. Í úrslitunum gerði hún nýjan hlut sem enginn hefur séð áður. Það er erfitt að vera frábær í öllu en henni tekst það. Hún virðist oft ekki mennsk,“ segir Andrea hlæjandi, aðspurð hvort Biles sé hætt að koma henni á óvart. „Hún sýndi nýtt stökk á tvíslá sem enginn annar hefur gert og sýndi önnur tvö ný stökk sem voru skráð eftir henni. Það var eitthvað sem hún hefur verið að æfa og undirbúa lengi og hún valdi HM til að frumsýna ný stökk á öllum áhöldunum. Vonandi sýnir hún svo eitthvað nýtt á Ólympíuleikunum næsta sumar.“ Auk þess að vera ein besta fimleikakona heims hefur Biles heillað með háttvísi sinni og virðingu fyrir keppinautunum. „Ofan á allt saman er hún frábær persóna. Hún hrósaði öllum keppinautum sínum á HM og óskaði þeim til hamingju með góðan árangur eftir atrennur sínar þrátt fyrir að þær væru að mætast í einstaklingsíþrótt.“ Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Fimleikastjarnan Simone Biles skrifaði nafn sitt enn og aftur í sögubækurnar um helgina þegar hún vann til fimm gullverðlauna á HM í fimleikum sem fór fram í Þýskalandi. Biles sigraði því í fimm greinum af sex en þurfti að láta fimmta sæti duga á tvíslá. Með því er Biles búin að vinna til 25 verðlauna á HM í fimleikum, þar af 19 gullverðlauna og bætti hún um leið 23 ára gamalt met fimleikakappans Vitaly Scherbo sem vann til 23 verðlauna. Þessu náði Biles á sex mótum eftir að hafa tekið sér árs frí og því misst af HM 2017 í Montreal til að hvílast. Fyrr á mótinu bætti Biles metið yfir flest verðlaun í kvennaflokki með 21 verðlaunum sínum og er erfitt að sjá einhvern hagga við meti Biles á næstu árum. Biles sem varð 22 ára fyrr á þessu ári var í sérflokki á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún vann til fimm verðlauna. Biles hefur sjálf talað um það að Ólympíuleikarnir 2020 verði líklegast hennar síðustu. Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í hópfimleikum og fimleikakona ársins 2018 á Íslandi, fer fögrum orðum um Biles þegar Fréttablaðið heyrir í henni. „Þetta er í raun hætt að koma manni á óvart, ég átti von á því að hún myndi vinna þetta allt saman í ár og hún stóðst allar þær væntingar. Þrátt fyrir að hafa lent í fimmta sæti á tvíslá sem á að vera hennar veikasta grein er hún í fimmta sæti í heiminum. Í úrslitunum gerði hún nýjan hlut sem enginn hefur séð áður. Það er erfitt að vera frábær í öllu en henni tekst það. Hún virðist oft ekki mennsk,“ segir Andrea hlæjandi, aðspurð hvort Biles sé hætt að koma henni á óvart. „Hún sýndi nýtt stökk á tvíslá sem enginn annar hefur gert og sýndi önnur tvö ný stökk sem voru skráð eftir henni. Það var eitthvað sem hún hefur verið að æfa og undirbúa lengi og hún valdi HM til að frumsýna ný stökk á öllum áhöldunum. Vonandi sýnir hún svo eitthvað nýtt á Ólympíuleikunum næsta sumar.“ Auk þess að vera ein besta fimleikakona heims hefur Biles heillað með háttvísi sinni og virðingu fyrir keppinautunum. „Ofan á allt saman er hún frábær persóna. Hún hrósaði öllum keppinautum sínum á HM og óskaði þeim til hamingju með góðan árangur eftir atrennur sínar þrátt fyrir að þær væru að mætast í einstaklingsíþrótt.“
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira