Sport

Úrslitaeinvígi hefjast í kvöld

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lyftir KR bikarnum sjötta árið í röð?
Lyftir KR bikarnum sjötta árið í röð? Vísir/bára
Úrslitaeinvígið í Olís-deild kvenna hefst loksins í kvöld eftir þrettán daga bið, sama dag og einvígi KR og ÍR í úrslitum í Dominos-deild karla hefst í Vesturbænum.

Annað árið í röð eru það Valur og Fram, sigursælustu félögin í íslenskum kvennahandbolta, sem mætast í úrslitum Olís-deildarinnar. Valsliðið er handhafi bikar- og deildarmeistaratitilsins en Fram er ríkjandi Íslandsmeistari. Þegar þessi lið mættust í fyrra vann Fram 3-1 sigur en Valsliðið mætir ógnarsterkt til leiks í ár.

Í Vesturbænum hefst úrslitaeinvígið á milli tveggja sigursælustu liðanna í íslenskum karlakörfubolta. KR-ingar sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar hafa unnið undanfarin fimm ár og eru í leit að þeim sjötta í röð og þeim átjánda í sögu karlaliðsins.

ÍR sem hefur fimmtán sinnum lyft Íslandsmeistaratitlinum leikur í fyrsta sinn til úrslita eftir að úrslitakeppnin hófst árið 1984. Breiðhyltingar eru í leit að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í 42. sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×