Sagði mótleikaranum að hætta að væla yfir því að hafa þurft að vinna á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2019 15:06 Kit Harrington og Emilia Clarke leika lykilhlutverk í þáttunum Vísir/HBO Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. Harrington mætti í þáttinn hjá Stephen Colbert í síðasta mánuði þar sem hann kvartaði yfir því að hafa þurft að vera í rigningu og kulda við tökur þáttanna á meðan aðrir leikarar hafi meðal annars fengið að vera í Króatíu við tökur, í töluvert mildara loftslagi. Sem kunnugt er hafa fjölmörg atriði þáttanna verið tekin upp hér á landi og hefur Harrington verið fastagestur hér á landi, enda gerist margt af því sem hann er að bauka í þáttunum í kuldanum í norðrinu í Game of Thrones-heiminum.Sjá einnig: Game of Thrones upprifjun - Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Emilia Clarke var spurð um þetta af Colbert er hún mætti til hans í vikunni. Hún afskrifaði ummæli Harringon sem óttalegt væl. Hún hefði ekkert haft það betra en hann. „Það er kalt á Íslandi en tökudagarnir eru stuttir vegna þess að það eru bara bjart í fjóra tíma,“ sagði Clarke. „Ég er hins vegar í námu á Möltu í svona hundrað stiga hita. Það leið yfir mig yfir í hverri þáttaröð vegna þess að ég er með hárkollu ofan á mínu eigin hári,“ sagði Clarke. Vinnudagarnir hjá henni hefðu til að mynda verið töluvert lengri en hjá Harrington. „En hann er alltaf að kvarta yfir því að hann hafi dregið stutta stráið en hann var byrjaður að drekka klukkan tvö á daginn. Við vorum í námu til klukkan ellefu á kvöldin biðjandi sólina um að setjast,“ sagði Clarke að lokum Það styttist í að lokaþáttaröð þáttanna hefjist en búist er við að persónur Harrington og Clarke muni leika lykilhlutverk í síðustu þáttaröðinni.Sjá má viðtölin við Clarke og Harrington hér að neðan. Game of Thrones Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Fleiri fréttir Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Sjá meira
Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. Harrington mætti í þáttinn hjá Stephen Colbert í síðasta mánuði þar sem hann kvartaði yfir því að hafa þurft að vera í rigningu og kulda við tökur þáttanna á meðan aðrir leikarar hafi meðal annars fengið að vera í Króatíu við tökur, í töluvert mildara loftslagi. Sem kunnugt er hafa fjölmörg atriði þáttanna verið tekin upp hér á landi og hefur Harrington verið fastagestur hér á landi, enda gerist margt af því sem hann er að bauka í þáttunum í kuldanum í norðrinu í Game of Thrones-heiminum.Sjá einnig: Game of Thrones upprifjun - Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Emilia Clarke var spurð um þetta af Colbert er hún mætti til hans í vikunni. Hún afskrifaði ummæli Harringon sem óttalegt væl. Hún hefði ekkert haft það betra en hann. „Það er kalt á Íslandi en tökudagarnir eru stuttir vegna þess að það eru bara bjart í fjóra tíma,“ sagði Clarke. „Ég er hins vegar í námu á Möltu í svona hundrað stiga hita. Það leið yfir mig yfir í hverri þáttaröð vegna þess að ég er með hárkollu ofan á mínu eigin hári,“ sagði Clarke. Vinnudagarnir hjá henni hefðu til að mynda verið töluvert lengri en hjá Harrington. „En hann er alltaf að kvarta yfir því að hann hafi dregið stutta stráið en hann var byrjaður að drekka klukkan tvö á daginn. Við vorum í námu til klukkan ellefu á kvöldin biðjandi sólina um að setjast,“ sagði Clarke að lokum Það styttist í að lokaþáttaröð þáttanna hefjist en búist er við að persónur Harrington og Clarke muni leika lykilhlutverk í síðustu þáttaröðinni.Sjá má viðtölin við Clarke og Harrington hér að neðan.
Game of Thrones Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Fleiri fréttir Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Sjá meira