Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Haukur Páll er ótrúlega seinheppinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukur Páll er þarna orðinn læstur í kjálkanum.
Haukur Páll er þarna orðinn læstur í kjálkanum.
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, er með óheppnari leikmönnum Pepsi Max-deildar karla en enn eina ferðina þurfti hann að fara af velli vegna meiðsla í gær.

Hann fékk boltann í andlitið í gær og læknir liðsins gaf merki um skiptingu í kjölfarið. Ekkert varð af henni því Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sendi Hauk Pál aftur út á völlinn. Hann kom svo út af um tíu mínútum síðar.

Margir héldu að um hann hefði jafnvel fengið heilahristing en svo var ekki. Haukur Páll staðfesti við fótbolti.net í dag að kjálkinn á honum hefði verið læstur. Alltaf eitthvað nýtt hjá þessum seinheppna leikmanni.

„Haukur Páll er líklega óheppnasti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild,“ sagði Hörður Magnússon í Pepsi Max-mörkunum eftir leik.

Atvikið má sjá hér að neðan.



Klippa: Haukur Páll meiðist gegn KR

Tengdar fréttir

Börkur: Ólafur er besti þjálfari sem til er á Íslandi

Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir ekki koma til greina að reka Ólaf Jóhannesson sem þjálfara Vals þó svo illa gangi þessa dagana. Ólafur fær fullan stuðning frá stjórninni.

Atli: Þetta er bara aukaspyrna

Sigurmark KR gegn Valsmönnum í gær var frábært en aðdragandi marksins var umdeildur enda töldu margir að KR hefði aldrei átt að fá aukaspyrnuna sem liðið skoraði úr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×