Rannsókn á Deutsche Bank teygir anga sína til Trump Eiður Þór Árnason skrifar 20. júní 2019 11:07 Hlutabréfaverð Deutsche Bank er í sögulegum lægðum á sama tíma og starfsemi bankans er til skoðunar hjá bandarískum eftirlitsstofnunum. Getty/Win McNamee Bandarísk yfirvöld hafa tekið til skoðunar hvort þýski fjármálarisinn Deutsche Bank hafi framfylgt lögum sem ætlað er að koma í veg fyrir peningaþvætti og annað glæpsamlegt athæfi. New York Times greinir frá þessu og hefur heimildir fyrir því að athugunin kunni að teygja anga sína til viðskipta Trump fjölskyldunnar. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort starfsmenn bankans hafi brugðist fyllilega við grunsamlegum peningatilfærslum. Sumar þeirra kunna að tengjast Jared Kushner, tengdasyni og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fyrrverandi starfsmenn bankans hafa áður tjáð sig opinberlega um tilfelli þar sem yfirmenn innan bankans hafa tekið ákvörðun um að tilkynna ekki grunsamlega virkni tengda fyrirtækjum Jared Kushner og Donald Trump. Rannsóknin á Deutsche Bank vekur athygli í ljósi þess að bankinn hefur átt í miklum viðskiptum við fyrirtæki Trump fjölskyldunnar í gegnum tíðina og er talinn vera einn þeirra helsti lánveitandi. Athugunin er sögð vera hluti af viðamikilli rannsókn bandarískra yfirvalda á mögulegum þætti fjármálastofnana þar í landi á ólöglegu flæði fjármagns. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa tekið til skoðunar hvort þýski fjármálarisinn Deutsche Bank hafi framfylgt lögum sem ætlað er að koma í veg fyrir peningaþvætti og annað glæpsamlegt athæfi. New York Times greinir frá þessu og hefur heimildir fyrir því að athugunin kunni að teygja anga sína til viðskipta Trump fjölskyldunnar. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort starfsmenn bankans hafi brugðist fyllilega við grunsamlegum peningatilfærslum. Sumar þeirra kunna að tengjast Jared Kushner, tengdasyni og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fyrrverandi starfsmenn bankans hafa áður tjáð sig opinberlega um tilfelli þar sem yfirmenn innan bankans hafa tekið ákvörðun um að tilkynna ekki grunsamlega virkni tengda fyrirtækjum Jared Kushner og Donald Trump. Rannsóknin á Deutsche Bank vekur athygli í ljósi þess að bankinn hefur átt í miklum viðskiptum við fyrirtæki Trump fjölskyldunnar í gegnum tíðina og er talinn vera einn þeirra helsti lánveitandi. Athugunin er sögð vera hluti af viðamikilli rannsókn bandarískra yfirvalda á mögulegum þætti fjármálastofnana þar í landi á ólöglegu flæði fjármagns.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03
Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46