Fékk einn leik að auki í bann eftir annan fund aganefndar á einum sólarhring Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 10:45 Jóhann Birgir Ingvarsson. Vísir/Bára FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson er á leiðinni í tveggja leikja bann en aganefnd HSÍ þurfti að taka fyrir mál hans á tveimur fundum á tveimur dögum. Jóhann Birgir Ingvarsson hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Gróttu og FH á sunnudagskvöldið. Jóhann fór þá í andlitið á Gróttumanninum Ásmundi Atlasyni. Þetta var fyrsta rauða spjaldið hjá Jóhanni í Olís deildinni í vetur. Aganefnd HSÍ dæmdi Jóhann Birgi í bann á fundi sínum á þriðjudag en málinu var síðan frestað um sólarhring með hliðsjón af þriðju grein reglugerðar HSÍ um agamál. Í gær var mál Jóhanns aftur tekið fyrir á fundi Aganefndar HSÍ. Aganefndin tók þá meðal annars fyrir greinargerð barst frá FH vegna málsins og myndbandsupptöku af atvikinu. „Aganefnd hefur skoðað gögn málsins, þ.m.t. myndbandsupptöku af atvikinu og telur brotið réttilega heimfært af dómurum leiksins sem brot gegn reglu 8.6. Niðurstaða aganefndar er eins leiks bann til viðbótar við það bann sem hann hlaut með úrskurði aganefndar, dags. 5. febrúar 2019, eða alls tveggja leikja bann vegna atviksins. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. reglugerðar HSÍ um agamál,“ segir í niðurstöðunni sem birt var á heimasíðu HSÍ. Úrskurðinn kváðu upp þeir Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson. Jóhann Birgir Ingvarsson missir því af næstu tveimur leikjum FH sem eru deildarleikur á móti Stjörnunni og leikur í átta liða úrslit bikarkeppninnar á móti Aftureldingu. Ekki góðar fréttir fyrir FH-liðið sem lék síðasta leik án fjögurra öflugra leikmanna. Einar Rafn Eiðsson, Arnar Freyr Ársælsson, Jóhann Karl Reynisson og Birgir Már Birgisson voru þá allir meiddir og upp í stúku. Olís-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Sjá meira
FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson er á leiðinni í tveggja leikja bann en aganefnd HSÍ þurfti að taka fyrir mál hans á tveimur fundum á tveimur dögum. Jóhann Birgir Ingvarsson hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Gróttu og FH á sunnudagskvöldið. Jóhann fór þá í andlitið á Gróttumanninum Ásmundi Atlasyni. Þetta var fyrsta rauða spjaldið hjá Jóhanni í Olís deildinni í vetur. Aganefnd HSÍ dæmdi Jóhann Birgi í bann á fundi sínum á þriðjudag en málinu var síðan frestað um sólarhring með hliðsjón af þriðju grein reglugerðar HSÍ um agamál. Í gær var mál Jóhanns aftur tekið fyrir á fundi Aganefndar HSÍ. Aganefndin tók þá meðal annars fyrir greinargerð barst frá FH vegna málsins og myndbandsupptöku af atvikinu. „Aganefnd hefur skoðað gögn málsins, þ.m.t. myndbandsupptöku af atvikinu og telur brotið réttilega heimfært af dómurum leiksins sem brot gegn reglu 8.6. Niðurstaða aganefndar er eins leiks bann til viðbótar við það bann sem hann hlaut með úrskurði aganefndar, dags. 5. febrúar 2019, eða alls tveggja leikja bann vegna atviksins. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. reglugerðar HSÍ um agamál,“ segir í niðurstöðunni sem birt var á heimasíðu HSÍ. Úrskurðinn kváðu upp þeir Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson. Jóhann Birgir Ingvarsson missir því af næstu tveimur leikjum FH sem eru deildarleikur á móti Stjörnunni og leikur í átta liða úrslit bikarkeppninnar á móti Aftureldingu. Ekki góðar fréttir fyrir FH-liðið sem lék síðasta leik án fjögurra öflugra leikmanna. Einar Rafn Eiðsson, Arnar Freyr Ársælsson, Jóhann Karl Reynisson og Birgir Már Birgisson voru þá allir meiddir og upp í stúku.
Olís-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Sjá meira