Sport

Maður er alltaf að brýna alla sína hnífa

Henry Birgir Gunnarsson í Kaupmannahöfn skrifar
Gunnar fær smá förðun í gær.
Gunnar fær smá förðun í gær. vísir/snorri björns
Gunnar Nelson er orðinn 31 árs gamall og með hækkandi aldri kemur meiri reynsla. Okkar maður hefur gengið í gegnum súrt og sætt síðustu árin en hvað hefur hann lært?

„Síðustu árin hefur þetta verið meiri herkænska. Auðvitað er maður alltaf að brýna alla sína hnífa og vopn sem og að setja þetta saman,“ segir Gunnar en hann hefur lært meira.

„Ég þekki líkama minn aðeins betur. Æfingarnar með Unnari hafa opnað augu mín fyrir því hvernig ég jafna mig og hvernig þreytustig er mismunandi. Það hefur bætt miklu við og líka komið mér í miklu betra form.“

Bardagi Gunnars og Gilbert Burns fer fram næstkomandi laugardagskvöld á besta tíma í beinni á Stöð 2 Sport.



Klippa: Gunnar hefur lært mikið síðustu ár
MMA

Tengdar fréttir

Burns: Gunnar hentar mér vel

Brasilíumaðurinn Gilbert Burns er mættur til Kaupmannahafnar þar hann mun berjast við Gunnar Nelson á laugardag. Hann mætti í toppformi þó svo hann hafi tekið bardagann með skömmum fyrirvara.

Gunnar: Burns er öflugri en Alves

Gunnar Nelson stígur inn í búrið í Kaupmannahöfn næstkomandi laugardag er hann berst við Brasilíumanninn Gilbert Burns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×