Guðmundur Ágúst kláraði á 11 undir pari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. september 2019 12:06 Guðmundur Ágúst hefur náð afar góðum árangri á Nordic Golf-mótaröðinni í ár og er nú byrjaður að reyna fyrir sér á Áskorendamótaröðinni mynd/gsí/seth Guðmundur Ágúst Kristjánsson lauk keppni á KPMG Trophy mótinu í Belgíu í dag. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Guðmundur Ágúst byrjaði fjórða og síðasta hringinn í dag vel og fékk tvo fugla á fyrstu fimm holum sínum í dag. Hann fékk svo örn á 18. holu, sem var níunda hola dagsins hjá honum, og eftir níu holur var hann því á fjórum höggum undir pari í dag. Hann missti högg strax á 1. holu, hans tíundu, en paraði svo næstu sjö holur. Á lokaholu dagsins fékk hann annan skolla og fór því hringinn á tveimur höggum undir pari. Það þýðir að hann lýkur leik á ellefu höggum undir pari og þegar hann kom í hús var hann jafn í 48. sæti. Efsti maður mótsins þegar þetta er skrifað er Jack Senior frá Englandi, hann er á 21 höggi undir pari eftir 12 holur á lokahringnum. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson lauk keppni á KPMG Trophy mótinu í Belgíu í dag. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Guðmundur Ágúst byrjaði fjórða og síðasta hringinn í dag vel og fékk tvo fugla á fyrstu fimm holum sínum í dag. Hann fékk svo örn á 18. holu, sem var níunda hola dagsins hjá honum, og eftir níu holur var hann því á fjórum höggum undir pari í dag. Hann missti högg strax á 1. holu, hans tíundu, en paraði svo næstu sjö holur. Á lokaholu dagsins fékk hann annan skolla og fór því hringinn á tveimur höggum undir pari. Það þýðir að hann lýkur leik á ellefu höggum undir pari og þegar hann kom í hús var hann jafn í 48. sæti. Efsti maður mótsins þegar þetta er skrifað er Jack Senior frá Englandi, hann er á 21 höggi undir pari eftir 12 holur á lokahringnum.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira