Lífið

Noah og Fallon þróuðu nýja týpu af Trump-eftirhermu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Trevor Noah og Jimmy Fallon að herma eftir Donald Trump.
Trevor Noah og Jimmy Fallon að herma eftir Donald Trump. Vísir/Getty
Það geta að hermt eftir frægum einstaklingum er eitthvað sem allir grínistar þurfa að geta gert án vandkvæða. Tveir af þekktustu grínistum heimsins, þáttastjórnendurnir Jimmy Fallon og Trevor Noah, eru löngu búnir að fínstilla hæfileikann, líkt og þeir sýndu á dögunum í The Tonight Show, spjallþætti Fallon.

Fallon bíður gestum sínum reglulega að fara í leik sem snýst um það að nafn frægs einstaklings er valið af handahófi og þarf sá sem fær því úthlutað að herma eftir viðkomandi að tala um tiltekið umræðuefni, sem einnig er valið af handahófi.

Viðfangsefni leiksins að þessu sinni voru bandarískir stjórnmálamenn og fengu Barack Obama, Bernie Sanders og Beto O'Rourke að kenna á því í þættinum. Það var hins vegar ekki fyrr en nafn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, kom upp í leiknum að Fallon og Noah náðu að fullkomna leikinn.

Óhætt er að segja að félagar, og samkeppnisaðilar, þar sem Noah stýrir þættinum The Daily Show, hafi náð virkilega vel saman í því að herma eftir Bandaríkjaforseta vera að stunda ólöglegt athæfi, líkt og sjá má hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.