Ísak Rafnsson er á heimleið og mun leika með FH í Olís-deild karla í vetur eftir eitt ár í atvinnumennsku í Austurríki.
Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum sínum en Ísak mun verða tilkynntur sem leikmaður Hafnarfjarðarliðsins á næstu dögum.
Ísak er fæddur og uppalinn í Krikanum og hefur leikið þar alla tíð fyrir utan þetta eina tímabil í fyrra er hann lék með Scwaz Handball Tirol í Austurríki.
Ísak var þar í lykilhlutverki í bæði vörn og sókn en undanfarin tímabil með FH hafði hann aðallega leikið sem varnarmaður. Hann hefur einnig leikið upp öll yngri landslið Íslands.
Sigursteinn Arndal er tekinn við FH-liðinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni en FH datt út í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. Liðið stóð uppi sem sigurvegari í Coca-Cola bikarnum.
Ísak heim í FH
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti

„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti



Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti
