Ísak Rafnsson er á heimleið og mun leika með FH í Olís-deild karla í vetur eftir eitt ár í atvinnumennsku í Austurríki.
Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum sínum en Ísak mun verða tilkynntur sem leikmaður Hafnarfjarðarliðsins á næstu dögum.
Ísak er fæddur og uppalinn í Krikanum og hefur leikið þar alla tíð fyrir utan þetta eina tímabil í fyrra er hann lék með Scwaz Handball Tirol í Austurríki.
Ísak var þar í lykilhlutverki í bæði vörn og sókn en undanfarin tímabil með FH hafði hann aðallega leikið sem varnarmaður. Hann hefur einnig leikið upp öll yngri landslið Íslands.
Sigursteinn Arndal er tekinn við FH-liðinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni en FH datt út í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. Liðið stóð uppi sem sigurvegari í Coca-Cola bikarnum.
Ísak heim í FH
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma
Enski boltinn


Komnir með þrettán stiga forskot
Enski boltinn


Elísabet byrjar á tveimur töpum
Fótbolti




Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn
