Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir KR 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og þar af leiðandi harðri titilbaráttu við Valsmenn, meistara síðustu tveggja ára. KR hafnaði í fjórða sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og tryggði sér Evrópusæti en Rúnar Kristinsson komst á flug með KR-liðið á seinni hluta mótsins. KR byrjaði ekki vel í fyrra en það kviknaði heldur betur á liðinu í seinni umferðinni þar sem að það tapaði aðeins tveimur leikjum. KR-liðið tók það með sér inn í veturinn og vann öll þrjú undirbúningsmótin sem það tók þátt í. Það vann tvö af bestu liðum vetrarins, ÍA og FH, í síðustu tveimur leikjum Lengjubikarsins. Þjálfari KR er Rúnar Kristinsson sem gerði liðið að Íslandsmeistara árin 2011 og 2013 en eftir erfiða byrjun sem fyrr segir fann Rúnar sitt lið og þá fór að ganga betur. Liðið fór að spila sterkari varnarleik en það tók KR einnig með sér inn í veturinn. KR fékk ekki á sig mark í riðlakeppni Lengjubikarsins og er að skora grimmt. Uppskrift að árangri.Baksýnisspegillinn Það tók Rúnar og KR-inga svolítinn tíma að finna taktinn en það má segja að tímabilið hafi farið af stað með 5-2 rústi á Fylki í Egilshöllinni á síðustu leiktíð. KR tapaði aðeins tveimur leikjum eftir það og hélt fimm sinnum hreinu í síðustu ellefu leikjum Íslandsmótsins. KR-liðið fór líka að skora mun meira eftir Fylkisleikinn en undir lokin var það að skora þrjú til fjögur mörk í leik. Liðið og leikmenngrafík/gvendurKR-liðið getur spilað nokkuð fjölbreyttan fótbolta og stillt upp í 4-3-3, 4-4-2 og 4-4-1-1. Það er búið að breyta tveimur miðjumönnum í bakverði; Pablo Punyed og Kenni Chopart sem hefur verið að finna sig vel í hægri bakverðinum. Byrjunarliðið er mjög sterkt og hefur framherjaparið verið að spila frábærlega saman í vetur. Óvíst er hvaða tveir miðverðir fá kallið í fyrstu umferð en Rúnar er með marga möguleika í þeim stöðum.HryggjarstykkiðSkúli Jón Friðgeirsson (f. 1988): Skúli hefur verið svolítið á milli heims og helju þegar kemur að því að spila vörn eða miðju undanfarin ár enda getur hann leyst báðar stöður. Þar sem Rúnar er búinn að bæta við á miðjuna ætti Skúli að fara aftur í sína stöðu og vera þar aðalmaðurinn. Þessi þrautreyndi fyrrverandi atvinnumaður er á góðum degi einn besti varnarmaður deildarinnar og hann þarf að vera sá Skúli fyrir KR í sumar.Pálmi Rafn Pálmason (f. 1984): Heimkomurnar hafa tæplega verið erfiðari fyrir nokkurn mann en Pálma Rafn sem stóð ekki undir væntignum fyrstu þrjú árin eftir komuna frá Noregi. Það breyttist aftur á móti allt í fyrra þegar að Pálmi sýndi sparihliðarnar og skoraði ellefu mörk af miðjunni. Hann var búinn að skora sjö mörk á fyrstu þremur leiktíðunum sínum hjá KR áður en kom að markaregninu í fyrra.Tobias Thomsen (f. 1992): Þrettán mörk í 25 leikjum í deild og bikar fyrir KR sumarið 2017 skilaði honum samning hjá meisturum Vals þar sem hann var meira og minna bekkjarmatur og skoraði aðeins eitt mark í fjórtán deildarleikjum. Hann er kominn aftur í Vesturbæinn þar sem að honum líður mjög vel en Tobias er búinn að skora nánast að vild í vetur og er markahæsti leikmaður undirbúningstímabilsins. Hann skoraði þrennu í undanúrslitum Lengjubikarsins á móti FH í 3-2 sigri. Markaðurinn grafík/gvendurRúnar vildi líklega ekki hrófla of mikið við liðinu þar sem að það var komið í gang í fyrra og hefur spilað vel í vetur en hann fékk samt sem áður tvo bestu miðjumenn Víkings. Alex Freyr Hilmarsson þarf nú að sýna að hann getur synt sem lítill fiskur í stórri tjörn en það hefur reynst mörgum um megn. Tobias Thomsen gætu verið félagskipti ársins og þá virðist Rúnar Kristinsson vera búinn að finna rétta hlutverkið fyrir hinn unga Ægi Jarl Jónasson sem kom til KR frá Fjölni en lengi hefur verið beðið eftir því að þessi stóri og stæðilegi strákur springi út í Pepsi Max-deildinni. Eðlilega var Doktor Watson látinn fara en miðvörðurinn er einn allra slakasti erlendi leikmaður sem spilað hefur í efstu deild á Íslandi undanfarin ár.Markaðseinkunn: B+ Hvað segir sérfræðingurinn?„KR-ingar koma á flugi inn í mótið. Þeir hafa verið besta lið undirbúningstímabilsins og koma inn með mikið sjálfstraust,“ segir Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport. „Mér finnst þeir hafa styrkt hópinn vel sem og liðið og þeir völdu menn sem passa inn í hugmyndafræði þeirra. Þeir vönduðu sig vel þar.“ „Lykilmenn hjá KR líta mjög vel út. Óskar Örn er að spila vel og Tobias hefur raðað inn mörkum. Mér finnst eins og að þeir trúi því sjálfir að það gætu góðir hlutir gerst í Vesturbænum,“ segir Atli Viðar Björnsson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurKR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn 26 sinnum eða oftar en nokkurt annað lið. KR vann titilinn fyrst árið 1912 og síðast árið 2013. KR hefur líka unnið bikarinn fjórtán sinnum eða oftar en öll önnur lið.Þormóður Egilsson á leikjamet KR í efstu deild en hann lék á sínum tíma 239 leiki fyrir félagið í efstu deild. Þormóður eignaðist metið í ágúst 1998 (sló met Ottós Guðmundssonar) en missir það væntanlega í sumar því Óskari Erni Haukssyni vantar aðeins fjóra leiki til að jafna hann.Ellert B. Schram á markamet KR í efstu deild en hann skoraði 62 mörk fyrir KR. Óskar Örn Hauksson nálgast hann líka en vantar nú sex mörk til að jafna metið sem Ellert hefur átt í meira en sextíu ár. Óskar Örn Hauksson eignaðist hins vegar stoðsendingamet KR í fyrra þegar hann sló met Guðmundar Benediktssonar. Guðmundur gaf á sínum tíma 47 stoðsendingar sem leikmaður KR en Óskar Örn er kominn með 50 stoðsendingar í KR-búningnum. Vinsælasta sæti KR-inga í nútímafótbolta (1977-2018) er annað og fjórða sætið sem liðið hefur lent í átta sinnum hvort sæti. KR hefur verið í fjórða sæti undanfarin tvö sumar en lenti síðast í öðru sæti sumarið 2009. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar KR-ingar vilja fara að vinna titla aftur og maðurinn með meira próf í því er Þormóður Egilsson, sameiningartákn Vesturbæjar. Hægt er að telja upp endalaust af goðsögnum sem gætu nýst KR-ingum vel í sumar en Rúnar fékk nú Albert Watson inn í fyrra til að koma með smá baráttu og talanda inn í vörnina. Það var ekki skortur á því hjá sigurvegaranum Móða. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2019: Komið að skuldadögum í Krikanum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Litlar breytingar og minni árangur í Garðabænum Íþróttadeild Vísis spáir Stjörnunni 5. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 22. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Vænn biti á lokametrunum skiptir sköpum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 4. sæti í Pepsi Max-deildinni. 23. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Vel mannaðir en vonbrigði fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Svipað lið og sama niðurstaða í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 17. apríl 2019 10:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir KR 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og þar af leiðandi harðri titilbaráttu við Valsmenn, meistara síðustu tveggja ára. KR hafnaði í fjórða sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og tryggði sér Evrópusæti en Rúnar Kristinsson komst á flug með KR-liðið á seinni hluta mótsins. KR byrjaði ekki vel í fyrra en það kviknaði heldur betur á liðinu í seinni umferðinni þar sem að það tapaði aðeins tveimur leikjum. KR-liðið tók það með sér inn í veturinn og vann öll þrjú undirbúningsmótin sem það tók þátt í. Það vann tvö af bestu liðum vetrarins, ÍA og FH, í síðustu tveimur leikjum Lengjubikarsins. Þjálfari KR er Rúnar Kristinsson sem gerði liðið að Íslandsmeistara árin 2011 og 2013 en eftir erfiða byrjun sem fyrr segir fann Rúnar sitt lið og þá fór að ganga betur. Liðið fór að spila sterkari varnarleik en það tók KR einnig með sér inn í veturinn. KR fékk ekki á sig mark í riðlakeppni Lengjubikarsins og er að skora grimmt. Uppskrift að árangri.Baksýnisspegillinn Það tók Rúnar og KR-inga svolítinn tíma að finna taktinn en það má segja að tímabilið hafi farið af stað með 5-2 rústi á Fylki í Egilshöllinni á síðustu leiktíð. KR tapaði aðeins tveimur leikjum eftir það og hélt fimm sinnum hreinu í síðustu ellefu leikjum Íslandsmótsins. KR-liðið fór líka að skora mun meira eftir Fylkisleikinn en undir lokin var það að skora þrjú til fjögur mörk í leik. Liðið og leikmenngrafík/gvendurKR-liðið getur spilað nokkuð fjölbreyttan fótbolta og stillt upp í 4-3-3, 4-4-2 og 4-4-1-1. Það er búið að breyta tveimur miðjumönnum í bakverði; Pablo Punyed og Kenni Chopart sem hefur verið að finna sig vel í hægri bakverðinum. Byrjunarliðið er mjög sterkt og hefur framherjaparið verið að spila frábærlega saman í vetur. Óvíst er hvaða tveir miðverðir fá kallið í fyrstu umferð en Rúnar er með marga möguleika í þeim stöðum.HryggjarstykkiðSkúli Jón Friðgeirsson (f. 1988): Skúli hefur verið svolítið á milli heims og helju þegar kemur að því að spila vörn eða miðju undanfarin ár enda getur hann leyst báðar stöður. Þar sem Rúnar er búinn að bæta við á miðjuna ætti Skúli að fara aftur í sína stöðu og vera þar aðalmaðurinn. Þessi þrautreyndi fyrrverandi atvinnumaður er á góðum degi einn besti varnarmaður deildarinnar og hann þarf að vera sá Skúli fyrir KR í sumar.Pálmi Rafn Pálmason (f. 1984): Heimkomurnar hafa tæplega verið erfiðari fyrir nokkurn mann en Pálma Rafn sem stóð ekki undir væntignum fyrstu þrjú árin eftir komuna frá Noregi. Það breyttist aftur á móti allt í fyrra þegar að Pálmi sýndi sparihliðarnar og skoraði ellefu mörk af miðjunni. Hann var búinn að skora sjö mörk á fyrstu þremur leiktíðunum sínum hjá KR áður en kom að markaregninu í fyrra.Tobias Thomsen (f. 1992): Þrettán mörk í 25 leikjum í deild og bikar fyrir KR sumarið 2017 skilaði honum samning hjá meisturum Vals þar sem hann var meira og minna bekkjarmatur og skoraði aðeins eitt mark í fjórtán deildarleikjum. Hann er kominn aftur í Vesturbæinn þar sem að honum líður mjög vel en Tobias er búinn að skora nánast að vild í vetur og er markahæsti leikmaður undirbúningstímabilsins. Hann skoraði þrennu í undanúrslitum Lengjubikarsins á móti FH í 3-2 sigri. Markaðurinn grafík/gvendurRúnar vildi líklega ekki hrófla of mikið við liðinu þar sem að það var komið í gang í fyrra og hefur spilað vel í vetur en hann fékk samt sem áður tvo bestu miðjumenn Víkings. Alex Freyr Hilmarsson þarf nú að sýna að hann getur synt sem lítill fiskur í stórri tjörn en það hefur reynst mörgum um megn. Tobias Thomsen gætu verið félagskipti ársins og þá virðist Rúnar Kristinsson vera búinn að finna rétta hlutverkið fyrir hinn unga Ægi Jarl Jónasson sem kom til KR frá Fjölni en lengi hefur verið beðið eftir því að þessi stóri og stæðilegi strákur springi út í Pepsi Max-deildinni. Eðlilega var Doktor Watson látinn fara en miðvörðurinn er einn allra slakasti erlendi leikmaður sem spilað hefur í efstu deild á Íslandi undanfarin ár.Markaðseinkunn: B+ Hvað segir sérfræðingurinn?„KR-ingar koma á flugi inn í mótið. Þeir hafa verið besta lið undirbúningstímabilsins og koma inn með mikið sjálfstraust,“ segir Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport. „Mér finnst þeir hafa styrkt hópinn vel sem og liðið og þeir völdu menn sem passa inn í hugmyndafræði þeirra. Þeir vönduðu sig vel þar.“ „Lykilmenn hjá KR líta mjög vel út. Óskar Örn er að spila vel og Tobias hefur raðað inn mörkum. Mér finnst eins og að þeir trúi því sjálfir að það gætu góðir hlutir gerst í Vesturbænum,“ segir Atli Viðar Björnsson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurKR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn 26 sinnum eða oftar en nokkurt annað lið. KR vann titilinn fyrst árið 1912 og síðast árið 2013. KR hefur líka unnið bikarinn fjórtán sinnum eða oftar en öll önnur lið.Þormóður Egilsson á leikjamet KR í efstu deild en hann lék á sínum tíma 239 leiki fyrir félagið í efstu deild. Þormóður eignaðist metið í ágúst 1998 (sló met Ottós Guðmundssonar) en missir það væntanlega í sumar því Óskari Erni Haukssyni vantar aðeins fjóra leiki til að jafna hann.Ellert B. Schram á markamet KR í efstu deild en hann skoraði 62 mörk fyrir KR. Óskar Örn Hauksson nálgast hann líka en vantar nú sex mörk til að jafna metið sem Ellert hefur átt í meira en sextíu ár. Óskar Örn Hauksson eignaðist hins vegar stoðsendingamet KR í fyrra þegar hann sló met Guðmundar Benediktssonar. Guðmundur gaf á sínum tíma 47 stoðsendingar sem leikmaður KR en Óskar Örn er kominn með 50 stoðsendingar í KR-búningnum. Vinsælasta sæti KR-inga í nútímafótbolta (1977-2018) er annað og fjórða sætið sem liðið hefur lent í átta sinnum hvort sæti. KR hefur verið í fjórða sæti undanfarin tvö sumar en lenti síðast í öðru sæti sumarið 2009. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar KR-ingar vilja fara að vinna titla aftur og maðurinn með meira próf í því er Þormóður Egilsson, sameiningartákn Vesturbæjar. Hægt er að telja upp endalaust af goðsögnum sem gætu nýst KR-ingum vel í sumar en Rúnar fékk nú Albert Watson inn í fyrra til að koma með smá baráttu og talanda inn í vörnina. Það var ekki skortur á því hjá sigurvegaranum Móða.
Pepsi Max-spáin 2019: Komið að skuldadögum í Krikanum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Litlar breytingar og minni árangur í Garðabænum Íþróttadeild Vísis spáir Stjörnunni 5. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 22. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Vænn biti á lokametrunum skiptir sköpum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 4. sæti í Pepsi Max-deildinni. 23. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Vel mannaðir en vonbrigði fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Svipað lið og sama niðurstaða í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 17. apríl 2019 10:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti