Sönn íslensk makamál: Nýskilin, torskilin og misskilin Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 17. júní 2019 21:30 Ég skildi þegar ég var 36 ára ára. Tvö börn og rúmlega 13 ára samband að baki. Í mínu tilviki var mikill vinskapur þegar ákvörðunin var tekin svo að það auðveldaði þetta flókna ferli sem skilnaður er til muna. Þessi pistill er samt ekki um skilnað heldur hvernig upplifun það var að stíga aftur inn á markaðinn. Íslenska deitdýragarðinn sem laut nú töluvert öðrum lögmálum en 13 árum áður þegar mér fannst ég eiga heiminn, full sjálfstrausts. Þú sást einhvern sem vakti áhuga þinn á förnum vegi. Kannski á kaffihúsi, skemmtistað, í vinnunni eða jafnvel út í búð. Það voru engir samfélagsmiðlar og í mesta lagi þá fóru sms á milli fólks. Þetta var rétt eftir aldamótin og símtæki ekki orðin sannleikurinn, vegurinn og lífið eins og í dag. Einu sinni sá ég strák á tónleikum, það varð augnsamband stutta stund en svo týndi ég honum. Ég hugsaði um þennan strák í tvær vikur, vitandi ekkert um hann eða hvar hann héldi sig. Ímyndunaraflið fékk lausan tauminn og ég reyndi að finna út úr því hvaða staði hann sótti. Loks sá ég hann kaffihúsinu sem ég var að vinna á, hann fann mig. Greinilegt að hann mundi eftir mér, hann gat ekki hætt að horfa á mig. Þegar ég kom að borðinu byrjaði daðurdansinn. Fullur af spennu og fiðrildum. Hann skildi símanúmerið sitt eftir á borðinu þegar hann fór. Svona var þetta árið 2001. Ég kunni þetta. Ég var frekar góð í þessu, vil ég meina.Árið 2016 fór ég á fyrsta Tinder stefnumótið mitt. Ég matchaði við mann sem mér leist frekar vel á en það truflaði mig svolítið að vita ekkert um hann. Bak við lyklaborðið var ég samt öryggið uppmálað og daðraði af mikilli innlifun. Kvöldið eftir ákváðum við að hittast. Hann var í afmæli og ég fór út með vinkonu minni. Ég skipti sjö sinnum um föt áður en ég fór út og setti hárið upp og niður til skiptist. Þegar ég hitti vinkonu mína þurfti ég að fá álit á því hvort að ég væri of mikið máluð, eða of lítið.Átti ég að hafa gloss eða kannski láta eins og ég hafi bara ekkert málað mig? Ég sýndi henni hvernig hárið væri uppsett og tók það svo niður og sveiflaði því með tilþrifum, var þetta kannski betra? Ég stóð fyrir framan vinkonu mína inni á Bar Ananas í gegnsæjum stuttermabol og sagði: Á ég ekki að strekkja á brjóstahaldaranum? Það er ekki eins og þyngdaraflið sé að gera mér neina greiða?Hún horfði á mig hlægjandi og sagði: „Ása mín, þú ert ekki að fara að labba niður altarið, þú ert að fara að hitta mann í drykk, slakaðu á." Eftir einn kokteil, þegar ég var orðin rólegri, fórum við að skoða myndirnar af Tindermanninum leyndardómsfulla. Myndarlegur en sýndi ekki margar myndir af sér. Hvað ef hann væri svo algjör lúði eða bara virkilega leiðinlegur? Við hlógum að grunnhyggjunni í okkur en með hverjum drykknum þá náði ég samt að espa upp nojuna í mér. Hvað ef hann myndi mæta í hnausþykkum leðurjakka og víðum gallabuxum? Tindermaðurinn sendi skilaboð þegar afmælið var búið, hann sendi mynd af sér í leiðinni. Ég sá fötin hans mjög óljóst en sá að hann var í brúnum jakka. Við stöllurnar vorum búnar að færa okkur inn á B5 og þegar hann var á leiðinni var komin löng biðröð fyrir utan.Ég var reyndar ekki með linsurnar mínar svo að vinkona mín fór með mér fyrir utan að fylgjast með. Ég setti hárið aftur upp. Hjartað byrjaði að slá. Þarna stöndum við vinkonurnar, búnar með ófáa kokteila og reyndum að koma auga á fyrsta manninn sem ég var tilbúin að fara á stefnumót með. Allt í einu grípur hún í hendina á mér og segir:Ása, ég sé hann! BEYGÐU ÞIG NIÐUR!! Eins og ekkert sé eðlilegra þá kasta ég mér niður fyrir aftan röðina með uppsett hárið, gloss og í nýstrekktum brjóstahaldara. Ég horfi spyrjandi upp til hennar. „Ása, hann er í HNAUSÞYKKUM brúnum leðurjakka og rauðum Coca Cola bol!“Ég toga hana niður til mín og við skríðum báðar bak við löngu röðina beint aftur inn á staðinn. Ég sagði ekkert heldur horfði á hana og hún skildi að þetta yrði ekki rætt meira. Ég slökkti svo á símanum mínum. 36 ára stóð ég inni á B5 þar sem ég var klárlega langelst en vinkona mín sem var 9 árum yngri en ég sannfærði mig um að fara yfir á Prikið og dansa. Við færðum okkur yfir og ég reyndi að kyngja skömminni með einum drykk í viðbót. Ung stelpa kom þá upp að mér og spurði hvort hún mætti taka mynd. Ég veðraðist öll upp og fannst ég allt í einu bara svolítið sæt, greinilega ennþá með þetta. Svo þegar ég spurði hana af hverju hún vildi taka mynd af mér, svo tilbúin til að taka á móti hrósi, sagði hún:Æ, ég og vinkona mín vorum að horfa á þig og þú ert svo rosalega lík vinkonu okkar. Okkur langar svo að taka mynd af þér til að sýna henni hvernig hún verður þegar hún er orðin gömul. Nýskilin, torskilin og misskilin sótti ég jakkann minn og játaði mig sigraða. Ég var ekki alveg eins tilbúin fyrir þennan kafla og ég hélt, þrátt fyrir gloss, uppsett hár og einum of strekktan brjóstahaldara. Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Hrefna Dan og Palli trúlofuðust á aðfangadag, degi eftir fæðingu dóttur þeirra Hrefnu Dan þekkja eflaust margir af samskiptamiðlinum Instagram en þar er Hrefna þekkt sem mikill fagurkeri bæði hvað varðar fatnað og innanhúshönnun. 16. júní 2019 14:30 Tæplega helmingur fólks hefur stolist í síma eða inn á samfélagsmiðla hjá makanum Niðurstöður úr spurningu síðustu viku sýna að tæplega helmingur fólks segist hafa stolist í síma eða inn á samfélagsmiðla hjá makanum sínum. Um 800 manns tóku þátt í könnuninni og voru niðurstöðurnar ræddar í Brennslunni á FM957 í morgun. 14. júní 2019 11:00 Spurning vikunnar: Hefur þú fengið senda óumbeðna mynd af kynfærum eða brjóstum? Færst hefur í aukana að fólk sé að senda óumbeðnar og óviðeigandi myndir af kynfærum í gegnum samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur skapast um þetta atferli sem virðist tengjast einhvers konar strípi og sýniþörf en oftar en ekki upplifir viðtakandinn þessar myndir sem áreiti eða jafnvel ofbeldi. 14. júní 2019 08:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Ég skildi þegar ég var 36 ára ára. Tvö börn og rúmlega 13 ára samband að baki. Í mínu tilviki var mikill vinskapur þegar ákvörðunin var tekin svo að það auðveldaði þetta flókna ferli sem skilnaður er til muna. Þessi pistill er samt ekki um skilnað heldur hvernig upplifun það var að stíga aftur inn á markaðinn. Íslenska deitdýragarðinn sem laut nú töluvert öðrum lögmálum en 13 árum áður þegar mér fannst ég eiga heiminn, full sjálfstrausts. Þú sást einhvern sem vakti áhuga þinn á förnum vegi. Kannski á kaffihúsi, skemmtistað, í vinnunni eða jafnvel út í búð. Það voru engir samfélagsmiðlar og í mesta lagi þá fóru sms á milli fólks. Þetta var rétt eftir aldamótin og símtæki ekki orðin sannleikurinn, vegurinn og lífið eins og í dag. Einu sinni sá ég strák á tónleikum, það varð augnsamband stutta stund en svo týndi ég honum. Ég hugsaði um þennan strák í tvær vikur, vitandi ekkert um hann eða hvar hann héldi sig. Ímyndunaraflið fékk lausan tauminn og ég reyndi að finna út úr því hvaða staði hann sótti. Loks sá ég hann kaffihúsinu sem ég var að vinna á, hann fann mig. Greinilegt að hann mundi eftir mér, hann gat ekki hætt að horfa á mig. Þegar ég kom að borðinu byrjaði daðurdansinn. Fullur af spennu og fiðrildum. Hann skildi símanúmerið sitt eftir á borðinu þegar hann fór. Svona var þetta árið 2001. Ég kunni þetta. Ég var frekar góð í þessu, vil ég meina.Árið 2016 fór ég á fyrsta Tinder stefnumótið mitt. Ég matchaði við mann sem mér leist frekar vel á en það truflaði mig svolítið að vita ekkert um hann. Bak við lyklaborðið var ég samt öryggið uppmálað og daðraði af mikilli innlifun. Kvöldið eftir ákváðum við að hittast. Hann var í afmæli og ég fór út með vinkonu minni. Ég skipti sjö sinnum um föt áður en ég fór út og setti hárið upp og niður til skiptist. Þegar ég hitti vinkonu mína þurfti ég að fá álit á því hvort að ég væri of mikið máluð, eða of lítið.Átti ég að hafa gloss eða kannski láta eins og ég hafi bara ekkert málað mig? Ég sýndi henni hvernig hárið væri uppsett og tók það svo niður og sveiflaði því með tilþrifum, var þetta kannski betra? Ég stóð fyrir framan vinkonu mína inni á Bar Ananas í gegnsæjum stuttermabol og sagði: Á ég ekki að strekkja á brjóstahaldaranum? Það er ekki eins og þyngdaraflið sé að gera mér neina greiða?Hún horfði á mig hlægjandi og sagði: „Ása mín, þú ert ekki að fara að labba niður altarið, þú ert að fara að hitta mann í drykk, slakaðu á." Eftir einn kokteil, þegar ég var orðin rólegri, fórum við að skoða myndirnar af Tindermanninum leyndardómsfulla. Myndarlegur en sýndi ekki margar myndir af sér. Hvað ef hann væri svo algjör lúði eða bara virkilega leiðinlegur? Við hlógum að grunnhyggjunni í okkur en með hverjum drykknum þá náði ég samt að espa upp nojuna í mér. Hvað ef hann myndi mæta í hnausþykkum leðurjakka og víðum gallabuxum? Tindermaðurinn sendi skilaboð þegar afmælið var búið, hann sendi mynd af sér í leiðinni. Ég sá fötin hans mjög óljóst en sá að hann var í brúnum jakka. Við stöllurnar vorum búnar að færa okkur inn á B5 og þegar hann var á leiðinni var komin löng biðröð fyrir utan.Ég var reyndar ekki með linsurnar mínar svo að vinkona mín fór með mér fyrir utan að fylgjast með. Ég setti hárið aftur upp. Hjartað byrjaði að slá. Þarna stöndum við vinkonurnar, búnar með ófáa kokteila og reyndum að koma auga á fyrsta manninn sem ég var tilbúin að fara á stefnumót með. Allt í einu grípur hún í hendina á mér og segir:Ása, ég sé hann! BEYGÐU ÞIG NIÐUR!! Eins og ekkert sé eðlilegra þá kasta ég mér niður fyrir aftan röðina með uppsett hárið, gloss og í nýstrekktum brjóstahaldara. Ég horfi spyrjandi upp til hennar. „Ása, hann er í HNAUSÞYKKUM brúnum leðurjakka og rauðum Coca Cola bol!“Ég toga hana niður til mín og við skríðum báðar bak við löngu röðina beint aftur inn á staðinn. Ég sagði ekkert heldur horfði á hana og hún skildi að þetta yrði ekki rætt meira. Ég slökkti svo á símanum mínum. 36 ára stóð ég inni á B5 þar sem ég var klárlega langelst en vinkona mín sem var 9 árum yngri en ég sannfærði mig um að fara yfir á Prikið og dansa. Við færðum okkur yfir og ég reyndi að kyngja skömminni með einum drykk í viðbót. Ung stelpa kom þá upp að mér og spurði hvort hún mætti taka mynd. Ég veðraðist öll upp og fannst ég allt í einu bara svolítið sæt, greinilega ennþá með þetta. Svo þegar ég spurði hana af hverju hún vildi taka mynd af mér, svo tilbúin til að taka á móti hrósi, sagði hún:Æ, ég og vinkona mín vorum að horfa á þig og þú ert svo rosalega lík vinkonu okkar. Okkur langar svo að taka mynd af þér til að sýna henni hvernig hún verður þegar hún er orðin gömul. Nýskilin, torskilin og misskilin sótti ég jakkann minn og játaði mig sigraða. Ég var ekki alveg eins tilbúin fyrir þennan kafla og ég hélt, þrátt fyrir gloss, uppsett hár og einum of strekktan brjóstahaldara.
Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Hrefna Dan og Palli trúlofuðust á aðfangadag, degi eftir fæðingu dóttur þeirra Hrefnu Dan þekkja eflaust margir af samskiptamiðlinum Instagram en þar er Hrefna þekkt sem mikill fagurkeri bæði hvað varðar fatnað og innanhúshönnun. 16. júní 2019 14:30 Tæplega helmingur fólks hefur stolist í síma eða inn á samfélagsmiðla hjá makanum Niðurstöður úr spurningu síðustu viku sýna að tæplega helmingur fólks segist hafa stolist í síma eða inn á samfélagsmiðla hjá makanum sínum. Um 800 manns tóku þátt í könnuninni og voru niðurstöðurnar ræddar í Brennslunni á FM957 í morgun. 14. júní 2019 11:00 Spurning vikunnar: Hefur þú fengið senda óumbeðna mynd af kynfærum eða brjóstum? Færst hefur í aukana að fólk sé að senda óumbeðnar og óviðeigandi myndir af kynfærum í gegnum samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur skapast um þetta atferli sem virðist tengjast einhvers konar strípi og sýniþörf en oftar en ekki upplifir viðtakandinn þessar myndir sem áreiti eða jafnvel ofbeldi. 14. júní 2019 08:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Hrefna Dan og Palli trúlofuðust á aðfangadag, degi eftir fæðingu dóttur þeirra Hrefnu Dan þekkja eflaust margir af samskiptamiðlinum Instagram en þar er Hrefna þekkt sem mikill fagurkeri bæði hvað varðar fatnað og innanhúshönnun. 16. júní 2019 14:30
Tæplega helmingur fólks hefur stolist í síma eða inn á samfélagsmiðla hjá makanum Niðurstöður úr spurningu síðustu viku sýna að tæplega helmingur fólks segist hafa stolist í síma eða inn á samfélagsmiðla hjá makanum sínum. Um 800 manns tóku þátt í könnuninni og voru niðurstöðurnar ræddar í Brennslunni á FM957 í morgun. 14. júní 2019 11:00
Spurning vikunnar: Hefur þú fengið senda óumbeðna mynd af kynfærum eða brjóstum? Færst hefur í aukana að fólk sé að senda óumbeðnar og óviðeigandi myndir af kynfærum í gegnum samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur skapast um þetta atferli sem virðist tengjast einhvers konar strípi og sýniþörf en oftar en ekki upplifir viðtakandinn þessar myndir sem áreiti eða jafnvel ofbeldi. 14. júní 2019 08:00