Krakkar vilja meiri kynfræðslu Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 1. júlí 2019 08:15 Sólborg segir nauðsynlegt að auka kynfræðslu í skólum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sólborg Guðbrandsdóttir hefur undanfarin ár haldið úti Instagram reikningnum Fávitar þar sem hún birtir skjáskot af kynferðislegri áreitni á netinu. Undanfarna mánuði hefur hún einnig haldið fyrirlestra fyrir unglinga þar sem hún ræðir meðal annars samskipti, kynlíf og ofbeldi. „Vinur minn kom með þessa hugmynd til mín fyrir þremur árum. Hann hafði tekið eftir svipaðri síðu í Svíþjóð sem heitir Assholes Online. Linnéa Claeson heldur þeirri síðu úti en þar birtir hún skjáskot af kynferðislegri áreitni sem hún verður sjálf fyrir. Ég byrjaði á því líka en fór svo að birta skjáskot sem aðrir Íslendingar sendu mér. Þegar síðan stóð sem hæst var ég að fá í kringum fjörutíu skilaboð á hverjum degi.“ Sólborg byrjaði með Instagram síðuna fyrir þremur árum og hefur hún vakið mikla athygli. Hún hefur fengið sendan fjöldann allan af skjáskotum af áreitni sem ungt fólk og allt niður í ellefu ára börn verða fyrir í gegnum samfélagsmiðla. Sólborg hefur birt myndirnar á sinni síðu en felur gróft myndefni og birtir engin nöfn, hvorki þess sem áreitir né þess sem er áreittur. Enda er tilgangur síðunnar ekki að taka einstaklinga fyrir og skrímslavæða heldur að skapa umræðu.Þrjátíu fyrirlestrar á stuttum tíma „Instagram síðan hefur undið hratt upp á sig. Ég reyni að taka alls kyns umræður inn á síðuna um eitthvað kynfræðslutengt, um jafnrétti og um samskipti. Ég fór svo að fá fyrirspurnir til mín um að halda fyrirlestra og ákvað að láta slag standa þegar þær voru orðnar frekar margar. Þetta snýst allt í grunninn um það að ég er einhvern veginn að reyna að berjast gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi með því að skapa umræðu og fá fólk til að velta ýmsu fyrir sér sem það hefur ef til vill ekki pælt í áður,“ segir Sólborg um tildrög fyrirlestranna. Sólborg byrjaði að halda fyrirlestrana í vor og á stuttum tíma hefur hún haldið rúmlega 30 fyrirlestra í félagsmiðstöðvum, grunnskólum og framhaldsskólum. „Þetta voru mestmegnis fyrirlestrar fyrir krakka á aldrinum 13 til 16 ára en líka fyrir þá eldri í framhaldsskólum.“ Á fyrirlestrunum ræðir hún við krakkana um hitt og þetta tengt áreitni, hegðun á netinu, samþykki og kynlíf. Þá hafa krakkarnir líka getað sent nafnlausar fyrirspurnir sem þeir nýttu vel að sögn Sólborgar. „Ég hef fengið alls konar spurningar, viðtökurnar hafa verið mjög góðar og krakkarnir koma oft til mín eftir fyrirlestrana og vilja spjalla meira. Það er ótrúlega dýrmætt.“Sólborg og Sigga Dögg eftir tökur á fyrsta þætti af Fávitar podcast sem hægt verður að hlusta á í sumar.Fullorðna fólkið getur lært af krökkunum Sólborg segist miða fyrirlestrana svolítið eftir aldri. Hún hefur sýnt skjáskotin sem hún birtir á Instagram síðunni en segist sýna yngstu krökkunum allra vægustu dæmin. „Krakkar á þessum aldri eru samt að upplifa þennan heim og þó við séum að reyna að vernda þau frá því versta þá sjá þau það flest sjálf á netinu. Sum þeirra eru jafnvel að fá eitthvað af þessum verstu skilaboðum sjálf.“ Þessi áreitni á netinu er heimur sem margir fullorðnir þekkja ekki mjög vel sjálfir, að sögn Sólborgar. „Fullorðna fólkinu finnst oft óþægilegra að tala um þetta en krökkunum. Það virðist hafa komið upp eitthvert nýtt samskiptamynstur með tilkomu internetsins og samfélagsmiðla sem við erum bara orðin vön en er ekki þar með sagt eðlilegt,“ segir Sólborg, sem segist þó aldrei hafa fengið annað en jákvæð viðbrögð að loknum fyrirlestrunum frá kennurum. „Ungu krakkarnir okkar í dag eru flestir alveg meðvitaðir um það sem á sér stað þarna úti. Ég held að fullorðna fólkið geti lært margt af því að hlusta á krakkana og þeirra upplifun á hlutunum. Þeir eru engir vitleysingar og þekkja þetta vel.“ Sólborg telur líka mjög mikilvægt að fræða fullorðna fólkið um þann heim sem börn og unglingar upplifa á samfélagsmiðlum. „Einhverjir verða að kenna unga fólkinu okkar og hverjir eiga að gera það ef fullorðna fólkið veit ekki hvað er að gerast? Þetta varðar okkur öll.“Sólborg með stelpum í félagsmiðstöðinni Jemen í Kópavogi að loknum fyrirlestri.Meiri fræðsla er nauðsynleg Sólborg segist upplifa það í samskiptum sínum við fólk að því finnist vanta meiri kynfræðslu og fræðslu um samskipti í skólana. „Það þarf að tryggja einhverja lágmarksfræðslu um þessi mál í aðalnámskrá af því, eins og staðan er í dag, þá virðist þetta því miður bara fara eftir hentisemi skólastjórnenda og það gengur ekki,“ segir hún ákveðin. „Þessi umræða, um aukna kynfræðslu í grunnskóla, var í gangi þegar ég var í grunnskóla fyrir tæpum áratug síðan og hún er enn í gangi núna. Krakkar eru að óska eftir meiri kynfræðslu og ég skil ekki alveg hvar þetta er að stoppa í ferlinu. Þetta er rosalega mikilvægt!“ Sólborg stefnir á nám í lögfræði í haust, en er samt opin fyrir því að halda áfram með fyrirlestrana sé óskað eftir því. „Ég mun ekki hafa jafn mikinn tíma og í vor, en fólki er velkomið að hafa samband við mig á síðunni. Ég er tilbúin að reyna að hjálpa til ef ég get,“ segir Sólborg en bendir á að það sé fullt af öðrum sjálfstæðum fyrirlesurum að fara í skóla með flotta fræðslu. Hún nefnir læknanemana í Ástráði, Siggu Dögg kynfræðing og Þorstein sem hefur staðið fyrir samfélagsmiðlaátaki undir myllumerkinu #karlmennskan. „Það eru mjög margir tilbúnir að fara í skólana á eigin vegum og hjálpa til. Félagsmiðstöðvarnar geta haft samband eða foreldrafélögin og tryggt þannig að þeirra börn og unglingar fái lágmarks kennslu í þessum efnum. Við kannski nálgumst þetta á mismunandi hátt en þegar upp er staðið snýst þetta bara um að kenna fólki að koma fram við aðra af virðingu.“Sólborg hefur fengið sendan til þín fjöldan allan af skjáskotum af áreitni sem ungt fólk verður fyrir.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIAlla tíð haft áhuga á mannréttindum Aðspurð að því af hverju hún velji að berjast fyrir þessu tiltekna málefni segist Sólborg ekki vera alveg viss. „Ég er náttúrulega bara stelpa sem elst upp í þessum heimi í dag og ég hef orðið fyrir mikilli kynferðislegri áreitni sjálf. Ég held að rosalega margir upplifi það en okkur er oft sagt að hunsa bara áreitnina og halda áfram með daginn okkar. En ég er svolítið þver og er ósammála því að þetta sé einhver sjálfkrafa partur af því að alast upp á 21. öldinni. Ég trúi því ekki að ég þurfi bara að sætta mig við kynferðisofbeldi eða óæskilega og óviðeigandi hegðun. Með því að sætta okkur bara við stöðuna eins og hún er í dag náum við aldrei að knýja fram breytingar.“ Sólborg segist alla tíð hafa haft mikinn áhuga á jafnréttismálum og mannréttindum almennt. „Kannski hefur þetta eitthvað með það að gera hvernig ég er alin upp. Pabbi er pólitíkus og ég ólst upp á frekar réttsýnu heimili þar sem ýmislegt var rætt í kringum mig. En svo liggur áhugasvið mitt líka þarna og það skiptir máli að við séum öll jöfn og búum við sömu tækifæri. Ég sá að ég hafði vettvang til að reyna að hafa áhrif á Instagram þar sem ég gat náð til margra og ég ákvað bara að nýta mér það.“ Sólborg segir að sér finnist ekki ólíklegt að hún muni sérhæfa sig í einhverju tengdu þessum málefnum þegar lengra er liðið á námið í lögfræðinni. „En ég er ekki alveg búin að ákveða það. Ég ætla bara að byrja og sé svo til hvað verður. Eitt skref í einu.“ Börn og uppeldi Kynlíf Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Sólborg Guðbrandsdóttir hefur undanfarin ár haldið úti Instagram reikningnum Fávitar þar sem hún birtir skjáskot af kynferðislegri áreitni á netinu. Undanfarna mánuði hefur hún einnig haldið fyrirlestra fyrir unglinga þar sem hún ræðir meðal annars samskipti, kynlíf og ofbeldi. „Vinur minn kom með þessa hugmynd til mín fyrir þremur árum. Hann hafði tekið eftir svipaðri síðu í Svíþjóð sem heitir Assholes Online. Linnéa Claeson heldur þeirri síðu úti en þar birtir hún skjáskot af kynferðislegri áreitni sem hún verður sjálf fyrir. Ég byrjaði á því líka en fór svo að birta skjáskot sem aðrir Íslendingar sendu mér. Þegar síðan stóð sem hæst var ég að fá í kringum fjörutíu skilaboð á hverjum degi.“ Sólborg byrjaði með Instagram síðuna fyrir þremur árum og hefur hún vakið mikla athygli. Hún hefur fengið sendan fjöldann allan af skjáskotum af áreitni sem ungt fólk og allt niður í ellefu ára börn verða fyrir í gegnum samfélagsmiðla. Sólborg hefur birt myndirnar á sinni síðu en felur gróft myndefni og birtir engin nöfn, hvorki þess sem áreitir né þess sem er áreittur. Enda er tilgangur síðunnar ekki að taka einstaklinga fyrir og skrímslavæða heldur að skapa umræðu.Þrjátíu fyrirlestrar á stuttum tíma „Instagram síðan hefur undið hratt upp á sig. Ég reyni að taka alls kyns umræður inn á síðuna um eitthvað kynfræðslutengt, um jafnrétti og um samskipti. Ég fór svo að fá fyrirspurnir til mín um að halda fyrirlestra og ákvað að láta slag standa þegar þær voru orðnar frekar margar. Þetta snýst allt í grunninn um það að ég er einhvern veginn að reyna að berjast gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi með því að skapa umræðu og fá fólk til að velta ýmsu fyrir sér sem það hefur ef til vill ekki pælt í áður,“ segir Sólborg um tildrög fyrirlestranna. Sólborg byrjaði að halda fyrirlestrana í vor og á stuttum tíma hefur hún haldið rúmlega 30 fyrirlestra í félagsmiðstöðvum, grunnskólum og framhaldsskólum. „Þetta voru mestmegnis fyrirlestrar fyrir krakka á aldrinum 13 til 16 ára en líka fyrir þá eldri í framhaldsskólum.“ Á fyrirlestrunum ræðir hún við krakkana um hitt og þetta tengt áreitni, hegðun á netinu, samþykki og kynlíf. Þá hafa krakkarnir líka getað sent nafnlausar fyrirspurnir sem þeir nýttu vel að sögn Sólborgar. „Ég hef fengið alls konar spurningar, viðtökurnar hafa verið mjög góðar og krakkarnir koma oft til mín eftir fyrirlestrana og vilja spjalla meira. Það er ótrúlega dýrmætt.“Sólborg og Sigga Dögg eftir tökur á fyrsta þætti af Fávitar podcast sem hægt verður að hlusta á í sumar.Fullorðna fólkið getur lært af krökkunum Sólborg segist miða fyrirlestrana svolítið eftir aldri. Hún hefur sýnt skjáskotin sem hún birtir á Instagram síðunni en segist sýna yngstu krökkunum allra vægustu dæmin. „Krakkar á þessum aldri eru samt að upplifa þennan heim og þó við séum að reyna að vernda þau frá því versta þá sjá þau það flest sjálf á netinu. Sum þeirra eru jafnvel að fá eitthvað af þessum verstu skilaboðum sjálf.“ Þessi áreitni á netinu er heimur sem margir fullorðnir þekkja ekki mjög vel sjálfir, að sögn Sólborgar. „Fullorðna fólkinu finnst oft óþægilegra að tala um þetta en krökkunum. Það virðist hafa komið upp eitthvert nýtt samskiptamynstur með tilkomu internetsins og samfélagsmiðla sem við erum bara orðin vön en er ekki þar með sagt eðlilegt,“ segir Sólborg, sem segist þó aldrei hafa fengið annað en jákvæð viðbrögð að loknum fyrirlestrunum frá kennurum. „Ungu krakkarnir okkar í dag eru flestir alveg meðvitaðir um það sem á sér stað þarna úti. Ég held að fullorðna fólkið geti lært margt af því að hlusta á krakkana og þeirra upplifun á hlutunum. Þeir eru engir vitleysingar og þekkja þetta vel.“ Sólborg telur líka mjög mikilvægt að fræða fullorðna fólkið um þann heim sem börn og unglingar upplifa á samfélagsmiðlum. „Einhverjir verða að kenna unga fólkinu okkar og hverjir eiga að gera það ef fullorðna fólkið veit ekki hvað er að gerast? Þetta varðar okkur öll.“Sólborg með stelpum í félagsmiðstöðinni Jemen í Kópavogi að loknum fyrirlestri.Meiri fræðsla er nauðsynleg Sólborg segist upplifa það í samskiptum sínum við fólk að því finnist vanta meiri kynfræðslu og fræðslu um samskipti í skólana. „Það þarf að tryggja einhverja lágmarksfræðslu um þessi mál í aðalnámskrá af því, eins og staðan er í dag, þá virðist þetta því miður bara fara eftir hentisemi skólastjórnenda og það gengur ekki,“ segir hún ákveðin. „Þessi umræða, um aukna kynfræðslu í grunnskóla, var í gangi þegar ég var í grunnskóla fyrir tæpum áratug síðan og hún er enn í gangi núna. Krakkar eru að óska eftir meiri kynfræðslu og ég skil ekki alveg hvar þetta er að stoppa í ferlinu. Þetta er rosalega mikilvægt!“ Sólborg stefnir á nám í lögfræði í haust, en er samt opin fyrir því að halda áfram með fyrirlestrana sé óskað eftir því. „Ég mun ekki hafa jafn mikinn tíma og í vor, en fólki er velkomið að hafa samband við mig á síðunni. Ég er tilbúin að reyna að hjálpa til ef ég get,“ segir Sólborg en bendir á að það sé fullt af öðrum sjálfstæðum fyrirlesurum að fara í skóla með flotta fræðslu. Hún nefnir læknanemana í Ástráði, Siggu Dögg kynfræðing og Þorstein sem hefur staðið fyrir samfélagsmiðlaátaki undir myllumerkinu #karlmennskan. „Það eru mjög margir tilbúnir að fara í skólana á eigin vegum og hjálpa til. Félagsmiðstöðvarnar geta haft samband eða foreldrafélögin og tryggt þannig að þeirra börn og unglingar fái lágmarks kennslu í þessum efnum. Við kannski nálgumst þetta á mismunandi hátt en þegar upp er staðið snýst þetta bara um að kenna fólki að koma fram við aðra af virðingu.“Sólborg hefur fengið sendan til þín fjöldan allan af skjáskotum af áreitni sem ungt fólk verður fyrir.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIAlla tíð haft áhuga á mannréttindum Aðspurð að því af hverju hún velji að berjast fyrir þessu tiltekna málefni segist Sólborg ekki vera alveg viss. „Ég er náttúrulega bara stelpa sem elst upp í þessum heimi í dag og ég hef orðið fyrir mikilli kynferðislegri áreitni sjálf. Ég held að rosalega margir upplifi það en okkur er oft sagt að hunsa bara áreitnina og halda áfram með daginn okkar. En ég er svolítið þver og er ósammála því að þetta sé einhver sjálfkrafa partur af því að alast upp á 21. öldinni. Ég trúi því ekki að ég þurfi bara að sætta mig við kynferðisofbeldi eða óæskilega og óviðeigandi hegðun. Með því að sætta okkur bara við stöðuna eins og hún er í dag náum við aldrei að knýja fram breytingar.“ Sólborg segist alla tíð hafa haft mikinn áhuga á jafnréttismálum og mannréttindum almennt. „Kannski hefur þetta eitthvað með það að gera hvernig ég er alin upp. Pabbi er pólitíkus og ég ólst upp á frekar réttsýnu heimili þar sem ýmislegt var rætt í kringum mig. En svo liggur áhugasvið mitt líka þarna og það skiptir máli að við séum öll jöfn og búum við sömu tækifæri. Ég sá að ég hafði vettvang til að reyna að hafa áhrif á Instagram þar sem ég gat náð til margra og ég ákvað bara að nýta mér það.“ Sólborg segir að sér finnist ekki ólíklegt að hún muni sérhæfa sig í einhverju tengdu þessum málefnum þegar lengra er liðið á námið í lögfræðinni. „En ég er ekki alveg búin að ákveða það. Ég ætla bara að byrja og sé svo til hvað verður. Eitt skref í einu.“
Börn og uppeldi Kynlíf Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira