Lífið

Tónleikagestir fá frítt í Strætó

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Tónleikar hins heimsfræga Eds Sheeran fara fram næstkomandi laugar- og sunnudag.
Tónleikar hins heimsfræga Eds Sheeran fara fram næstkomandi laugar- og sunnudag. Vísir/Getty
Tónleikagestir á stórtónleikum enska söngvarans Eds Sheeran, sem fram fara á Laugardalsvelli næstkomandi laugardags- og sunnudagskvöld, fá frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Gegn framvísun miða eða armbands inn á tónleikasvæðið munu gestir geta nýtt sér þjónustu Strætó innan höfuðborgarsvæðisins án endurgjalds. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó bs. Þar er einnig bent á að leiðir 2, 5, 14, 15 og 17 stoppa allar skammt frá Laugardalsvelli.

Þá hefur Stætó ákveðið að bæta við sérstökum aukferðum frá Kringlunni og inn á tónleikasvæðið. Verða þær eknar  frá 15:30. Ekið verður frá Kvikk on the go, norðanmegin við Kringluna, niður Grensásveg, inn á Suðurlandsbraut og stoppað við tónleikasvæðið á Reykjavegi.

Er tónleikagestum ráðlagt að leggja á bílastæðum við Kringluna eða við húsnæði Sjóvár.

Þegar tónleikum lýkur munu Strætóskutlurnar aka frá Suðurlandsbraut og í Kringluna.

Yfirlitsmynd af bílastæðum fyrir tónleikagesti.Strætó





Fleiri fréttir

Sjá meira


×