Steinbítur Orri Arnar Valgeir Tómasson skrifar 9. ágúst 2019 07:30 Í umræðunni um mannanafnanefnd eru fáir hlutlausir og fólki gjarna skipt í þrjá hópa. Í þeim fyrsta er fólk með útlendingaofnæmi sem traðkar kúskinnsskóað á öðrum menningarhópum og þvingar börn sín til að klæðast íslenska þjóðbúningnum í skólann. Annan hópinn skipa hryðjuverkamenn á sviði málvísinda sem hata íslenska tungu og vilja helst rífa hana blóðuga úr munni fjallkonunnar með heitri töng svo börn þeirra fái að heita nöfnum eins og „Pac-Man“ og „Tuborg“. Þriðji hópurinn er að venju ekki alveg jafn spennandi og flestir mynda stöðu á rófi einhvers staðar á miðjunni. Hvað sem fólki finnst er mannanafnanefnd enn með forræði yfir nöfnum Íslendinga. Það er alltaf spennandi að sjá fréttir af því hvaða ný nöfn eru samþykkt ár hvert, en ég verð iðulega fyrir vonbrigðum með hversu fá nöfn eru innleidd. Þrátt fyrir þær ströngu reglur um málhefðir sem fyrir liggja er mikið af orðum í íslenskunni sem bíða þess að verða að fallegum mannanöfnum. Það má alveg fara að hvíla þessar trjátegundir og dýr sem búa í Noregi. Sögulega erum við sjómenn og eigum mörg falleg fiskheiti sem myndu prýða unga drengi vel. Hvar er Steinbítur Orri? Urriði Zoega? Lárus Lax? Eða Kjartan Karfi? Af hverju hefur þessi sterka arfleifð ekki verið nýtt til þessa? Því miður yrðu Ýsa Dögg, Lúða Sjöfn og María Marglytta þó líklega ekki mjög vinsæl stúlkunöfn. Við þurfum að leita innblásturs og finna fallegri heiti í kvenkyni á fiskana okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Í umræðunni um mannanafnanefnd eru fáir hlutlausir og fólki gjarna skipt í þrjá hópa. Í þeim fyrsta er fólk með útlendingaofnæmi sem traðkar kúskinnsskóað á öðrum menningarhópum og þvingar börn sín til að klæðast íslenska þjóðbúningnum í skólann. Annan hópinn skipa hryðjuverkamenn á sviði málvísinda sem hata íslenska tungu og vilja helst rífa hana blóðuga úr munni fjallkonunnar með heitri töng svo börn þeirra fái að heita nöfnum eins og „Pac-Man“ og „Tuborg“. Þriðji hópurinn er að venju ekki alveg jafn spennandi og flestir mynda stöðu á rófi einhvers staðar á miðjunni. Hvað sem fólki finnst er mannanafnanefnd enn með forræði yfir nöfnum Íslendinga. Það er alltaf spennandi að sjá fréttir af því hvaða ný nöfn eru samþykkt ár hvert, en ég verð iðulega fyrir vonbrigðum með hversu fá nöfn eru innleidd. Þrátt fyrir þær ströngu reglur um málhefðir sem fyrir liggja er mikið af orðum í íslenskunni sem bíða þess að verða að fallegum mannanöfnum. Það má alveg fara að hvíla þessar trjátegundir og dýr sem búa í Noregi. Sögulega erum við sjómenn og eigum mörg falleg fiskheiti sem myndu prýða unga drengi vel. Hvar er Steinbítur Orri? Urriði Zoega? Lárus Lax? Eða Kjartan Karfi? Af hverju hefur þessi sterka arfleifð ekki verið nýtt til þessa? Því miður yrðu Ýsa Dögg, Lúða Sjöfn og María Marglytta þó líklega ekki mjög vinsæl stúlkunöfn. Við þurfum að leita innblásturs og finna fallegri heiti í kvenkyni á fiskana okkar.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun