Fortnite setur YouTube-stjörnu í lífstíðarbann vegna svindls Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2019 08:58 FaZe Jarvis er miður sín. YouTube-stjarna, með rúmlega tvær milljónir fylgjenda, hefur verið settur í lífstíðarbann hjá tölvuleiknum Fortnite eftir að upp komst að hann hafði svindlað í leiknum. FaZe Jarvis, sem er hluti rafíþróttahópsins FaZe Clan, notaðist við svokallaða „aimbots“ í leik sem hann streymdi beint á YouTube-rás sinni. Tölvuleikjafyrirtækið Epic Games setti hann í lífstíðarbann um leið og upp komst um málið en í reglum leiksins segir að notendur geti við settir í lífstíðarbann fyrir svindl. Jarvis er jafnframt meinað að sækja viðburði tengdnum Fortnite, auk þess að skapa efni tengdu leiknum. Fortnite Battle Royale er skotleikur þar sem leikmenn keppast um að drepa aðra og vera síðasti maður á lífi á eyju, en „aimbots“ eru tól sem sjálfkrafa miða skotvopnin á andstæðing og gera þannig notandanum auðveldara fyrir að drepa. Hinn sautján ára Jarvis hefur birt myndband á YouTube-rás sinni þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni. Segist hann ekki hafa dottið það í hug að gjörðir sínar gætu leitt til lífstíðarbanns. „Þetta voru risastór mistök og ég var hafði rangt við.“ Jarvis leggur áherslu á að hann hafi ekki notast við tólin í keppnum. Rafíþróttir Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
YouTube-stjarna, með rúmlega tvær milljónir fylgjenda, hefur verið settur í lífstíðarbann hjá tölvuleiknum Fortnite eftir að upp komst að hann hafði svindlað í leiknum. FaZe Jarvis, sem er hluti rafíþróttahópsins FaZe Clan, notaðist við svokallaða „aimbots“ í leik sem hann streymdi beint á YouTube-rás sinni. Tölvuleikjafyrirtækið Epic Games setti hann í lífstíðarbann um leið og upp komst um málið en í reglum leiksins segir að notendur geti við settir í lífstíðarbann fyrir svindl. Jarvis er jafnframt meinað að sækja viðburði tengdnum Fortnite, auk þess að skapa efni tengdu leiknum. Fortnite Battle Royale er skotleikur þar sem leikmenn keppast um að drepa aðra og vera síðasti maður á lífi á eyju, en „aimbots“ eru tól sem sjálfkrafa miða skotvopnin á andstæðing og gera þannig notandanum auðveldara fyrir að drepa. Hinn sautján ára Jarvis hefur birt myndband á YouTube-rás sinni þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni. Segist hann ekki hafa dottið það í hug að gjörðir sínar gætu leitt til lífstíðarbanns. „Þetta voru risastór mistök og ég var hafði rangt við.“ Jarvis leggur áherslu á að hann hafi ekki notast við tólin í keppnum.
Rafíþróttir Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira