„Hef fengið að heyra að ég sé ekki nógu feit fyrir umræðuna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2019 14:30 Erna Kristín var í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag í gærkvöldi. Erna Kristín Stefánsdóttir er 27 ára gamall prestnemi og áhrifavaldur. Jákvæð líkamsímynd er í forgrunni á miðlum Ernu, enda þekkir hún hið gagnstæða alltof vel. Búlimía einkenndi líf hennar að miklu leyti í mörg ár allt frá átján ára aldri en Erna var gestur í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég náði að fela þetta fyrir eiginlega öllum nema manninum mínum. Við bjuggum saman og þetta var orðið frekar áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnanna og svaf í raun bara 24/7. Það var ekki fyrr en ég varð ólétt sem þetta eiginlega rétti sig af. Þá vildi ég bara vera heilbrigð og ég var ekki að fara æla með kríli í maganum og vildi gera allt til þess að barnið yrði í stöðugu umhverfi. Svo þegar ég eignast strákinn árið 2014 þá átta ég mig á því að þetta sé ekki eitthvað sem fari bara.“ Slíkar hugsanir höfðu að sögn Ernu verið undirliggjandi mun lengur, allt frá barnsaldri – en staðan versnaði til muna við eitt tiltekið atvik. „Þegar ég byrjaði að æla var eftir að mér var nauðgað þegar ég var 18 ára, þá tók þetta bara nýjar hæðir og braut alla mína sjálfsmynd niður. Ég þurfti að byggja hana upp í rólegheitunum og er enn að því. Það atvik ýtti mér alveg yfir brúnina. Ég var ekkert byrjuð að æla þarna. Það er sár sannleikur að önnur hver stelpa sem er að fylgja mér hefur líka orðið fyrir ofbeldi.“Erna náði að rétta sig af þegar hún varð ólétt.Erna var langt niðri, en segir hafa hjálpað mikið að segja sína sögu á samfélagsmiðlum - þar sem hún er í dag með um fimmtán þúsund fylgjendur. „Þetta er bara svolítið svart tímabil þangað til ég verð ólétt 23 ára. Þá var þetta orðið daglegt, öll þessi ár þarna á milli. Svo verð ég ólétt og næ að rétta mig af. Síðan þegar ég eignast strákinn 2014 fer ég að verða mjög meðvituð. Ég til dæmis hætti að þora að fara í ræktina því ég vildi ekki enda á sama stað. Það er enginn sem kennir manni þennan milliveg. Þetta eru allt svo miklir öfgar. Þú ferð bara í ræktina og ætlar að verða eins og barbídúkka.“ Hún segir poppstjörnur og fyrirsætur með hinn fullkomna líkama hafa haft mótandi áhrif á sína æsku líkt og eflaust fjölda annarra. Og þó umræðan um jákvæða líkamsímynd sé í dag mun háværari segir hún stöðuna þó síst betri. „Í dag þá erum við miklu meira með nefið ofan í öllum þessum stjörnum. Við getum fylgst með týpum eins og Kim Kardashian allan daginn. Það er allt öðru vísi en þegar maður fékk plakat sent heim til sín einu sinni í mánuði og maður hengdi það upp á vegg. Núna er þetta í nefinu á krökkum alla daga. Það er alltaf verið að segja okkur að við séum ekki nóg.“Erna er með 15 þúsund fylgjendur á Instagram.Þá hafa samfélagsmiðlastjörnur á miðlum á borð við Instagram verið áberandi undanfarin ár, bæði hér á landi og annarsstaðar. Dæmi eru um að slíkar stjörnur breyti myndum sér til að láta líkamann líta betur út. „Þetta er mjög hættulegt og þetta er til. Það eru til allskonar forrit til að breyta líkamanum án þess að það sjáist. Ég hef prófað að gera þetta sjálf og þetta gæti verið ég. Ég gæti sett allar mínar myndir inn á Instagram svona og fólk myndi bara halda að þetta væri ég.“ Það er því líklega óhætt að segja að vandlifað sé fyrir ungt fólk á samfélagsmiðlum, en Erna segir þó ekki hægt að skella skuldinni alfarið á samfélagsmiðlastjörnurnar. „Það er auðvitað bara ábyrgð foreldra að fylgjast með því hvað börnin þeirra eru að fylgjast með. Þetta er barnið þitt og þú verður að fylgjast með hvað barnið þitt er að gera. Samt vill maður helst að þessi aðilar sem eru á Instagram snúi bara við hugafarinu og fari að boða gott. Maður getur ekki þrýst fólki þangað og fólk verður bara að finna að það vilji gera gott. En á meðan verðum við að upplýsa börnin okkar og upplýsa okkur sjálf.“Erna eignaðist dreng þegar hún var 23 ára .Sjálf var Erna aldrei sýnilega veik, ef svo má segja. Hún var með góðan vöðvamassa eftir margra ára fótboltaiðkun og passaði að eigin sögn aldrei alveg inn í átröskunarboxið útlitslega. „Þessi hugmynd um hvernig manneskja með búlemíu lítur út. Hún er bara að hrökklast í sundur. Það voru margar sem þökkuðu mér fyrir þá umræðu, því það er erfitt að tala um þetta ef þú lítur ekki þannig út. Því þá er kannski eins og þú sért að leitast eftir einhverri athygli.“ Og svo er það hitt, Erna kveðst sjálf aldrei hafa verið í yfirþyngd og þ.a.l. fær hún stundum að heyra það þegar hún tekur umræðuna í þá átt. „Ég hef fengið að heyra að ég sé ekki nógu feit fyrir umræðuna. Ég skil það ekki alveg. Ég er ekki horuð og ég er ekki feit. Það eru margar sem tengja við þetta því ég veit ekki alveg hvar ég er í vaxtarlagi.“ Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Erna Kristín Stefánsdóttir er 27 ára gamall prestnemi og áhrifavaldur. Jákvæð líkamsímynd er í forgrunni á miðlum Ernu, enda þekkir hún hið gagnstæða alltof vel. Búlimía einkenndi líf hennar að miklu leyti í mörg ár allt frá átján ára aldri en Erna var gestur í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég náði að fela þetta fyrir eiginlega öllum nema manninum mínum. Við bjuggum saman og þetta var orðið frekar áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnanna og svaf í raun bara 24/7. Það var ekki fyrr en ég varð ólétt sem þetta eiginlega rétti sig af. Þá vildi ég bara vera heilbrigð og ég var ekki að fara æla með kríli í maganum og vildi gera allt til þess að barnið yrði í stöðugu umhverfi. Svo þegar ég eignast strákinn árið 2014 þá átta ég mig á því að þetta sé ekki eitthvað sem fari bara.“ Slíkar hugsanir höfðu að sögn Ernu verið undirliggjandi mun lengur, allt frá barnsaldri – en staðan versnaði til muna við eitt tiltekið atvik. „Þegar ég byrjaði að æla var eftir að mér var nauðgað þegar ég var 18 ára, þá tók þetta bara nýjar hæðir og braut alla mína sjálfsmynd niður. Ég þurfti að byggja hana upp í rólegheitunum og er enn að því. Það atvik ýtti mér alveg yfir brúnina. Ég var ekkert byrjuð að æla þarna. Það er sár sannleikur að önnur hver stelpa sem er að fylgja mér hefur líka orðið fyrir ofbeldi.“Erna náði að rétta sig af þegar hún varð ólétt.Erna var langt niðri, en segir hafa hjálpað mikið að segja sína sögu á samfélagsmiðlum - þar sem hún er í dag með um fimmtán þúsund fylgjendur. „Þetta er bara svolítið svart tímabil þangað til ég verð ólétt 23 ára. Þá var þetta orðið daglegt, öll þessi ár þarna á milli. Svo verð ég ólétt og næ að rétta mig af. Síðan þegar ég eignast strákinn 2014 fer ég að verða mjög meðvituð. Ég til dæmis hætti að þora að fara í ræktina því ég vildi ekki enda á sama stað. Það er enginn sem kennir manni þennan milliveg. Þetta eru allt svo miklir öfgar. Þú ferð bara í ræktina og ætlar að verða eins og barbídúkka.“ Hún segir poppstjörnur og fyrirsætur með hinn fullkomna líkama hafa haft mótandi áhrif á sína æsku líkt og eflaust fjölda annarra. Og þó umræðan um jákvæða líkamsímynd sé í dag mun háværari segir hún stöðuna þó síst betri. „Í dag þá erum við miklu meira með nefið ofan í öllum þessum stjörnum. Við getum fylgst með týpum eins og Kim Kardashian allan daginn. Það er allt öðru vísi en þegar maður fékk plakat sent heim til sín einu sinni í mánuði og maður hengdi það upp á vegg. Núna er þetta í nefinu á krökkum alla daga. Það er alltaf verið að segja okkur að við séum ekki nóg.“Erna er með 15 þúsund fylgjendur á Instagram.Þá hafa samfélagsmiðlastjörnur á miðlum á borð við Instagram verið áberandi undanfarin ár, bæði hér á landi og annarsstaðar. Dæmi eru um að slíkar stjörnur breyti myndum sér til að láta líkamann líta betur út. „Þetta er mjög hættulegt og þetta er til. Það eru til allskonar forrit til að breyta líkamanum án þess að það sjáist. Ég hef prófað að gera þetta sjálf og þetta gæti verið ég. Ég gæti sett allar mínar myndir inn á Instagram svona og fólk myndi bara halda að þetta væri ég.“ Það er því líklega óhætt að segja að vandlifað sé fyrir ungt fólk á samfélagsmiðlum, en Erna segir þó ekki hægt að skella skuldinni alfarið á samfélagsmiðlastjörnurnar. „Það er auðvitað bara ábyrgð foreldra að fylgjast með því hvað börnin þeirra eru að fylgjast með. Þetta er barnið þitt og þú verður að fylgjast með hvað barnið þitt er að gera. Samt vill maður helst að þessi aðilar sem eru á Instagram snúi bara við hugafarinu og fari að boða gott. Maður getur ekki þrýst fólki þangað og fólk verður bara að finna að það vilji gera gott. En á meðan verðum við að upplýsa börnin okkar og upplýsa okkur sjálf.“Erna eignaðist dreng þegar hún var 23 ára .Sjálf var Erna aldrei sýnilega veik, ef svo má segja. Hún var með góðan vöðvamassa eftir margra ára fótboltaiðkun og passaði að eigin sögn aldrei alveg inn í átröskunarboxið útlitslega. „Þessi hugmynd um hvernig manneskja með búlemíu lítur út. Hún er bara að hrökklast í sundur. Það voru margar sem þökkuðu mér fyrir þá umræðu, því það er erfitt að tala um þetta ef þú lítur ekki þannig út. Því þá er kannski eins og þú sért að leitast eftir einhverri athygli.“ Og svo er það hitt, Erna kveðst sjálf aldrei hafa verið í yfirþyngd og þ.a.l. fær hún stundum að heyra það þegar hún tekur umræðuna í þá átt. „Ég hef fengið að heyra að ég sé ekki nógu feit fyrir umræðuna. Ég skil það ekki alveg. Ég er ekki horuð og ég er ekki feit. Það eru margar sem tengja við þetta því ég veit ekki alveg hvar ég er í vaxtarlagi.“
Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira