Kevin Hart svarar fyrir viðtalið hjá Ellen Sylvía Hall skrifar 6. janúar 2019 10:44 Kevin Hart hefur sætt mikilli gagnrýni eftir viðtal sitt hjá Ellen þar sem margir segja hann hafa leikið fórnarlamb. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart birti í gær færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann svarar gagnrýnisröddum í kjölfar viðtal síns hjá spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres. Hann segir fólk hafa gleymt því að fólk læri af mistökum sínum. „Hvenær fórum við að gleyma því að fólk lærir af mistökum sínum,“ spurði Hart á Instagram og sagði jafnframt að ef við gætum ekki lært þá gætum við ekki þroskast og orðið betri í því sem við gerum. „Körfuknattleiksmenn eru ekki góðir fyrr en þeir læra að spila leikinn rétt. Kennarar eru góðir kennarar þegar þeir læra að ná til nemenda sinna,“ skrifaði Hart og tók fleiri dæmi. Bæði hann og DeGeneres voru gagnrýnd fyrir umrætt viðtal á dögunum þar sem DeGeneres kom grínistanum til varnar. View this post on InstagramWhen did we get to the point where we forgot that we all learn, then we all have the ability to grow and with that growth comes a wealth of knowledge. You can’t change without a understanding of what GROWTH means. #Message #LiveLoveLaugh #HappySaturday .....Please grasp this and use it in 2019 A post shared by Kevin Hart (@kevinhart4real) on Jan 5, 2019 at 8:34am PST DeGeneres, sem sjálf er samkynhneigð, sagðist vonast til að sjá grínistann kynna verðlaunin í ár og hringdi sjálf í Akademíuna og hvatti aðstandendur til þess að fá Hart sem kynni eftir að hann steig til hliðar vegna eldri ummæla hans um samkynhneigða. „Þú mátt ekki leyfa þeim að rústa þér og þau geta ekki rústað þér, þú ert of hæfileikaríkur til þess,“ sagði DeGeneres við Hart og átti við það fólk sem gagnrýndi hann hvað mest á samfélagsmiðlum.Segist íhuga að hætta við að stíga til hliðar Hart hefur sagt eftir viðtalið að hann sé að íhuga stöðu sína og útiloki ekki að snúa aftur sem kynnir á Óskarnum. Hann steig upphaflega til hliðar eftir að ummælin komu upp í umræðunni og honum voru gefnir afarkostir um að biðjast afsökunar eða stíga til hliðar. Hart neitaði að biðjast afsökunar þar sem hann sagðist ekki vilja dvelja í fortíðinni. Hann hafi áður beðist afsökunar vegna þessa og sæi ekki ástæðu til að gera það aftur. Þá hafa aðstandendur Akademíunnar sagt að þau séu opin fyrir því að hann taki að sér að kynna verðlaunin. Að sögn DeGeneres óttaðist Akademían að misskilningur hefði orðið á milli þeirra og Hart og að mál hans hafi verið meðhöndlað á rangan hátt. Óskarinn Tengdar fréttir Kemur Hart til varnar með því að benda á gömul tíst frá kvenkyns grínistum Bandaríski leikarinn og grínistinn Nick Cannon virðist hafa komið Kevin Hart, kollega hans, til varnar á Twitter eftir að þeim síðarnefnda var sparkað sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. 9. desember 2018 21:30 Ellen kom Kevin Hart til varnar í viðtali: „Ekki leyfa þessu fólki að vinna“ Grínistinn var í viðtali hjá Ellen DeGeneres á dögunum þar sem hann ræddi ákvörðun sína að stíga til hliðar sem kynnir á Óskarnum. 5. janúar 2019 11:26 Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. 7. desember 2018 07:45 Viðra þá hugmynd að sleppa kynni á Óskarnum: „Þau eru að tapa sér“ Óskarsverðlaunaakademían sögð í örvæntingafullri leit að kynni. 10. desember 2018 23:48 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart birti í gær færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann svarar gagnrýnisröddum í kjölfar viðtal síns hjá spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres. Hann segir fólk hafa gleymt því að fólk læri af mistökum sínum. „Hvenær fórum við að gleyma því að fólk lærir af mistökum sínum,“ spurði Hart á Instagram og sagði jafnframt að ef við gætum ekki lært þá gætum við ekki þroskast og orðið betri í því sem við gerum. „Körfuknattleiksmenn eru ekki góðir fyrr en þeir læra að spila leikinn rétt. Kennarar eru góðir kennarar þegar þeir læra að ná til nemenda sinna,“ skrifaði Hart og tók fleiri dæmi. Bæði hann og DeGeneres voru gagnrýnd fyrir umrætt viðtal á dögunum þar sem DeGeneres kom grínistanum til varnar. View this post on InstagramWhen did we get to the point where we forgot that we all learn, then we all have the ability to grow and with that growth comes a wealth of knowledge. You can’t change without a understanding of what GROWTH means. #Message #LiveLoveLaugh #HappySaturday .....Please grasp this and use it in 2019 A post shared by Kevin Hart (@kevinhart4real) on Jan 5, 2019 at 8:34am PST DeGeneres, sem sjálf er samkynhneigð, sagðist vonast til að sjá grínistann kynna verðlaunin í ár og hringdi sjálf í Akademíuna og hvatti aðstandendur til þess að fá Hart sem kynni eftir að hann steig til hliðar vegna eldri ummæla hans um samkynhneigða. „Þú mátt ekki leyfa þeim að rústa þér og þau geta ekki rústað þér, þú ert of hæfileikaríkur til þess,“ sagði DeGeneres við Hart og átti við það fólk sem gagnrýndi hann hvað mest á samfélagsmiðlum.Segist íhuga að hætta við að stíga til hliðar Hart hefur sagt eftir viðtalið að hann sé að íhuga stöðu sína og útiloki ekki að snúa aftur sem kynnir á Óskarnum. Hann steig upphaflega til hliðar eftir að ummælin komu upp í umræðunni og honum voru gefnir afarkostir um að biðjast afsökunar eða stíga til hliðar. Hart neitaði að biðjast afsökunar þar sem hann sagðist ekki vilja dvelja í fortíðinni. Hann hafi áður beðist afsökunar vegna þessa og sæi ekki ástæðu til að gera það aftur. Þá hafa aðstandendur Akademíunnar sagt að þau séu opin fyrir því að hann taki að sér að kynna verðlaunin. Að sögn DeGeneres óttaðist Akademían að misskilningur hefði orðið á milli þeirra og Hart og að mál hans hafi verið meðhöndlað á rangan hátt.
Óskarinn Tengdar fréttir Kemur Hart til varnar með því að benda á gömul tíst frá kvenkyns grínistum Bandaríski leikarinn og grínistinn Nick Cannon virðist hafa komið Kevin Hart, kollega hans, til varnar á Twitter eftir að þeim síðarnefnda var sparkað sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. 9. desember 2018 21:30 Ellen kom Kevin Hart til varnar í viðtali: „Ekki leyfa þessu fólki að vinna“ Grínistinn var í viðtali hjá Ellen DeGeneres á dögunum þar sem hann ræddi ákvörðun sína að stíga til hliðar sem kynnir á Óskarnum. 5. janúar 2019 11:26 Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. 7. desember 2018 07:45 Viðra þá hugmynd að sleppa kynni á Óskarnum: „Þau eru að tapa sér“ Óskarsverðlaunaakademían sögð í örvæntingafullri leit að kynni. 10. desember 2018 23:48 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Kemur Hart til varnar með því að benda á gömul tíst frá kvenkyns grínistum Bandaríski leikarinn og grínistinn Nick Cannon virðist hafa komið Kevin Hart, kollega hans, til varnar á Twitter eftir að þeim síðarnefnda var sparkað sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. 9. desember 2018 21:30
Ellen kom Kevin Hart til varnar í viðtali: „Ekki leyfa þessu fólki að vinna“ Grínistinn var í viðtali hjá Ellen DeGeneres á dögunum þar sem hann ræddi ákvörðun sína að stíga til hliðar sem kynnir á Óskarnum. 5. janúar 2019 11:26
Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. 7. desember 2018 07:45
Viðra þá hugmynd að sleppa kynni á Óskarnum: „Þau eru að tapa sér“ Óskarsverðlaunaakademían sögð í örvæntingafullri leit að kynni. 10. desember 2018 23:48
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“