Sport

Snorri nældi í sitt fyrsta heimsbikarstig

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Snorri Einarsson
Snorri Einarsson Facebook Skíðasamband Íslands
Gönguskíðakappinn Snorri Einarsson stendur í ströngu þessa dagana þar sem hann tekur þátt í Tour de Ski. 

Snorri átti góðan dag í gær þegar keppt var í Val di Fiemme á Ítalíu. Snorri nældi sér nefnilega í sitt fyrsta heimsbikarstig í vetur með því að hafna í 30.sæti af 45 keppendum en 30 efstu sætin gefa heimsbikarstig.

Keppt var í hefðbundinni aðferð í 15 kílómetra göngu en þetta var næstsíðasta keppnin í Tour de Ski.

Síðasta keppnin fer fram í dag þar sem keppt er í klassísku klifri í Val di Fiemme en Snorri er í 42.sæti fyrir lokakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×