Lífið

Hlustaðu á Brósa í bullinu í beinni útsendingu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Það verður nóg um að vera hjá brósunum.
Það verður nóg um að vera hjá brósunum.
Flestir hlustendur FM957 ættu að vita að á föstudögum eru alla jafna á dagskrá skemmtiþættirnir vinsælu FM95BLÖ, í umsjón þáttastjórnandans Auðuns Blöndal og gestastjórnendanna Steinþórs Hróars Steinþórssonar, eða Steinda, og Egils „Gillz“ Einarssonar.

Nú eru Auðunn og Steindi hins vegar staddir í tökum á sjónvarpsverkefnum og FM95BLÖ báturinn því heldur tómlegur. Eða hvað? Hann er raunar alls ekki tómur en Egill hefur brugðið á það ráð að fá til liðs við sig fjölmiðlamanninn Kjartan Atla Kjartansson og sparkspekúlantinn og hlaðvarpskonung Íslands, Hjörvar Hafliðason, til þess að setja upp sérstaka viðhafnarútgáfu af FM95BLÖ.

Þátturinn mun bera heitið Brósar í bullinu og þar verður af nógu að taka með tilliti til dagskrárgerðar.

Sem dæmi má nefna góða gesti en á Facebook-síðu Egils kemur fram að skemmtikrafturinn Sóli Hólm muni líta við, auk þess sem popparinn góðkunni Ingólfur Þórarinsson veðurguð mun rífa í gítarinn.

Þá ætla brósarnir að hringja vestur um höf og heyra í sjálfum Auðuni Blöndal, föður þáttanna, en hann er standur í Bandaríkjunum við tökur á nýjum skemmtiþætti fyrir Stöð 2. Þetta er þó aðeins brot af dagskrá þáttarins sem verður stútfullur af frábæru efni, eins og við er að búast.

Hér má hlusta á þáttinn í beinni útsendingu en hann hefst klukkan 16:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×