Fær draumastarfið hjá félaginu sem hann var skráður í áður en hann fékk nafn Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2019 14:30 Sigursteinn Arndal tekur við uppeldisfélaginu í sumar. vísir/baldur Sigursteinn Arndal var í dag kynntur sem leiks sem nýr þjálfari FH í Olís-deild karla í handbolta en hann tekur við starfinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem gerði liðið að bikarmeisturum um síðustu helgi. Sigursteinn spilaði um 300 meistaraflokksleiki fyrir FH og var einnig í atvinnumennsku í Danmörku og Þýskalandi en hann hefur þjálfað eða verið í kringum þjálfun og afreksstarf FH í tvo áratugi. Hann hefur þjálfað bæði U19 og U21 árs lið Íslands og var spilandi aðstoðarþjálfari hjá FH þegar að hinn margfrægi 89 og 90-árangar FH voru að koma upp með Aron Pálmarsson, Ólaf Gústafsson og Ólaf Guðmundsson sem sína helstu menn. „Ég er búinn að vera lengi í þjálfun, meðal annars með góðum mönnum hjá HSÍ, þannig að auðvitað hefur þetta verið einhversstaðar í hausnum,“ segir Sigursteinn sem nú hellir sér út í meistaraflokksþjálfun sem aðalþjálfari í fyrsta sinn.Sigursteinn Arndal tekur við uppeldisfélaginu sínu. Hér er hann með Ásgeiri Jónssyni, formanni FH, á blaðamannafundinum í dag.Vísir/TOM„Mig hefur langað að henda mér út í þetta og það er ekkert leyndarmál að mér hefur boðist að þjálfa annars staðar. En, það er hér sem langar að vera og ég er því gríðarlega stoltur að fá þetta tækifæri,“ segir Sigursteinn. Halldór Jóhann Sigfússon hefur unnið frábært starf með FH-liðið undanfarin fimm ár en félagið hefur verið duglegt að finna alltaf næstu stjörnur. Það hefur, undir stjórn Halldórs, komist í lokaúrslitin undanfarin tvö ár og varð svo bikarmeistari á laugardaginn. Það verða því engar svakalegar breytingar hjá Sigursteini. „Alls ekki. Það væri óðs manns æði að breyta of miklu hjá FH því hér hefur verið unnið gott starf síðustu ár. Ég vil bara nýta tækifærið og hrósa Halldóri fyrir algjörlega geggjað starf undanfarin fimm ár. Sú vinna endurspeglaðist í titli um síðustu helgi og því verkefni er ekki lokið,“ segir Sigursteinn. „Ég verð ekki með neinar framúrstefnulegar breytingar að það er klárt mál að ég hef mínar hugmyndir um handbolta og bæti þeim ofan á þann góða leik sem spilaður er hér í dag. Svo kem ég bara sem annar karakter inn í þetta og með nýja rödd í klefann,“ segir hann.Halldór Jóhann Sigfússon kveður í lok tímabilsins.VÍSIR/DANÍEL„Hér er allt til alls til þess að ná árangri. Það er ekki alltaf horft til þess hvernig liðið er en krafan er að ná góðum árangri. Þetta er bara FH og hér ætlast menn til þess að ná góðum árangri,“ segir Sigursteinn. Sigursteinn Arndal er eins mikill FH-ingur og menn verða en faðir hans, Helgi Ragnarsson, er goðsögn í lifanda lífi í Kaplakrika. Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, sagði á blaðamannafundinum í dag að Helgi og Sædís Arndal, móðir Sigursteins, skráðu hann í FH áður en hann fékk nafn og var því óskírður Helgason mættur sem félagsmaður í FH skömmu eftir fæðingu. „Það er engin spurning að mitt hjarta slær í Kaplakrika og því mun ég leggja mikið upp úr því að ná góðum árangri og stefni að því,“ segir Sigursteinn Arndal. Olís-deild karla Tengdar fréttir Sigursteinn Arndal tekur við FH Sigursteinn Arndal verður eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá FH í Olís-deildinni. 13. mars 2019 13:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira
Sigursteinn Arndal var í dag kynntur sem leiks sem nýr þjálfari FH í Olís-deild karla í handbolta en hann tekur við starfinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem gerði liðið að bikarmeisturum um síðustu helgi. Sigursteinn spilaði um 300 meistaraflokksleiki fyrir FH og var einnig í atvinnumennsku í Danmörku og Þýskalandi en hann hefur þjálfað eða verið í kringum þjálfun og afreksstarf FH í tvo áratugi. Hann hefur þjálfað bæði U19 og U21 árs lið Íslands og var spilandi aðstoðarþjálfari hjá FH þegar að hinn margfrægi 89 og 90-árangar FH voru að koma upp með Aron Pálmarsson, Ólaf Gústafsson og Ólaf Guðmundsson sem sína helstu menn. „Ég er búinn að vera lengi í þjálfun, meðal annars með góðum mönnum hjá HSÍ, þannig að auðvitað hefur þetta verið einhversstaðar í hausnum,“ segir Sigursteinn sem nú hellir sér út í meistaraflokksþjálfun sem aðalþjálfari í fyrsta sinn.Sigursteinn Arndal tekur við uppeldisfélaginu sínu. Hér er hann með Ásgeiri Jónssyni, formanni FH, á blaðamannafundinum í dag.Vísir/TOM„Mig hefur langað að henda mér út í þetta og það er ekkert leyndarmál að mér hefur boðist að þjálfa annars staðar. En, það er hér sem langar að vera og ég er því gríðarlega stoltur að fá þetta tækifæri,“ segir Sigursteinn. Halldór Jóhann Sigfússon hefur unnið frábært starf með FH-liðið undanfarin fimm ár en félagið hefur verið duglegt að finna alltaf næstu stjörnur. Það hefur, undir stjórn Halldórs, komist í lokaúrslitin undanfarin tvö ár og varð svo bikarmeistari á laugardaginn. Það verða því engar svakalegar breytingar hjá Sigursteini. „Alls ekki. Það væri óðs manns æði að breyta of miklu hjá FH því hér hefur verið unnið gott starf síðustu ár. Ég vil bara nýta tækifærið og hrósa Halldóri fyrir algjörlega geggjað starf undanfarin fimm ár. Sú vinna endurspeglaðist í titli um síðustu helgi og því verkefni er ekki lokið,“ segir Sigursteinn. „Ég verð ekki með neinar framúrstefnulegar breytingar að það er klárt mál að ég hef mínar hugmyndir um handbolta og bæti þeim ofan á þann góða leik sem spilaður er hér í dag. Svo kem ég bara sem annar karakter inn í þetta og með nýja rödd í klefann,“ segir hann.Halldór Jóhann Sigfússon kveður í lok tímabilsins.VÍSIR/DANÍEL„Hér er allt til alls til þess að ná árangri. Það er ekki alltaf horft til þess hvernig liðið er en krafan er að ná góðum árangri. Þetta er bara FH og hér ætlast menn til þess að ná góðum árangri,“ segir Sigursteinn. Sigursteinn Arndal er eins mikill FH-ingur og menn verða en faðir hans, Helgi Ragnarsson, er goðsögn í lifanda lífi í Kaplakrika. Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, sagði á blaðamannafundinum í dag að Helgi og Sædís Arndal, móðir Sigursteins, skráðu hann í FH áður en hann fékk nafn og var því óskírður Helgason mættur sem félagsmaður í FH skömmu eftir fæðingu. „Það er engin spurning að mitt hjarta slær í Kaplakrika og því mun ég leggja mikið upp úr því að ná góðum árangri og stefni að því,“ segir Sigursteinn Arndal.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Sigursteinn Arndal tekur við FH Sigursteinn Arndal verður eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá FH í Olís-deildinni. 13. mars 2019 13:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira
Sigursteinn Arndal tekur við FH Sigursteinn Arndal verður eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá FH í Olís-deildinni. 13. mars 2019 13:00