Aðventumolar Árna í Árdal: Kalkúnn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. desember 2019 21:15 Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Vísir/Árni Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en góð ráð, uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Kalkúnn - Aðventumolar Árna í Árdal Vandamálið við kalkún er þetta er stór fugl sem er nokkuð erfitt að elda í heilu lagi svo vel til takist. Á fuglinum er nefnilega tvenns konar kjöt sem þarf að ná mismunandi kjarnhitastigi. Til að elda safaríkan kalkún þarf að hafa eftirfarandi í huga. Notið kjöthitamæli Hvíta kjötið, bringurnar, má ekki fara yfir 65°C, annar verður það þurrt. Dökka kjötið, leggirnir og lærin, þarf hins vegar að ná 75°C til að bræða bandvefinn í því og gera það safaríkt og meyrt. Rétt hitastig á kjötinu ræður mestu um það hvort kalkúnninn verði safaríkur, notið því ávalt kjöthitamæli. Saltið nokkrum dögum áður til að kjötið verði safaríkara Þurrsaltið eða leggið kalkúninn í pækil einum til tveimur dögum áður en hann er eldaður, kjötið verður safaríkara. Sjálfur kýs ég að þurrsalta því þá er bragðið af fuglinum ekki eins útþynnt og ef hann er settur í pækil. Bakið fyllinguna sérKjarnhitastig fyllingarinnar inn í fuglinum þarf að ná 65°C og þegar því hitastigi er náð eru bringurnar löngu ofeldaðar og engin sósa er að fara að bjarga því. Fyllið kalkúninn frekar þegar hann er kominn úr ofninum. Gefið leggjunum forskot á bringurnarLátið leggina hanga til hliðanna, ekki binda fuglinn upp. Þá eru þeir nær hliðum ofnsins þar sem hitinn er mestur og eldast hraðar en bringurnar. Hitið bökunarstein inn í ofninum í 45 mínútur á hæsta hita áður en kalkúninn fer inn í ofn. Hann veitir miklum hita að leggjunum og lærunum og gefur þeim heilmikið forskot á bringurnar. Gerið sér soð fyrir sósuna Kaupið aukabein og innmat til að búa til kröftugt soð til að laga sósuna úr í stað þessa reiða ykkur á kjötsafann úr kalkúninum. Ef mikill kjötsafi myndast við steikinguna þýðir það að kjötið verður ekki eins safaríkt. Innihald 4 matskeiðar salt 4 matskeiðar strásykur 1 kalkúnn, um 5 kg 1 matskeið mild ólífuolía 1 matskeið lyftiduftÁhöld Kæligrind Ofnskúffa með lágum hliðum Bökunarsteinn/pitsasteinn Leiðbeiningar Blandið saman saltinu og sykrinum í lítill skál. Stráið saltblöndunni jafnt yfir allan kalkúninn og gleymið ekki að salta fuglinn að innan. Ýtið vængjunum aftur fyrir bak og leggið kalkúninn á kæligrind í ofnskúffu með lágum hliðum. Setjið kalkúninn óvarinn inn í ísskáp og kælið í einn til tvo sólarhringa. Setjið bökunarsteininn á lægstu grind í ofninum og hitið hann í að minnsta kosti 45 mínútur á hæstu stillingu. Blandið ólífuolíunni og lyftiduftinu saman í lítilli skál. Þerrið kalkúninn með pappírsþurrkum og penslið allan kalkúninn með olíublöndunni. Stingið kjöthitamæli í aðra bringuna. Setjið kalkúninn, enn á kæligrindinni í ofnskúffunni, beint á bökunarsteininn og lækkið hitann niður í 150°C. Ofnsteikið kalkúninn þar til hann er gullinbrúnn og bringan orðin 65° og lærin 75°C. Eldunartími ætti að vera í kringum 3 tíma en það fer dálítið eftir ofninum, hann gæti verið styttri og gæti verið lengri, fylgist vel með kjöthitamælinum. Hækkið hitan örlítið þegar um tveir tímar eru liðnir af eldunartímanum ef ykkur finnst kalkúninn ekki vera að brúnast nægilega vel. Ekki skera kalkúninn um leið og hann kemur úr ofninum. Leggið frekar álpappír lauslega yfir hann og látið hann standa í að minnsta kosti hálftíma. Aðventumolar Árna í Árdal Kalkúnn Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Risalamande Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 19. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Kjúklingalifrarkæfa Nönnu Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 20. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Heit súkkulaðikaka Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 18. desember 2019 11:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Sjávarréttasalat Maggíar Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 17. desember 2019 10:00 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en góð ráð, uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Kalkúnn - Aðventumolar Árna í Árdal Vandamálið við kalkún er þetta er stór fugl sem er nokkuð erfitt að elda í heilu lagi svo vel til takist. Á fuglinum er nefnilega tvenns konar kjöt sem þarf að ná mismunandi kjarnhitastigi. Til að elda safaríkan kalkún þarf að hafa eftirfarandi í huga. Notið kjöthitamæli Hvíta kjötið, bringurnar, má ekki fara yfir 65°C, annar verður það þurrt. Dökka kjötið, leggirnir og lærin, þarf hins vegar að ná 75°C til að bræða bandvefinn í því og gera það safaríkt og meyrt. Rétt hitastig á kjötinu ræður mestu um það hvort kalkúnninn verði safaríkur, notið því ávalt kjöthitamæli. Saltið nokkrum dögum áður til að kjötið verði safaríkara Þurrsaltið eða leggið kalkúninn í pækil einum til tveimur dögum áður en hann er eldaður, kjötið verður safaríkara. Sjálfur kýs ég að þurrsalta því þá er bragðið af fuglinum ekki eins útþynnt og ef hann er settur í pækil. Bakið fyllinguna sérKjarnhitastig fyllingarinnar inn í fuglinum þarf að ná 65°C og þegar því hitastigi er náð eru bringurnar löngu ofeldaðar og engin sósa er að fara að bjarga því. Fyllið kalkúninn frekar þegar hann er kominn úr ofninum. Gefið leggjunum forskot á bringurnarLátið leggina hanga til hliðanna, ekki binda fuglinn upp. Þá eru þeir nær hliðum ofnsins þar sem hitinn er mestur og eldast hraðar en bringurnar. Hitið bökunarstein inn í ofninum í 45 mínútur á hæsta hita áður en kalkúninn fer inn í ofn. Hann veitir miklum hita að leggjunum og lærunum og gefur þeim heilmikið forskot á bringurnar. Gerið sér soð fyrir sósuna Kaupið aukabein og innmat til að búa til kröftugt soð til að laga sósuna úr í stað þessa reiða ykkur á kjötsafann úr kalkúninum. Ef mikill kjötsafi myndast við steikinguna þýðir það að kjötið verður ekki eins safaríkt. Innihald 4 matskeiðar salt 4 matskeiðar strásykur 1 kalkúnn, um 5 kg 1 matskeið mild ólífuolía 1 matskeið lyftiduftÁhöld Kæligrind Ofnskúffa með lágum hliðum Bökunarsteinn/pitsasteinn Leiðbeiningar Blandið saman saltinu og sykrinum í lítill skál. Stráið saltblöndunni jafnt yfir allan kalkúninn og gleymið ekki að salta fuglinn að innan. Ýtið vængjunum aftur fyrir bak og leggið kalkúninn á kæligrind í ofnskúffu með lágum hliðum. Setjið kalkúninn óvarinn inn í ísskáp og kælið í einn til tvo sólarhringa. Setjið bökunarsteininn á lægstu grind í ofninum og hitið hann í að minnsta kosti 45 mínútur á hæstu stillingu. Blandið ólífuolíunni og lyftiduftinu saman í lítilli skál. Þerrið kalkúninn með pappírsþurrkum og penslið allan kalkúninn með olíublöndunni. Stingið kjöthitamæli í aðra bringuna. Setjið kalkúninn, enn á kæligrindinni í ofnskúffunni, beint á bökunarsteininn og lækkið hitann niður í 150°C. Ofnsteikið kalkúninn þar til hann er gullinbrúnn og bringan orðin 65° og lærin 75°C. Eldunartími ætti að vera í kringum 3 tíma en það fer dálítið eftir ofninum, hann gæti verið styttri og gæti verið lengri, fylgist vel með kjöthitamælinum. Hækkið hitan örlítið þegar um tveir tímar eru liðnir af eldunartímanum ef ykkur finnst kalkúninn ekki vera að brúnast nægilega vel. Ekki skera kalkúninn um leið og hann kemur úr ofninum. Leggið frekar álpappír lauslega yfir hann og látið hann standa í að minnsta kosti hálftíma.
Aðventumolar Árna í Árdal Kalkúnn Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Risalamande Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 19. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Kjúklingalifrarkæfa Nönnu Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 20. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Heit súkkulaðikaka Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 18. desember 2019 11:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Sjávarréttasalat Maggíar Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 17. desember 2019 10:00 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Aðventumolar Árna í Árdal: Risalamande Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 19. desember 2019 10:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Kjúklingalifrarkæfa Nönnu Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 20. desember 2019 10:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Heit súkkulaðikaka Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 18. desember 2019 11:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Sjávarréttasalat Maggíar Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 17. desember 2019 10:00