Græddi einn og hálfan milljarð á tveggja mínútna bardaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2019 23:30 Floyd "Money“ Mayweather og Tenshin Nasukawa í lok bardagans. Vísir/Getty Þetta voru góð áramót fyrir hnefaleikakappann Floyd Mayweather sem þykir manna duglegastur við að komast yfir stórar peningaupphæðir í íþróttaheiminum. Síðasta væna útborgunin til Floyd Mayweather kom eftir bardaga við japanska bardagakappann Tenshin Nasukawa á Gamlársdag. Tenshin Nasukawa er vissulega stjarna í Japan en er mjög langt frá því að vera alþjóðleg stjarna. Hann keppir vanalega í kickboxi en reyndi sig nú á móti einum af bestu boxurum allra tíma. Floyd Mayweather er orðinn 41 árs gamall og hefur margoft sagt að hann sé hættur. Hann hefur þó stokkið á góð tilboð eins og þegar hann barðist við Conor McGregor árið 2017. Nú kom annað tilboð sem var of gott til að segja nei við. Floyd Mayweather var aðeins 136 sekúndur að klára bardagann á móti Tenshin Nasukawa en hann fékk fyrir hann 13 milljónir dollara. Á þessum rúmu tveimur mínútum þá sló Mayweather Nasukawa þrisvar sinnum í gólfið. Þrettán milljónir dollara eru einn og hálfur milljarður í íslenskum krónum og fékk Floyd Mayweather því ellefu milljónir á sekúndu í þessum bardaga. Það eru samt ekki allir sáttir á samfélagmiðlum og margir halda því fram að það hafi verið búið að semja um niðurstöðu bardagans. Floyd „Money“ Mayweather fór allavega sáttur heim með vasana fulla af peningum. View this post on InstagramWhat if I told you I was making $9,000,000 for 9 minutes of sparring in Tokyo Japan would you do the same if you were me? I like to call it a 9 minute walk thru. #Tokyo #Japan A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on Dec 30, 2018 at 5:12pm PST Box Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Þetta voru góð áramót fyrir hnefaleikakappann Floyd Mayweather sem þykir manna duglegastur við að komast yfir stórar peningaupphæðir í íþróttaheiminum. Síðasta væna útborgunin til Floyd Mayweather kom eftir bardaga við japanska bardagakappann Tenshin Nasukawa á Gamlársdag. Tenshin Nasukawa er vissulega stjarna í Japan en er mjög langt frá því að vera alþjóðleg stjarna. Hann keppir vanalega í kickboxi en reyndi sig nú á móti einum af bestu boxurum allra tíma. Floyd Mayweather er orðinn 41 árs gamall og hefur margoft sagt að hann sé hættur. Hann hefur þó stokkið á góð tilboð eins og þegar hann barðist við Conor McGregor árið 2017. Nú kom annað tilboð sem var of gott til að segja nei við. Floyd Mayweather var aðeins 136 sekúndur að klára bardagann á móti Tenshin Nasukawa en hann fékk fyrir hann 13 milljónir dollara. Á þessum rúmu tveimur mínútum þá sló Mayweather Nasukawa þrisvar sinnum í gólfið. Þrettán milljónir dollara eru einn og hálfur milljarður í íslenskum krónum og fékk Floyd Mayweather því ellefu milljónir á sekúndu í þessum bardaga. Það eru samt ekki allir sáttir á samfélagmiðlum og margir halda því fram að það hafi verið búið að semja um niðurstöðu bardagans. Floyd „Money“ Mayweather fór allavega sáttur heim með vasana fulla af peningum. View this post on InstagramWhat if I told you I was making $9,000,000 for 9 minutes of sparring in Tokyo Japan would you do the same if you were me? I like to call it a 9 minute walk thru. #Tokyo #Japan A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on Dec 30, 2018 at 5:12pm PST
Box Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira