Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 09:30 Khabib eftir sigurinn á Conor í fyrra. Vísir/Getty UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. Khabib Nurmagomedov hlaut níu mánaða keppnisbann fyrir sinn þátt í slagsmálunum eftir bardagann gegn Conor McGregor á UFC 229 í fyrra. Banninu er nú lokið og mætir hann Dustin Poirier. Khabib er ennþá ríkjandi léttvigtarmeistari en á meðan hann var í banni setti UFC upp titilbardaga um bráðabirgðarbelti UFC til að halda hreyfingu á þyngdarflokknum. Dustin Poirier nældi sér í eitt stykki bráðabirgðartitil og verða beltin sameinuð í kvöld. Khabib Nurmagomedov er einn allra besti bardagamaður heims um þessar mundir. Hann valtar yfir andstæðinga sína og hefur hreinlega pakkað þeim öllum saman. Hann hefur nánast aldrei lent í neinum teljandi vandræðum í UFC og hefur unnið alla 10 bardaga sína í UFC. Utan UFC var hann einnig ósigraður og er því samtals 27-0 á ferlinum í MMA sem á sér enga hliðstæðu í blönduðum bardagaíþróttum. Khabib er eins og mulningsvél sem breytir andstæðingunum í einhverja mylsnu – sama hverju andstæðingarnir hafa áorkað áður í búrinu. Hann er einfaldlega mest ríkjandi meistarinn í UFC í dag og er erfitt að sjá hann tapa á næstunni. Inn kemur Dustin Poirier sem hefur farið langt ferðalag til að komast þangað sem hann er í dag. Poirier hefur barist í alls kyns krummaskuðum í Bandaríkjunum, barist í reiðhöllum þar sem hann hefur þurft að hita upp í hestabásum, keyrt fylkja á milli svo klukkutímum skiptir til að berjast einn bardaga og þurft að hafa mikið fyrir því að komast þangað sem hann er í dag. Poirier er 17-4 í UFC og hefur aðeins einn maður þurft að berjast fleiri bardaga í UFC áður en hann fékk loksins alvöru titilbardaga (Michael Bisping). Leiðin á toppinn hjá Poirier hefur ekki verið áfallalaus en hann hefur komið sterkari til baka eftir hvert tap og orðið betri bardagamaður fyrir vikið. Poirier er mjög góður á öllum vígstöðum bardagans og hefur sýnt að hann getur svo sannarlega klárað bardaga sína með hnefunum. Hvort honum takist það gegn Khabib er síðan allt önnur spurning. UFC 242 er í Abu Dhabi og er bardagakvöldið á besta tíma hér heima. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30 Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30 Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15 Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. Khabib Nurmagomedov hlaut níu mánaða keppnisbann fyrir sinn þátt í slagsmálunum eftir bardagann gegn Conor McGregor á UFC 229 í fyrra. Banninu er nú lokið og mætir hann Dustin Poirier. Khabib er ennþá ríkjandi léttvigtarmeistari en á meðan hann var í banni setti UFC upp titilbardaga um bráðabirgðarbelti UFC til að halda hreyfingu á þyngdarflokknum. Dustin Poirier nældi sér í eitt stykki bráðabirgðartitil og verða beltin sameinuð í kvöld. Khabib Nurmagomedov er einn allra besti bardagamaður heims um þessar mundir. Hann valtar yfir andstæðinga sína og hefur hreinlega pakkað þeim öllum saman. Hann hefur nánast aldrei lent í neinum teljandi vandræðum í UFC og hefur unnið alla 10 bardaga sína í UFC. Utan UFC var hann einnig ósigraður og er því samtals 27-0 á ferlinum í MMA sem á sér enga hliðstæðu í blönduðum bardagaíþróttum. Khabib er eins og mulningsvél sem breytir andstæðingunum í einhverja mylsnu – sama hverju andstæðingarnir hafa áorkað áður í búrinu. Hann er einfaldlega mest ríkjandi meistarinn í UFC í dag og er erfitt að sjá hann tapa á næstunni. Inn kemur Dustin Poirier sem hefur farið langt ferðalag til að komast þangað sem hann er í dag. Poirier hefur barist í alls kyns krummaskuðum í Bandaríkjunum, barist í reiðhöllum þar sem hann hefur þurft að hita upp í hestabásum, keyrt fylkja á milli svo klukkutímum skiptir til að berjast einn bardaga og þurft að hafa mikið fyrir því að komast þangað sem hann er í dag. Poirier er 17-4 í UFC og hefur aðeins einn maður þurft að berjast fleiri bardaga í UFC áður en hann fékk loksins alvöru titilbardaga (Michael Bisping). Leiðin á toppinn hjá Poirier hefur ekki verið áfallalaus en hann hefur komið sterkari til baka eftir hvert tap og orðið betri bardagamaður fyrir vikið. Poirier er mjög góður á öllum vígstöðum bardagans og hefur sýnt að hann getur svo sannarlega klárað bardaga sína með hnefunum. Hvort honum takist það gegn Khabib er síðan allt önnur spurning. UFC 242 er í Abu Dhabi og er bardagakvöldið á besta tíma hér heima. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30 Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30 Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15 Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30
Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30
Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15
Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30