Lífið

Anna prinsessa yppti öxlum og heilsaði ekki Trump

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Anna prinsessa í móttökunni í höllinni í gær.
Anna prinsessa í móttökunni í höllinni í gær. vísir/Getty
Svo virtist sem Elísabet II Englandsdrottning væri hissa á því að dóttir sín, Anna prinsessa, stæði ekki með sér og Karli Bretaprins til þess að taka á móti Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og konu hans, Melaniu Trump, við móttöku í Buckingham-höll í gær.

Drottningin bauð þjóðarleiðtogum til móttöku í tilefni 70 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins (NATO) en á meðal þeirra sem mættu í móttökuna var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Í myndbandi sem tekið var í höllinni í gær þar sem Trump og Melania mæta til móttökunnar sést Anna prinsessa vera fyrir aftan þau.

Hún stendur svo í dyrunum á meðan hjónin heilsa drottningunni og prinsinum en á einum tímapunkti bendir móðir hennar til hennar.

Anna yppir þá öxlum og er viðstöddum nokkuð skemmt, að minnsta kosti hlæja þeir að atvikinu sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.