GOG var einu marki yfir er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 16-15, og sigurinn var í raun aldrei í hættu í síðari hálfleik.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti flottan leik í markinu. Hann varði tíu skot og var með 38% markvörslu. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk en Óðinn Þór Ríkharðsson ekkert.
Sådan så jeg GOG's arbejdssejr over Lemvig-Thyborøn Håndbold minut for minut: https://t.co/UUGQpVi5x4#sportfyn
— Karsten L. Sørensen (@KarstenSrensen1) November 7, 2019
Annað Íslendingalið, Skjern, vann einnig sigur í kvöld en Skjern vann sex marka sigur á Nordsjælland, 31-25, eftir að hafa leitt 16-11 í hálfleik.
Björgvin Páll Gústavsson varði sjö bolta í marki Skjern og endaði með tæplega 30% markvörslu. Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk úr fimm skotum og gaf eina stoðsendingu.
Slut! Fjerde ligasejr i træk til vestjyderne.
31-25 over Nordsjælland
Elvar Jónsson og Anders Eggert med fem mål hver #skjernhåndboldpic.twitter.com/BwSfNS7984
— Skjern Håndbold (@SkjernHaandbold) November 7, 2019
Patrekur Jóhannesson og lærisveinar í Skjern eru í 3. sæti deildarinnar með þrettán stig en GOG er í sjöunda sætinu með tíu stig.