Ungur og fátækur Conor kom hingað til lands með lítið annað en stóra drauma í vasanum. Haraldur Dean Nelson og félagar í Mjölni tóku vel á móti Íranum og hjálpuðu honum eins og hægt var. Haraldur var svo fyrsti umboðsmaður Conors.
Conor var einnig staddur í Mjölni er hann hætti mjög óvænt í MMA í fyrra skiptið. Sú ákvörðun stóð ekki lengi. Sem betur fer því þá átti hann eftir að fara í sína eftirminnilegustu bardaga.
Conor virðist sakna Mjölnis og Íslands því á samfélagsmiðlum í gær segist hann hlakka til að koma aftur í Mjölni fljótlega. Hann hvetur fólk einnig til þess að kíkja á hina glæsilegu aðstöðu Mjölnis í Öskjuhlíðinni og taka þá því með víkingunum.
Looking forward to getting back out to Mjolnir again soon. It has been too long. Check out the new mega facility and get some quality work in with my Viking brothersView this post on Instagram
A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on May 19, 2019 at 10:28am PDT