Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2019 11:30 Hatari stillir sér upp á úrslitakvöldinu á laugardag, áður en þau fengu athugasemdaholskefluna yfir sig. Getty/Michael Campanella „Brennið í helvíti,“ „Nasistar“ og „Ég mun drepa ykkur“ er aðeins agnarsmár hluti þeirra svívirðinga sem liðsmenn Hatara sitja nú undir eftir framgöngu þeirra í Eurovision um helgina. Allt frá því að fjöllistahópurinn dró fram trefla með Palestínufánanum á úrslitakvöldinu hafa þúsundir athugasemda verið ritaðar við færslur á samfélagsmiðlareikningum sveitarinnar. Þetta er sérstaklega greinilegt á Instagram, þar sem meðlimir Hatara hafa verið duglegir að birta myndir af ævintýrum sínum í gegnum Eurovision-ferlið. Myndir þeirra hafa hver um sig fengið hundruð athugasemda þar sem ísraelskir og palestínskir fánar eru í fyrirrúmi. Tvær færslur frá Hatara hafa vakið langsamlega mest viðbrögð. Annars vegar mynd af Palestínufánanum sem birtist á opinberri Instagram-síðu sveitarinnar og hins vegar upptakan af því þegar ísraleskir öryggisverðir gerðu Palestínutreflana upptæka á úrslitakvöldinu. Samanlagt hafa rúmlega 63 þúsund athugasemdir verið ritaðar við færslurnar tvær, sem báðar birtust á laugardagskvöld. View this post on InstagramA post shared by HATARI (@hatari_official) on May 18, 2019 at 4:37pm PDT Netverjar hafa þó ekki takmarkað athugasemdir sínar við myndir sem Hatarar birtu eftir að þátttaka þeirra í Ísrael hófst. Hundruð athugasemda hafa jafnframt verið ritaðar við eldri færslur frá Hatarameðlimum sem tengjast jafnvel Eurovision ekki á nokkurn hátt. Fjandmenn sveitarinnar víla til að mynda ekki fyrir sér að draga fjölskyldur liðsmanna inn í deilurnar. „Það verður að drepa barnið með föður sínum í gasklefa og því næst brenna lík þeirra,“ ritar einn gerviaðgangur til að mynda á hebresku við mynd af dóttur Einars Hrafns Stefánssonar, trommara Hatara og Sólbjartar Sigurðardóttur, eins dansara sveitarinnar. Þrátt fyrir hótanir í þeirra garð og áhyggjur af viðtökum ísraelskra flugvallarstarfsmanna hefur heimferð sveitarinnar gengið samkvæmt áætlun í dag. Hatari komst klakklaust í flugið sitt frá Ben Gurion-flugvelli í morgun og er hópurinn nú staddur í Lundúnum þar sem beðið er eftir flugi áfram til Íslands. Gert er ráð fyrir að Hatari og fylgdarlið verði komin til landsins klukkan 23 í kvöld. Eurovision Tengdar fréttir Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. 19. maí 2019 12:55 Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Sjá meira
„Brennið í helvíti,“ „Nasistar“ og „Ég mun drepa ykkur“ er aðeins agnarsmár hluti þeirra svívirðinga sem liðsmenn Hatara sitja nú undir eftir framgöngu þeirra í Eurovision um helgina. Allt frá því að fjöllistahópurinn dró fram trefla með Palestínufánanum á úrslitakvöldinu hafa þúsundir athugasemda verið ritaðar við færslur á samfélagsmiðlareikningum sveitarinnar. Þetta er sérstaklega greinilegt á Instagram, þar sem meðlimir Hatara hafa verið duglegir að birta myndir af ævintýrum sínum í gegnum Eurovision-ferlið. Myndir þeirra hafa hver um sig fengið hundruð athugasemda þar sem ísraelskir og palestínskir fánar eru í fyrirrúmi. Tvær færslur frá Hatara hafa vakið langsamlega mest viðbrögð. Annars vegar mynd af Palestínufánanum sem birtist á opinberri Instagram-síðu sveitarinnar og hins vegar upptakan af því þegar ísraleskir öryggisverðir gerðu Palestínutreflana upptæka á úrslitakvöldinu. Samanlagt hafa rúmlega 63 þúsund athugasemdir verið ritaðar við færslurnar tvær, sem báðar birtust á laugardagskvöld. View this post on InstagramA post shared by HATARI (@hatari_official) on May 18, 2019 at 4:37pm PDT Netverjar hafa þó ekki takmarkað athugasemdir sínar við myndir sem Hatarar birtu eftir að þátttaka þeirra í Ísrael hófst. Hundruð athugasemda hafa jafnframt verið ritaðar við eldri færslur frá Hatarameðlimum sem tengjast jafnvel Eurovision ekki á nokkurn hátt. Fjandmenn sveitarinnar víla til að mynda ekki fyrir sér að draga fjölskyldur liðsmanna inn í deilurnar. „Það verður að drepa barnið með föður sínum í gasklefa og því næst brenna lík þeirra,“ ritar einn gerviaðgangur til að mynda á hebresku við mynd af dóttur Einars Hrafns Stefánssonar, trommara Hatara og Sólbjartar Sigurðardóttur, eins dansara sveitarinnar. Þrátt fyrir hótanir í þeirra garð og áhyggjur af viðtökum ísraelskra flugvallarstarfsmanna hefur heimferð sveitarinnar gengið samkvæmt áætlun í dag. Hatari komst klakklaust í flugið sitt frá Ben Gurion-flugvelli í morgun og er hópurinn nú staddur í Lundúnum þar sem beðið er eftir flugi áfram til Íslands. Gert er ráð fyrir að Hatari og fylgdarlið verði komin til landsins klukkan 23 í kvöld.
Eurovision Tengdar fréttir Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. 19. maí 2019 12:55 Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Sjá meira
Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. 19. maí 2019 12:55
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42