Stúlkur geta allt - líka breytt heiminum Heimsljós kynnir 14. október 2019 16:00 Ljósmynd frá Mósambík gunnisal „Við þurfum að verja þá áfanga sem náðst hafa í jafnrétti kynjanna og láta raddir stúlkna heyrast og leyfa þeim að hafa áhrif innan fjölskyldna okkar, samfélaga og þjóða. Stúlkur geta verið afl breytinga og ekkert ætti að hindra þær í því að taka af fullum krafti þátt á öllum sviðum samfélagsins,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Dagur stúlkubarnsins var víða haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag, 11. október. Að þessu sinni var þema dagsins: Kraftur stelpna – óskrifaður og óstöðvandi.Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er minnt á að nærri aldarfjórðungur sé liðinn frá því þrjátíu þúsund konur og karlar frá hartnær 200 þjóðum hafi safnast saman í Beijing, höfuðborg Kína, á fjórðu alþjóðlegu kvennaráðstefnuna, „staðráðin í því að réttindi kvenna og stúlkna skyldu viðurkennd sem mannréttindi,“ eins og segir í fréttinni. Ráðstefnunni lauk með samþykkt Beijing yfirlýsingarinnar og aðgerðaáætlunar Beijing Declaration and Platform for Action: heildstæðustu stefnumótunar um valdeflingu kvenna. „Frá samþykkt yfirlýsingarinnar hafa konur og stúlkur barist fyrir því að þoka réttindamálum sínum áfram á mörgum sviðum svo sem varðandi kynheilbrigði og réttinum til jafnra launa. Fleiri stúlkur stunda skóla í dag og ljúka námi en áður, færri giftast og eignast afkvæmi á barnsaldri og fleiri öðlast þá færni sem nauðsynleg er til að njóta sín á vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Þá segir að sjónum hafi á síðustu árum verið beint að ýmsum málefnum eins og barnabrúðkaupum, menntun, ójafnrétti, kynbundnu ofbeldi og loftslagsbreytingum.António Guterres segir að til þess að allar stúlkur fái notið hæfileika sinna sé þörf á samhæfðu átaki og fjárfestingum á sviði heilsugæslu, öryggis og því sem hann kallar 21. aldar kunnáttu. „Með hverju viðbótarári sem stúlka situr á skólabekk eftir grunnnám aukast tekjumöguleikar hennar um 25%. Ef allar stúlkur og drengir fara í framhaldsnám geta 420 milljónir manna brotist út úr fátækt“. UN Women lét útbúa myndband í tilefni dagsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent
„Við þurfum að verja þá áfanga sem náðst hafa í jafnrétti kynjanna og láta raddir stúlkna heyrast og leyfa þeim að hafa áhrif innan fjölskyldna okkar, samfélaga og þjóða. Stúlkur geta verið afl breytinga og ekkert ætti að hindra þær í því að taka af fullum krafti þátt á öllum sviðum samfélagsins,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Dagur stúlkubarnsins var víða haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag, 11. október. Að þessu sinni var þema dagsins: Kraftur stelpna – óskrifaður og óstöðvandi.Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er minnt á að nærri aldarfjórðungur sé liðinn frá því þrjátíu þúsund konur og karlar frá hartnær 200 þjóðum hafi safnast saman í Beijing, höfuðborg Kína, á fjórðu alþjóðlegu kvennaráðstefnuna, „staðráðin í því að réttindi kvenna og stúlkna skyldu viðurkennd sem mannréttindi,“ eins og segir í fréttinni. Ráðstefnunni lauk með samþykkt Beijing yfirlýsingarinnar og aðgerðaáætlunar Beijing Declaration and Platform for Action: heildstæðustu stefnumótunar um valdeflingu kvenna. „Frá samþykkt yfirlýsingarinnar hafa konur og stúlkur barist fyrir því að þoka réttindamálum sínum áfram á mörgum sviðum svo sem varðandi kynheilbrigði og réttinum til jafnra launa. Fleiri stúlkur stunda skóla í dag og ljúka námi en áður, færri giftast og eignast afkvæmi á barnsaldri og fleiri öðlast þá færni sem nauðsynleg er til að njóta sín á vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Þá segir að sjónum hafi á síðustu árum verið beint að ýmsum málefnum eins og barnabrúðkaupum, menntun, ójafnrétti, kynbundnu ofbeldi og loftslagsbreytingum.António Guterres segir að til þess að allar stúlkur fái notið hæfileika sinna sé þörf á samhæfðu átaki og fjárfestingum á sviði heilsugæslu, öryggis og því sem hann kallar 21. aldar kunnáttu. „Með hverju viðbótarári sem stúlka situr á skólabekk eftir grunnnám aukast tekjumöguleikar hennar um 25%. Ef allar stúlkur og drengir fara í framhaldsnám geta 420 milljónir manna brotist út úr fátækt“. UN Women lét útbúa myndband í tilefni dagsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent