Stúlkur geta allt - líka breytt heiminum Heimsljós kynnir 14. október 2019 16:00 Ljósmynd frá Mósambík gunnisal „Við þurfum að verja þá áfanga sem náðst hafa í jafnrétti kynjanna og láta raddir stúlkna heyrast og leyfa þeim að hafa áhrif innan fjölskyldna okkar, samfélaga og þjóða. Stúlkur geta verið afl breytinga og ekkert ætti að hindra þær í því að taka af fullum krafti þátt á öllum sviðum samfélagsins,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Dagur stúlkubarnsins var víða haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag, 11. október. Að þessu sinni var þema dagsins: Kraftur stelpna – óskrifaður og óstöðvandi.Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er minnt á að nærri aldarfjórðungur sé liðinn frá því þrjátíu þúsund konur og karlar frá hartnær 200 þjóðum hafi safnast saman í Beijing, höfuðborg Kína, á fjórðu alþjóðlegu kvennaráðstefnuna, „staðráðin í því að réttindi kvenna og stúlkna skyldu viðurkennd sem mannréttindi,“ eins og segir í fréttinni. Ráðstefnunni lauk með samþykkt Beijing yfirlýsingarinnar og aðgerðaáætlunar Beijing Declaration and Platform for Action: heildstæðustu stefnumótunar um valdeflingu kvenna. „Frá samþykkt yfirlýsingarinnar hafa konur og stúlkur barist fyrir því að þoka réttindamálum sínum áfram á mörgum sviðum svo sem varðandi kynheilbrigði og réttinum til jafnra launa. Fleiri stúlkur stunda skóla í dag og ljúka námi en áður, færri giftast og eignast afkvæmi á barnsaldri og fleiri öðlast þá færni sem nauðsynleg er til að njóta sín á vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Þá segir að sjónum hafi á síðustu árum verið beint að ýmsum málefnum eins og barnabrúðkaupum, menntun, ójafnrétti, kynbundnu ofbeldi og loftslagsbreytingum.António Guterres segir að til þess að allar stúlkur fái notið hæfileika sinna sé þörf á samhæfðu átaki og fjárfestingum á sviði heilsugæslu, öryggis og því sem hann kallar 21. aldar kunnáttu. „Með hverju viðbótarári sem stúlka situr á skólabekk eftir grunnnám aukast tekjumöguleikar hennar um 25%. Ef allar stúlkur og drengir fara í framhaldsnám geta 420 milljónir manna brotist út úr fátækt“. UN Women lét útbúa myndband í tilefni dagsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent
„Við þurfum að verja þá áfanga sem náðst hafa í jafnrétti kynjanna og láta raddir stúlkna heyrast og leyfa þeim að hafa áhrif innan fjölskyldna okkar, samfélaga og þjóða. Stúlkur geta verið afl breytinga og ekkert ætti að hindra þær í því að taka af fullum krafti þátt á öllum sviðum samfélagsins,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Dagur stúlkubarnsins var víða haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag, 11. október. Að þessu sinni var þema dagsins: Kraftur stelpna – óskrifaður og óstöðvandi.Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er minnt á að nærri aldarfjórðungur sé liðinn frá því þrjátíu þúsund konur og karlar frá hartnær 200 þjóðum hafi safnast saman í Beijing, höfuðborg Kína, á fjórðu alþjóðlegu kvennaráðstefnuna, „staðráðin í því að réttindi kvenna og stúlkna skyldu viðurkennd sem mannréttindi,“ eins og segir í fréttinni. Ráðstefnunni lauk með samþykkt Beijing yfirlýsingarinnar og aðgerðaáætlunar Beijing Declaration and Platform for Action: heildstæðustu stefnumótunar um valdeflingu kvenna. „Frá samþykkt yfirlýsingarinnar hafa konur og stúlkur barist fyrir því að þoka réttindamálum sínum áfram á mörgum sviðum svo sem varðandi kynheilbrigði og réttinum til jafnra launa. Fleiri stúlkur stunda skóla í dag og ljúka námi en áður, færri giftast og eignast afkvæmi á barnsaldri og fleiri öðlast þá færni sem nauðsynleg er til að njóta sín á vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Þá segir að sjónum hafi á síðustu árum verið beint að ýmsum málefnum eins og barnabrúðkaupum, menntun, ójafnrétti, kynbundnu ofbeldi og loftslagsbreytingum.António Guterres segir að til þess að allar stúlkur fái notið hæfileika sinna sé þörf á samhæfðu átaki og fjárfestingum á sviði heilsugæslu, öryggis og því sem hann kallar 21. aldar kunnáttu. „Með hverju viðbótarári sem stúlka situr á skólabekk eftir grunnnám aukast tekjumöguleikar hennar um 25%. Ef allar stúlkur og drengir fara í framhaldsnám geta 420 milljónir manna brotist út úr fátækt“. UN Women lét útbúa myndband í tilefni dagsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent