Sport

Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns

Ástrós Ýr Eggertsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa
Burns var úrskurðaður sigurvegari
Burns var úrskurðaður sigurvegari vísir/getty
Brasilíumaðurinn Gilbert Burns sigraði Gunnar Nelson á bardagakvöldi UFC í Kaupmannahöfn. Eftir þrjár lotur gáfu allir þrír dómarar bardagans Burns 29 stig og Gunna 28.

Burns byrjaði aggressívt en Gunnar tók því með miklu jafnaðargeði. Gunnar kláraði fyrstu lotuna mjög vel þegar hann kom sér í góða stöðu eftir tilraun að fellu frá Burns.

Í annarri lotu hélt Burns áfram að sparka í Gunnar en Gunnar náði þó góðu höggi og árás og kom Burns í hornið. Í lok annarrar lotu náði Burns svakalegu hnéhöggi í andlitið á Gunnari, en Gunnar lét það ekki mikið á sig fá.

Í þriðju lotu var Burns svo með augljósa yfirburði og kláraði á virkilega sterkri fellu.

Bardaginn fór í dómaraúrskurð og var hann einróma, Burns sigraði.

Gunni hefur nú barist þrettán sinnum í UFC, ferillinn hófst með fjórum sigrum áður en Rick Story var of stór biti fyrir okkar mann. Síðan þá hefur Gunni barist sjö sinnum og unnið fjóra bardaga. Síðast sigraði hann Kúrekann Alex Oliveira í desember eins og frægt er orðið.

Þetta er fimmti bardaginn sem Gunnar tapar og annar bardaginn í röð.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×