Lífið

Slow mo guys: Eldur eins og þú hefur aldrei séð hann áður

Samúel Karl Ólason skrifar
Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys. Meðal annars hafa þeir komið til Íslands og tekið upp náttúruna hér á landi. Þeir birtu nýtt mynband í gær þar sem þeir leika sér með elda, eins og þeir hafa oft gert áður.

Núna bjóða þeir áhorfendum sínum þó upp á nýstárlegt sjónarhorn.

Dan, eins og hann er kallaður, kveikti í bensíni í fötu og skvetti því á rúðu og var Gav búinn að stilla háhraðamyndavélinni upp þannig að hún fangaði eldinn lenda á rúðunni, hinu megin frá.

Það er vert að mæla með því að horfa á þetta myndband í eins góðum gæðum og tækjabúnaður ykkar leyfir.


Tengdar fréttir

Eldingar í Singapúr sýndar ofurhægt

Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.

Fönguðu Strokk og Gullfoss í „Slow Mo“

Þeir Gavin og Dan í "Slow Mo Guys“ á Youtube heimsóttu Ísland í fyrra til að fanga íslenska náttúru með háhraðamyndavélum, eins og þeim einum er lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.