Pavel: Þú þarft ekki að vera fullkominn Árni Jóhannsson skrifar 25. mars 2019 21:47 Pavel var frábær í kvöld. vísir/pjetur „Ég segi nú ekki að allt hafi gengið fullkomlega upp en það gekk margt mjög vel upp“, sagði Pavel Ermolinskij sem að öðrum ólöstuðum var besti maður vallarins í dag. Hann var spurður að því hvort allt hafi gengið fullkomlega upp hjá KR-ingum en þeir virtust eiga svör við öllum þeim spurningum sem Keflvíkingar lögðu fyrir þá í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. „Þetta var ekki fullkominn leikur af okkar hálfu en þú þarft ekki fullkominn leik, þú þarft bara að vinna þegar þú ert kominn á þennan stað í tímabilinu og alveg sama hvernig þú ferð að því. Við erum ekki að reyna að eiga fullkomna leiki við erum bara að reyna að sigra og það er aukaatriði að reyna að ná fullkomnum leik.“ Pavel, sem var meiddur undir lok deildarkeppninnar, var spurður út í baráttu hans við Michael Craion sem er hörð og hlýtur að taka mikið á líkamlega. Hvernig er standið á Pavel? „Það er matsatriði hvernig ástandið á mér er. Þetta er mikil barátta og mikill skrokkur sem ég er að kljást við í teignum. Ég þekki náttúrlega Mike vel og það versta við að eiga við hann er það hversu stoltur hann er.“ „Hann sýnir það ekki út á við en hann er mjög mikill keppnismaður í sér og þegar maður nær að stoppa hann einu sinni og tvisvar þá eflist hann við það, aðrir færu í skel en hann eflist við það og ætlar að myrða þig í næstu tilraun. Þetta er stanslaus barátta en það er mjög gaman, þetta er mjög skemmtilegt.“ Keflvíkingar eru komnir með bakið upp við vegginn fræga og taldi Pavel að reynsla KR myndi skína í gegn í næsta leik en aftur á móti þá yrði mótspyrnan líklega sú mesta hingað til í einvíginu. „Ég held að við sýnum ekkert vanmat eða eða tökum þessu einhvernveginn léttleikandi á fimmtudaginn. Bæði höfum við gengið í gegnum þetta svo oft áður og farið ýmsar mismunandi leiðir í gegnum þetta og séð allt gerast.“ „Við höfum oft eða eiginlega alltaf farið í gegnum 8 liða úrslitin 3-0 og maður hefur séð lið brotna eftir leik númer tvö og hætta fyrir þriðja leik. Ég leyfi mér að fullyrða að Keflavík er ekki að fara að gera það, þetta er alltof sterkt lið til þess, allt of miklir karakterar til að veita okkur ekki fjandi harða mótspyrnu á fimmtudaginn. Þannig að við þurfum að eiga ennþá betri leik en í dag og í seinasta leik. Við þurfum hreinlega að eiga okkar besta leik á fimmtudaginn til að vinna.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
„Ég segi nú ekki að allt hafi gengið fullkomlega upp en það gekk margt mjög vel upp“, sagði Pavel Ermolinskij sem að öðrum ólöstuðum var besti maður vallarins í dag. Hann var spurður að því hvort allt hafi gengið fullkomlega upp hjá KR-ingum en þeir virtust eiga svör við öllum þeim spurningum sem Keflvíkingar lögðu fyrir þá í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. „Þetta var ekki fullkominn leikur af okkar hálfu en þú þarft ekki fullkominn leik, þú þarft bara að vinna þegar þú ert kominn á þennan stað í tímabilinu og alveg sama hvernig þú ferð að því. Við erum ekki að reyna að eiga fullkomna leiki við erum bara að reyna að sigra og það er aukaatriði að reyna að ná fullkomnum leik.“ Pavel, sem var meiddur undir lok deildarkeppninnar, var spurður út í baráttu hans við Michael Craion sem er hörð og hlýtur að taka mikið á líkamlega. Hvernig er standið á Pavel? „Það er matsatriði hvernig ástandið á mér er. Þetta er mikil barátta og mikill skrokkur sem ég er að kljást við í teignum. Ég þekki náttúrlega Mike vel og það versta við að eiga við hann er það hversu stoltur hann er.“ „Hann sýnir það ekki út á við en hann er mjög mikill keppnismaður í sér og þegar maður nær að stoppa hann einu sinni og tvisvar þá eflist hann við það, aðrir færu í skel en hann eflist við það og ætlar að myrða þig í næstu tilraun. Þetta er stanslaus barátta en það er mjög gaman, þetta er mjög skemmtilegt.“ Keflvíkingar eru komnir með bakið upp við vegginn fræga og taldi Pavel að reynsla KR myndi skína í gegn í næsta leik en aftur á móti þá yrði mótspyrnan líklega sú mesta hingað til í einvíginu. „Ég held að við sýnum ekkert vanmat eða eða tökum þessu einhvernveginn léttleikandi á fimmtudaginn. Bæði höfum við gengið í gegnum þetta svo oft áður og farið ýmsar mismunandi leiðir í gegnum þetta og séð allt gerast.“ „Við höfum oft eða eiginlega alltaf farið í gegnum 8 liða úrslitin 3-0 og maður hefur séð lið brotna eftir leik númer tvö og hætta fyrir þriðja leik. Ég leyfi mér að fullyrða að Keflavík er ekki að fara að gera það, þetta er alltof sterkt lið til þess, allt of miklir karakterar til að veita okkur ekki fjandi harða mótspyrnu á fimmtudaginn. Þannig að við þurfum að eiga ennþá betri leik en í dag og í seinasta leik. Við þurfum hreinlega að eiga okkar besta leik á fimmtudaginn til að vinna.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15