Geir Sveinsson að mæta uppeldisfélaginu í aðeins annað skiptið á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2019 16:15 Geir Sveinsson. Getty/Jean Catuffe Lokaleikur nítjándu umferðar Olís deildar karla í handbolta fer fram í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Akureyri þar sem mætast lið sem eru í baráttunni á sitthvorum enda töflunnar. Valsmenn mega ekki missa fleiri stig ætli þeir að vera með í baráttunni um efstu tvö sætin og Akureyrarliðið situr í fallsæti þremur stigum frá öruggu sæti. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þetta er líka merkilegur leikur fyrir þjálfara Akureyrarliðsins, Geir Sveinsson, sem er fyrrum fyrirliði og þjálfari Valsliðsins. Geir er einn af bestu sonum Vals og lék aldrei með öðru félagi hér heima. Geir lék með Val til ársins 1989 þegar hann fót út í atvinnumennsku. Hann spilaði á Spáni, í Frakklandi og í Þýskalandi næstu tíu árin. Geir kom aftur heim til Íslands 1999 og tók við þjálfun æskufélags síns og lék þá í nokkur tímabil sem spilandi þjálfari Valsliðsins. Geir var fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals 1988 og Íslandsmeistara Vals 1989. Valsliðið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn 2002 en tapaði þá í oddaleik á móti KA. Í kvöld mun Geir aðeins mæta Val í annað skiptið á ferli sínum sem leikmaður eða þjálfari í efstu deild. Hitt skiptið var þegar hann tók við Gróttu á miðju tímabili og mætti með Seltirninga á Hlíðarenda í lokaumferð deildarinnar. Sá leikur fór fram 8. apríl 2010 eða fyrir næstum því níu árum síðan. Gróttuliðið þurfti þá að vinna til að forðast umspil um fall úr deildinni. Grótta var yfir 12-11 í hálfleik og staðan var 17-17 en Valsmenn gáfu í undir lokin og unnu 25-20 sigur. Geir hefur síðan þjálfað í Þýskalandi og Austurríki auk þess að stýra íslenska landsliðinu. Hann tók síðan við Akureyrarliðinu um áramótin og snéri þá aftur í íslensku deildina. Nú er síðan komið að því að glíma við uppeldisfélagið sitt og það í aðeins annað skiptið á ferlinum. Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Lokaleikur nítjándu umferðar Olís deildar karla í handbolta fer fram í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Akureyri þar sem mætast lið sem eru í baráttunni á sitthvorum enda töflunnar. Valsmenn mega ekki missa fleiri stig ætli þeir að vera með í baráttunni um efstu tvö sætin og Akureyrarliðið situr í fallsæti þremur stigum frá öruggu sæti. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þetta er líka merkilegur leikur fyrir þjálfara Akureyrarliðsins, Geir Sveinsson, sem er fyrrum fyrirliði og þjálfari Valsliðsins. Geir er einn af bestu sonum Vals og lék aldrei með öðru félagi hér heima. Geir lék með Val til ársins 1989 þegar hann fót út í atvinnumennsku. Hann spilaði á Spáni, í Frakklandi og í Þýskalandi næstu tíu árin. Geir kom aftur heim til Íslands 1999 og tók við þjálfun æskufélags síns og lék þá í nokkur tímabil sem spilandi þjálfari Valsliðsins. Geir var fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals 1988 og Íslandsmeistara Vals 1989. Valsliðið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn 2002 en tapaði þá í oddaleik á móti KA. Í kvöld mun Geir aðeins mæta Val í annað skiptið á ferli sínum sem leikmaður eða þjálfari í efstu deild. Hitt skiptið var þegar hann tók við Gróttu á miðju tímabili og mætti með Seltirninga á Hlíðarenda í lokaumferð deildarinnar. Sá leikur fór fram 8. apríl 2010 eða fyrir næstum því níu árum síðan. Gróttuliðið þurfti þá að vinna til að forðast umspil um fall úr deildinni. Grótta var yfir 12-11 í hálfleik og staðan var 17-17 en Valsmenn gáfu í undir lokin og unnu 25-20 sigur. Geir hefur síðan þjálfað í Þýskalandi og Austurríki auk þess að stýra íslenska landsliðinu. Hann tók síðan við Akureyrarliðinu um áramótin og snéri þá aftur í íslensku deildina. Nú er síðan komið að því að glíma við uppeldisfélagið sitt og það í aðeins annað skiptið á ferlinum.
Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira