Matthías með heilunarmátt en Klifur-Klemens fastagestur á slysó Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 22:00 Vinskapur Matthíasar og Klemensar hefur verið náin frá því þeir voru ungir en þeir eru fæddir árið 1994. Matthías í febrúar en Klemns í desember. „Klemens hefur alltaf verið mjög orkumikill, mjög fjörugur en átt mjög gott með að einbeita sér á sama tíma. Söngur og dans hefur verið hans dálæti frá því við munum eftir honum,“ segir Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Nikulássonar Hannigan, annars söngvara Hatara. Iceland Music News, kómískur fjölmiðill á vegum Hatara, ræddi við foreldra söngvara Hatara til að kynnast söngvurunum betur. „Svo er hann ljúfur og skemmtilegur á sama tíma,“ segir Nikulás, faðir Klemensar. Rán bætir við að þau elski son sinn mjög mikið. „Við erum náttúrulega algjörlega hlutlaus,“ segir Nikulás og skellir upp úr.Ekki rosa celeb „Matthías er spekingur. Hann sagði kannski ekki endilega mikið en oft datt upp úr honum eitthvað sem að hljómaði eins og einhver myndi segja sem væri miklu eldri en hann. Hann fór oft á dýptina en hann var líka mjög fylginn sér,“ segir Ágústa Kristín Andersen, stjúpmóðir Matthíasar. „Hann hefur heilunarmátt. Hann uppgötvaðist á leikskóla. Leiðinleg börn voru alltaf látin leika við Matthías til að róa þau, hafa þau góð. Ekki leiðinleg, erfið,“ segir faðirinn Haraldur Flosi Tryggvason. Jórunn Elenóra, systir Matthíasar, segist ekki líta á bróður sinn sem einhverja stjörnu. „Hann er bara mjög skemmtilegur og góður bróðir myndi ég segja. Og ég hef lært mjög mikið af honum. Matti verður alltaf Matti fyrir mér. Hann er bara bróðir minn og ekki beint eitthvað rosa celeb.“Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn TumiRosalega ólíkir „Í alvöru talað þá hefur þessi hugsjónamennska fylgt honum ansi lengi. Hann hefur áhrif á mann. Maður áttar sig á því að hann er sérstakur drengur. Það var mjög áberandi hvað hann var ljúfur, blíður og mikill hugsuður.“ Rán, móðir Klemensar, segir alltaf hafa verið mjög sterkt samband á milli þeirra frænda.Klemens með móður sinni Rán skömmu fyrir brottför af hóteli sveitarinnar á leið í keppnishöllina á þriðjudaginn.Vísir/Kolbeinn Tumi„Rosalega ólíkir alveg frá byrjun. Matthías var mjög stór og þungur og Klemens lítill og léttur, upp um allan veggi. Við fórum með hann þrettán sinnum upp á slysavarðsstofu því hann var alltaf að detta í svona ævintýramennsku. En þeir hafa alltaf náð mjög sérstöku sambandi og alltaf verið í svona ævintýrum,“ segir Rán um hvernig þeir léku sér saman sem krakkar. „Ég sá alltaf fyrir mér að ef þetta héldi áfram að þeir myndu gera skemmtilega hluti saman því þeir bæta hvorn annan svo mikið upp.“ Eurovision Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Sjá meira
„Klemens hefur alltaf verið mjög orkumikill, mjög fjörugur en átt mjög gott með að einbeita sér á sama tíma. Söngur og dans hefur verið hans dálæti frá því við munum eftir honum,“ segir Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Nikulássonar Hannigan, annars söngvara Hatara. Iceland Music News, kómískur fjölmiðill á vegum Hatara, ræddi við foreldra söngvara Hatara til að kynnast söngvurunum betur. „Svo er hann ljúfur og skemmtilegur á sama tíma,“ segir Nikulás, faðir Klemensar. Rán bætir við að þau elski son sinn mjög mikið. „Við erum náttúrulega algjörlega hlutlaus,“ segir Nikulás og skellir upp úr.Ekki rosa celeb „Matthías er spekingur. Hann sagði kannski ekki endilega mikið en oft datt upp úr honum eitthvað sem að hljómaði eins og einhver myndi segja sem væri miklu eldri en hann. Hann fór oft á dýptina en hann var líka mjög fylginn sér,“ segir Ágústa Kristín Andersen, stjúpmóðir Matthíasar. „Hann hefur heilunarmátt. Hann uppgötvaðist á leikskóla. Leiðinleg börn voru alltaf látin leika við Matthías til að róa þau, hafa þau góð. Ekki leiðinleg, erfið,“ segir faðirinn Haraldur Flosi Tryggvason. Jórunn Elenóra, systir Matthíasar, segist ekki líta á bróður sinn sem einhverja stjörnu. „Hann er bara mjög skemmtilegur og góður bróðir myndi ég segja. Og ég hef lært mjög mikið af honum. Matti verður alltaf Matti fyrir mér. Hann er bara bróðir minn og ekki beint eitthvað rosa celeb.“Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn TumiRosalega ólíkir „Í alvöru talað þá hefur þessi hugsjónamennska fylgt honum ansi lengi. Hann hefur áhrif á mann. Maður áttar sig á því að hann er sérstakur drengur. Það var mjög áberandi hvað hann var ljúfur, blíður og mikill hugsuður.“ Rán, móðir Klemensar, segir alltaf hafa verið mjög sterkt samband á milli þeirra frænda.Klemens með móður sinni Rán skömmu fyrir brottför af hóteli sveitarinnar á leið í keppnishöllina á þriðjudaginn.Vísir/Kolbeinn Tumi„Rosalega ólíkir alveg frá byrjun. Matthías var mjög stór og þungur og Klemens lítill og léttur, upp um allan veggi. Við fórum með hann þrettán sinnum upp á slysavarðsstofu því hann var alltaf að detta í svona ævintýramennsku. En þeir hafa alltaf náð mjög sérstöku sambandi og alltaf verið í svona ævintýrum,“ segir Rán um hvernig þeir léku sér saman sem krakkar. „Ég sá alltaf fyrir mér að ef þetta héldi áfram að þeir myndu gera skemmtilega hluti saman því þeir bæta hvorn annan svo mikið upp.“
Eurovision Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Sjá meira