Sport

Truflaðist í miðjum tennisleik og kastaði stól inn á völlinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Kyrgios er hér búinn að eyðileggja spaðann sinn.
Nick Kyrgios er hér búinn að eyðileggja spaðann sinn. Getty/Alex Pantling
Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios missti algjörlega stjórn á skapi sínu í miðjum leik á opna ítalska mótinu í tennis í dag.

Nick Kyrgios var að spila leik við Norðmanninn Casper Ruud í 2. umferð mótsins en í boði var sæti í sextán manna úrslitum.

Leikurinn endaði aldrei því svo ósáttur var Nick Kyrgios við að fá dómaravíti að hann gjörsamlega truflaðist, þrumaði spaðanum í jörðina, kastaði stól inn á völlinn og strunsaði síðan í burtu.

Nick Kyrgios er 24 ára gamall og í 33. sæti á heimslistanum. Hann hefur unnið fimm mót á mótaröðinni á ferlinum og er næsthæsti Ástralinn á heimslistanum.

Nick Kyrgios var þó ekki brjálaðri en það að hann tók í höndina á öllum áður en hann rauk í burtu.

Norðmaninum Casper Ruud var dæmdur sigur og mætir hann Juan Martín del Potro frá Argentínu í næstu umferð.

Hér fyrir neðan má sjá brjálæðiskastið hjá Nick Kyrgios.





Nick Kyrgios hafði líka komist í fréttirnar í gær fyrir að drulla yfir stærstu stjörnur tennisheimsins eins og þá Rafa Nadal og Novak Djokovic.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×