Segja Netflix sýna íslenskri kvikmynd mikinn áhuga Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 13:36 Aðalhluverkin í Eden eru í höndum Telmu Huldar Jóhannesdóttur og Hansel Eagle. Streymisveitan Netflix hefur sýnt nýrri íslenskri mynd mikinn áhuga. Þetta kom fram í spjalli Heimis Karlssonar og Gunnlaugs Helgasonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu við aðstandendur myndarinnar Eden. Myndin var frumsýnd í síðustu viku en hún segir frá parinu Lóu og Ólíver sem á sér stóra drauma en neyðist til að selja eiturlyf á götunni til að framfleyta sér. Um er að ræða klassíska sögu um elskendur á flótta, í ætt við Bonnie og Clyde og True Romance, en handritshöfundur og leikstjóri hennar, Snævar Sölvi Sölvason, sagðist hafa snúið hlutverkunum á hvolf. Hægt er að hlusta á spjall við þá Snævar Sölva og Hansel Eagle, annan af aðalleikurum myndarinnar, í Bítinu hér fyrir neðan.Í hinni hefðbundnu sögu um elskendur á flótta er það oftast karlinn sem er smákrimmi og konan hoppar á vagninn með honum, en í þessari mynd er það konan sem fer fyrir framgangi þeirra í undirheimunum. Er um að ræða spennumynd með afar gamansömu ívafi. Þeir sögðu viðtökurnar hér á landi með ágætum en þeirra maður í Los Angeles hefði þó tjáð þeim að myndin hefði vakið áhuga streymisveiturisans Netflix. Þá hafa aðrar streymisveitur einnig sýnt myndinni mikinn áhuga, sem gæti þýtt að myndin muni ná inn á Bandaríkja- og Kínamarkað. Hægt er að sjá stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Netflix Tengdar fréttir Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Streymisveitan Netflix hefur sýnt nýrri íslenskri mynd mikinn áhuga. Þetta kom fram í spjalli Heimis Karlssonar og Gunnlaugs Helgasonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu við aðstandendur myndarinnar Eden. Myndin var frumsýnd í síðustu viku en hún segir frá parinu Lóu og Ólíver sem á sér stóra drauma en neyðist til að selja eiturlyf á götunni til að framfleyta sér. Um er að ræða klassíska sögu um elskendur á flótta, í ætt við Bonnie og Clyde og True Romance, en handritshöfundur og leikstjóri hennar, Snævar Sölvi Sölvason, sagðist hafa snúið hlutverkunum á hvolf. Hægt er að hlusta á spjall við þá Snævar Sölva og Hansel Eagle, annan af aðalleikurum myndarinnar, í Bítinu hér fyrir neðan.Í hinni hefðbundnu sögu um elskendur á flótta er það oftast karlinn sem er smákrimmi og konan hoppar á vagninn með honum, en í þessari mynd er það konan sem fer fyrir framgangi þeirra í undirheimunum. Er um að ræða spennumynd með afar gamansömu ívafi. Þeir sögðu viðtökurnar hér á landi með ágætum en þeirra maður í Los Angeles hefði þó tjáð þeim að myndin hefði vakið áhuga streymisveiturisans Netflix. Þá hafa aðrar streymisveitur einnig sýnt myndinni mikinn áhuga, sem gæti þýtt að myndin muni ná inn á Bandaríkja- og Kínamarkað. Hægt er að sjá stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Netflix Tengdar fréttir Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00