Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 11:30 Haukur Þrastarson er yngsti leikmaður HM-hóps Guðmundar Guðmundssonar en hann byrjar þó mótið fyrir utan hóp. mynd/heimasíða ehf Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. Kynslóðarskiptin hafa staðið í nokkur ár en að þessu sinni tekur Guðmundur Guðmundsson risaskref í átt að því að búa til framtíðarlið. Meiðsli á lokakaflanum sáu til þess að skrefið var enn stærra en hann ætlaði sér. Ísland á hinsvegar margra mjög efnilega leikmenn og fullt af þeim fá að reyna sig í djúpu lauginni á næstu vikum. Þegar íslenska landsliðið keppti á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir fjórum árum síðan þá var meðalaldur liðsins rétt undir þrítugu. Á heimsmeistaramótinu sem hefst í vikunni teflir Ísland fram næstum því sex árum yngra liði og sex stórmótanýliðum. Meðalaldur sautján manna hóps Guðmundar á HM í Þýskalandi og Danmörku er aðeins 24,1 ár. Þetta verður fjórða stórmótið í röð þar sem meðalaldur liðsins lækkar. Meðalaldurinn hefur farið úr 29,8 árum á HM 2015, niður í 29,1 ár á EM 2016, þaðan í 27,6 ár á HM 2017, hann var 27,1 ár á EM í fyrra og er síðan aðeins 24,1 ár á þessu HM. Þetta er fyrsta stórmót Guðmundar síðan á Ólympíuleikunum í London og þá var hann heldur betur með öðruvísi hóp þegar kemur að aldursbili leikmanna. Meðalaldur hópsins í London var 30,8 ár en tíu af fjórtán leikmönnum þessa liðs voru þá orðnir þrítugir og Aron Pálmarsson, þá langyngsti leikmaður liðsins, var þá sá eini sem var ekki orðinn 25 ára. 93 prósent leikmanna hóps Guðmundar fyrir sex og hálfu ári voru því 25 ára eða eldri en á mótinu í ár eru 65 prósent leikmanna Guðmundar aftur á móti yngri en 25 ára. Guðmundur fer með mjög ungt lið og það sést vel í samanburði við tvö liða á tveimur af stærstu kynslóðarskiptum íslenska landsliðsins. Þetta voru liðin sem fóru á ÓL 1984 annarsvegar og svo á HM 2005 hinsvegar. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 tók Bogdan Kowalczyk kynslóðin við í landsliðinu en það var fyrsta stórmót handboltalandsliðsins frá HM í Danmörku 1978. Allir nema tveir í hópnum 1984 (Þorbergur Aðalsteinsson og Bjarni Guðmundsson) höfðu enga reynslu af stórmótum en meðalaldur liðsins náði engu að síður 25,5 árum. Guðmundur Guðmundsson var þá leikmaður íslenska landsliðsins og á sínu fyrsta stórmóti. Meðalaldurinn á HM í Túnis 2005, þar sem kannski grunnurinn var lagður af silfurliðinu á Ól í Peking, voru sjö nýliðar á stórmótum og meðalaldur liðsins var 25,6 ár. Bæði þessi miklu kynslóðarlið voru því með mun hærri meðalaldur en lið Guðmundar á HM 2019. Hér fyrir neðan má sjá hvernig meðalaldur íslenska landsliðsins hefur hrunið niður á undanförnum stórmótum liðsins.Elvar Örn Jónsson er einn af ungu leikmönnum liðsins en hann er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Guðmundi og er líklegur byrjunarliðsmaður á HM 2019.Mynd/Instagram/hsi_icelandÞróun meðalaldurs íslenska landsliðshópsins á síðustu stórmótumHM í Þýskalandi og Danmörku 2019 - 24,1 ár Tveir leikmenn yfir þrítugu Ellefu leikmenn undir 25 áraElstur: Björgvin Páll Gústavsson (33 ára)Yngstur: Haukur Þrastarson (17 ára)EM í Króatíu 2018 - 27,1 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Sex leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (38 ára)Yngstur: Ýmir Örn Gíslason (20 ára)HM í Frakklandi 2017 - 27,6 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (37 ára)Yngstur: Ómar Ingi Magnússon (19 ára)EM í Póllandi 2016 - 29,1 ár Átta leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (36 ára)Yngstur: Guðmundur Hólmar Helgason (23 ára)HM í Katar 2015 - 29,8 ár Níu leikmenn yfir þrítugu Tveir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (37 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (24 ára)EM í Danmörku 2014 - 28,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (36 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (23 ára)HM á Spáni 2013 - 27,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fimm leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (35 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)ÓL í London 2012 - 30,8 ár Tíu leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Ólafur Stefánsson (39 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. Kynslóðarskiptin hafa staðið í nokkur ár en að þessu sinni tekur Guðmundur Guðmundsson risaskref í átt að því að búa til framtíðarlið. Meiðsli á lokakaflanum sáu til þess að skrefið var enn stærra en hann ætlaði sér. Ísland á hinsvegar margra mjög efnilega leikmenn og fullt af þeim fá að reyna sig í djúpu lauginni á næstu vikum. Þegar íslenska landsliðið keppti á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir fjórum árum síðan þá var meðalaldur liðsins rétt undir þrítugu. Á heimsmeistaramótinu sem hefst í vikunni teflir Ísland fram næstum því sex árum yngra liði og sex stórmótanýliðum. Meðalaldur sautján manna hóps Guðmundar á HM í Þýskalandi og Danmörku er aðeins 24,1 ár. Þetta verður fjórða stórmótið í röð þar sem meðalaldur liðsins lækkar. Meðalaldurinn hefur farið úr 29,8 árum á HM 2015, niður í 29,1 ár á EM 2016, þaðan í 27,6 ár á HM 2017, hann var 27,1 ár á EM í fyrra og er síðan aðeins 24,1 ár á þessu HM. Þetta er fyrsta stórmót Guðmundar síðan á Ólympíuleikunum í London og þá var hann heldur betur með öðruvísi hóp þegar kemur að aldursbili leikmanna. Meðalaldur hópsins í London var 30,8 ár en tíu af fjórtán leikmönnum þessa liðs voru þá orðnir þrítugir og Aron Pálmarsson, þá langyngsti leikmaður liðsins, var þá sá eini sem var ekki orðinn 25 ára. 93 prósent leikmanna hóps Guðmundar fyrir sex og hálfu ári voru því 25 ára eða eldri en á mótinu í ár eru 65 prósent leikmanna Guðmundar aftur á móti yngri en 25 ára. Guðmundur fer með mjög ungt lið og það sést vel í samanburði við tvö liða á tveimur af stærstu kynslóðarskiptum íslenska landsliðsins. Þetta voru liðin sem fóru á ÓL 1984 annarsvegar og svo á HM 2005 hinsvegar. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 tók Bogdan Kowalczyk kynslóðin við í landsliðinu en það var fyrsta stórmót handboltalandsliðsins frá HM í Danmörku 1978. Allir nema tveir í hópnum 1984 (Þorbergur Aðalsteinsson og Bjarni Guðmundsson) höfðu enga reynslu af stórmótum en meðalaldur liðsins náði engu að síður 25,5 árum. Guðmundur Guðmundsson var þá leikmaður íslenska landsliðsins og á sínu fyrsta stórmóti. Meðalaldurinn á HM í Túnis 2005, þar sem kannski grunnurinn var lagður af silfurliðinu á Ól í Peking, voru sjö nýliðar á stórmótum og meðalaldur liðsins var 25,6 ár. Bæði þessi miklu kynslóðarlið voru því með mun hærri meðalaldur en lið Guðmundar á HM 2019. Hér fyrir neðan má sjá hvernig meðalaldur íslenska landsliðsins hefur hrunið niður á undanförnum stórmótum liðsins.Elvar Örn Jónsson er einn af ungu leikmönnum liðsins en hann er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Guðmundi og er líklegur byrjunarliðsmaður á HM 2019.Mynd/Instagram/hsi_icelandÞróun meðalaldurs íslenska landsliðshópsins á síðustu stórmótumHM í Þýskalandi og Danmörku 2019 - 24,1 ár Tveir leikmenn yfir þrítugu Ellefu leikmenn undir 25 áraElstur: Björgvin Páll Gústavsson (33 ára)Yngstur: Haukur Þrastarson (17 ára)EM í Króatíu 2018 - 27,1 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Sex leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (38 ára)Yngstur: Ýmir Örn Gíslason (20 ára)HM í Frakklandi 2017 - 27,6 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (37 ára)Yngstur: Ómar Ingi Magnússon (19 ára)EM í Póllandi 2016 - 29,1 ár Átta leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (36 ára)Yngstur: Guðmundur Hólmar Helgason (23 ára)HM í Katar 2015 - 29,8 ár Níu leikmenn yfir þrítugu Tveir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (37 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (24 ára)EM í Danmörku 2014 - 28,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (36 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (23 ára)HM á Spáni 2013 - 27,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fimm leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (35 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)ÓL í London 2012 - 30,8 ár Tíu leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Ólafur Stefánsson (39 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti