Telur ósennilegt að stjórnvöld vestanhafs brjóti upp Facebook Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. janúar 2019 18:15 Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner. Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner hefur meira en 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu vestanhafs. Hann telur ósennilegt að bandarísk samkeppnisyfirvöld brjóti upp Facebook þótt fyrirtækið sé í einokunarstöðu. Hann telur að mörg bandarísk stórfyrirtæki hafi fengið að vaxa óhóflega mikið og komist í yfirburðastöðu gagnvart keppinautum sínum án athugasemda stjórnvalda. Í desember síðastliðnum upplýsti New York Times að Facebook hefði veitt ýmsum fyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda án samþykkis þeirra. Til dæmis veitti Facebook fyrirtækjum eins og Netflix og Spotify aðgang að einkaskilaboðum notenda án samþykkis. Facebook bætti við sig notendum sem gátu átt samskipti við vini þvert á samfélagsmiðla og vefsíður á meðan tæknifyrirtækin gátu gert vörur sínar eftirsóknarverðari með því að nýta sér persónuupplýsingar notenda. Afhjúpun New York Times hefur vakið upp umræðu vestanhafs um hvort bandarísk stjórnvöld þurfi ekki að beita sér gegn Facebook með einhverjum hætti. Þannig hafa þingmenn kallað eftir betra eftirliti með Facebook. Tim Wu, prófessor við lagadeild Columbia-háskóla, er þeirrar skoðunar að samkeppnisyfirvöld vestanhafs eigi að brjóta Facebook upp í ljósi einokunarstöðu fyrirtækisins þar sem Facebook hafi brotið gegn skilmálum sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (Federal Trade Commission, FTC) árið 2011. Sáttin sneri að ásökunum um að Facebook hefði blekkt notendur með því að efna ekki loforð um vernd persónuupplýsinga þeirra. Wu segir að einfaldasta leiðin til að brjóta upp Facebook og auka þar með samkeppni væri að þvinga Facebook til að selja frá sér Instagram og Whatsapp en samruni við bæði fyrirtækin rann í gegn á sínum tíma án athugasemda.Þú ert að „borga með upplýsingum um sjálfan þig“ Ólafur Jóhann Ólafsson hefur starfað í viðskiptalífinu vestanhafs í rúmlega 30 ár og hefur ágæta innsýn á þá markaði sem Facebook og önnur tæknifyrirtæki starfa á enda starfaði hann hjá fjölmiðlasamsteypunni Time Warner í 19 ár þar sem hann var aðstoðarforstjóri.Finnst þér líklegt að stjórnvöld vestanhafs, til dæmis Federal Trade Commission, beiti sér gegn Facebook og brjóti fyrirtækið upp í ljósi einokunarstöðu fyrirtækisins?„Þetta er góð spurning því New York Times, sem er búið að vinna alla þessa rannsóknarblaðamennsku, þetta eru stórmerkilegar upplýsinar sem þeir hafa komið fram með og komu kannski ekkert óskaplega mikið á óvart fyrir okkur sem höfum fylgst með þessu í áranna rás. Samkeppnisyfirvöld eru alltaf að heyja sitt síðasta stríð og það gengur mikið út á það að koma í veg fyrir samruna fyrirtækja sem eru þegar orðin stöndug. Þau eiga mjög erfitt með að eiga við fyrirtæki sem spretta úr nýjum jarðvegi. Það sem hefur gerst á þessum stafræna markaði er að þeir sem eru fyrstir og ná utan um markaðinn, þeir enda oft í einokunarstöðu. Ef við lítum á allan hefðbundinn efnisrekstur, hvort sem það eru dagblöð, sjónvarpsstöðvar, kvikmyndaver, hljómplötuútgáfur, það eru alltaf svona fjórir eða fimm stórir og svo önnur smærri fyrirtæki sem skipta markaðnum á milli sín. En við sjáum til dæmis að Google á leitina og þær auglýsingar sem tilheyra henni. Facebook á þann geira sem þeir eru í og auglýsingarnar sem tilheyra því. Það sem er að gerast er að það eru ekki bara hefðbundin fyrirtæki á markaði sem líða fyrir það. Það eru líka nýju fyrirtækin. Það er orðið vonlaust fyrir fyrirtæki sem eru að reyna að ryðja sér til rúms á þessum stafrænum fjölmiðlamarkaði, internetfyrirtæki sem eru að búa til og dreifa efni á vefnum eða í öppum, það hefur hrunið síðustu tvö ár því peningurinn fer allur til Facebook og Google. Þessi fyrirtæki hafa komist upp með að misnota trúnaðarupplýsingar. Þetta hefur alltaf gengið út á slagorð um að tengja heiminn og gera ekkert illt af sér, sem hljómar afskaplega vel en svo er leitt í ljós að fólk borgar fyrir aðgang að Facebook með sjálfu sér. Þú ert í rauninni að borga með upplýsingum um sjálfan þig. Það er gjaldmiðillinn. Og þeir hafa farið ansi frjálslega með þessar upplýsingar og brotið í rauninni gegn þeim samningi sem þeir hafa gert notendur sína. Ég held að samkeppnisyfirvöld verði sein til og það muni taka langan tíma þangað til þau ná utan um þetta vegna þess að þau eru ekki í stakk búin til þess og eru alltaf að heyja gamalt stríð,“ segir Ólafur Jóhann.Viðtalið við Ólaf Jóhann í heild sinni má nálgast hér. Það verður erfitt að setja nýjar efnisveitur á markað Ólafur Jóhann telur að það verði erfitt að setja nýjar efnisveitur á markað sem geti veitt Netflix, Amazon og Hulu samkeppni en bæði Disney og Apple ætla að kynna nýjar efnisveitur á næstunni. Þá er talið líklegt að AT&T geri slíkt hið sama eftir yfirtökun á Time Warner sem í dag heitir Warner Media. „Ég vona að það gangi hjá þeim því fákeppni er ekki góð. Ég held að allir geti verið sammála um að samkeppni sé af hinu góða. Þetta verður hins vegar ekki auðvelt. Þetta er svolítið eins og að elta snjóbolta sem byrjaði á tindinum og er komin hálfa leið niður í brekku og hlaða utan á sig en byrja sjálfur í miðri brekkunni. Forskotið er það mikið. Þessi fyrirtæki þurfa líka öll að hlúa að þeim rekstri sem þau eru með. Þau eru metin á hlutabréfamörkuðum á hefðbundinn hátt. Þ.e. hversu hinn hefðbundni rekstur hefur vaxið frá ári til árs en þau þurfa svo að fjárfesta í þessu og það er tvenns konar fjárfesting. Það er annars vegar að smíða dreifikerfið því Netflix býr að sínu dreifikerfi og deilir því ekki með neinum og það sama gildi um Amazon. Þannig að öll þessi fyrirtæki þurfa að smíða nýtt dreifikerfi og í stað þess að selja það efni sem þau búa til hæstbjóðanda þurfa þau að halda efninu útaf fyrir sig til að setja inn í þessar veitur og það er líka kostnaðarsamt. Þannig að það er ekki hlaupið að þessu. Ég vona að þetta gangi hjá þeim en það verður erfitt hjá þeim.“ Stjórnvöld vestanhafs hafa aldrei sett stein í götu margra stórfyrirtækja sem hafi fengið að vaxa án athugasemda. Eitt skýrasta dæmið er auðvitað Amazon sem hefur vaxið ævintýralega á síðustu árum með samrunum og yfirtökum í skyldum og óskyldum rekstri. En það sama á við um Facebook. „Þeim hefur aldrei verið settar skorður. Og þetta er svolítið vandmeðfarið. Þú vilt ekki kæfa fyrirtæki í fæðingu eða þegar þau eru að ryðja sér til rúms og það er spurning hvenær þú grípur inn í. Samkeppnisyfirvöld gripu ekki inn í, hvorki hjá Facebook þegar það keypti Instagram né þegar félagið keypti Whatsapp. Samkeppnisyfirvöld sjá ekki tenginguna einhvern veginn. Á sama tíma er verið að svara því hvort tvær tímaritaútgáfur geti runnið saman sem er útgáfa sem er orðin ansi brauðfætt. Þetta er það sem ég á við þegar ég segi að samkeppnisyfirvöld séu að heyja gamalt stríð. Þau eiga mjög erfitt með að skilgreina nýjan markað,“ segir Ólafur Jóhann.Viðtalið við Ólaf Jóhann í heild sinni má nálgast hér. Amazon Bandaríkin Facebook Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner hefur meira en 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu vestanhafs. Hann telur ósennilegt að bandarísk samkeppnisyfirvöld brjóti upp Facebook þótt fyrirtækið sé í einokunarstöðu. Hann telur að mörg bandarísk stórfyrirtæki hafi fengið að vaxa óhóflega mikið og komist í yfirburðastöðu gagnvart keppinautum sínum án athugasemda stjórnvalda. Í desember síðastliðnum upplýsti New York Times að Facebook hefði veitt ýmsum fyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda án samþykkis þeirra. Til dæmis veitti Facebook fyrirtækjum eins og Netflix og Spotify aðgang að einkaskilaboðum notenda án samþykkis. Facebook bætti við sig notendum sem gátu átt samskipti við vini þvert á samfélagsmiðla og vefsíður á meðan tæknifyrirtækin gátu gert vörur sínar eftirsóknarverðari með því að nýta sér persónuupplýsingar notenda. Afhjúpun New York Times hefur vakið upp umræðu vestanhafs um hvort bandarísk stjórnvöld þurfi ekki að beita sér gegn Facebook með einhverjum hætti. Þannig hafa þingmenn kallað eftir betra eftirliti með Facebook. Tim Wu, prófessor við lagadeild Columbia-háskóla, er þeirrar skoðunar að samkeppnisyfirvöld vestanhafs eigi að brjóta Facebook upp í ljósi einokunarstöðu fyrirtækisins þar sem Facebook hafi brotið gegn skilmálum sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (Federal Trade Commission, FTC) árið 2011. Sáttin sneri að ásökunum um að Facebook hefði blekkt notendur með því að efna ekki loforð um vernd persónuupplýsinga þeirra. Wu segir að einfaldasta leiðin til að brjóta upp Facebook og auka þar með samkeppni væri að þvinga Facebook til að selja frá sér Instagram og Whatsapp en samruni við bæði fyrirtækin rann í gegn á sínum tíma án athugasemda.Þú ert að „borga með upplýsingum um sjálfan þig“ Ólafur Jóhann Ólafsson hefur starfað í viðskiptalífinu vestanhafs í rúmlega 30 ár og hefur ágæta innsýn á þá markaði sem Facebook og önnur tæknifyrirtæki starfa á enda starfaði hann hjá fjölmiðlasamsteypunni Time Warner í 19 ár þar sem hann var aðstoðarforstjóri.Finnst þér líklegt að stjórnvöld vestanhafs, til dæmis Federal Trade Commission, beiti sér gegn Facebook og brjóti fyrirtækið upp í ljósi einokunarstöðu fyrirtækisins?„Þetta er góð spurning því New York Times, sem er búið að vinna alla þessa rannsóknarblaðamennsku, þetta eru stórmerkilegar upplýsinar sem þeir hafa komið fram með og komu kannski ekkert óskaplega mikið á óvart fyrir okkur sem höfum fylgst með þessu í áranna rás. Samkeppnisyfirvöld eru alltaf að heyja sitt síðasta stríð og það gengur mikið út á það að koma í veg fyrir samruna fyrirtækja sem eru þegar orðin stöndug. Þau eiga mjög erfitt með að eiga við fyrirtæki sem spretta úr nýjum jarðvegi. Það sem hefur gerst á þessum stafræna markaði er að þeir sem eru fyrstir og ná utan um markaðinn, þeir enda oft í einokunarstöðu. Ef við lítum á allan hefðbundinn efnisrekstur, hvort sem það eru dagblöð, sjónvarpsstöðvar, kvikmyndaver, hljómplötuútgáfur, það eru alltaf svona fjórir eða fimm stórir og svo önnur smærri fyrirtæki sem skipta markaðnum á milli sín. En við sjáum til dæmis að Google á leitina og þær auglýsingar sem tilheyra henni. Facebook á þann geira sem þeir eru í og auglýsingarnar sem tilheyra því. Það sem er að gerast er að það eru ekki bara hefðbundin fyrirtæki á markaði sem líða fyrir það. Það eru líka nýju fyrirtækin. Það er orðið vonlaust fyrir fyrirtæki sem eru að reyna að ryðja sér til rúms á þessum stafrænum fjölmiðlamarkaði, internetfyrirtæki sem eru að búa til og dreifa efni á vefnum eða í öppum, það hefur hrunið síðustu tvö ár því peningurinn fer allur til Facebook og Google. Þessi fyrirtæki hafa komist upp með að misnota trúnaðarupplýsingar. Þetta hefur alltaf gengið út á slagorð um að tengja heiminn og gera ekkert illt af sér, sem hljómar afskaplega vel en svo er leitt í ljós að fólk borgar fyrir aðgang að Facebook með sjálfu sér. Þú ert í rauninni að borga með upplýsingum um sjálfan þig. Það er gjaldmiðillinn. Og þeir hafa farið ansi frjálslega með þessar upplýsingar og brotið í rauninni gegn þeim samningi sem þeir hafa gert notendur sína. Ég held að samkeppnisyfirvöld verði sein til og það muni taka langan tíma þangað til þau ná utan um þetta vegna þess að þau eru ekki í stakk búin til þess og eru alltaf að heyja gamalt stríð,“ segir Ólafur Jóhann.Viðtalið við Ólaf Jóhann í heild sinni má nálgast hér. Það verður erfitt að setja nýjar efnisveitur á markað Ólafur Jóhann telur að það verði erfitt að setja nýjar efnisveitur á markað sem geti veitt Netflix, Amazon og Hulu samkeppni en bæði Disney og Apple ætla að kynna nýjar efnisveitur á næstunni. Þá er talið líklegt að AT&T geri slíkt hið sama eftir yfirtökun á Time Warner sem í dag heitir Warner Media. „Ég vona að það gangi hjá þeim því fákeppni er ekki góð. Ég held að allir geti verið sammála um að samkeppni sé af hinu góða. Þetta verður hins vegar ekki auðvelt. Þetta er svolítið eins og að elta snjóbolta sem byrjaði á tindinum og er komin hálfa leið niður í brekku og hlaða utan á sig en byrja sjálfur í miðri brekkunni. Forskotið er það mikið. Þessi fyrirtæki þurfa líka öll að hlúa að þeim rekstri sem þau eru með. Þau eru metin á hlutabréfamörkuðum á hefðbundinn hátt. Þ.e. hversu hinn hefðbundni rekstur hefur vaxið frá ári til árs en þau þurfa svo að fjárfesta í þessu og það er tvenns konar fjárfesting. Það er annars vegar að smíða dreifikerfið því Netflix býr að sínu dreifikerfi og deilir því ekki með neinum og það sama gildi um Amazon. Þannig að öll þessi fyrirtæki þurfa að smíða nýtt dreifikerfi og í stað þess að selja það efni sem þau búa til hæstbjóðanda þurfa þau að halda efninu útaf fyrir sig til að setja inn í þessar veitur og það er líka kostnaðarsamt. Þannig að það er ekki hlaupið að þessu. Ég vona að þetta gangi hjá þeim en það verður erfitt hjá þeim.“ Stjórnvöld vestanhafs hafa aldrei sett stein í götu margra stórfyrirtækja sem hafi fengið að vaxa án athugasemda. Eitt skýrasta dæmið er auðvitað Amazon sem hefur vaxið ævintýralega á síðustu árum með samrunum og yfirtökum í skyldum og óskyldum rekstri. En það sama á við um Facebook. „Þeim hefur aldrei verið settar skorður. Og þetta er svolítið vandmeðfarið. Þú vilt ekki kæfa fyrirtæki í fæðingu eða þegar þau eru að ryðja sér til rúms og það er spurning hvenær þú grípur inn í. Samkeppnisyfirvöld gripu ekki inn í, hvorki hjá Facebook þegar það keypti Instagram né þegar félagið keypti Whatsapp. Samkeppnisyfirvöld sjá ekki tenginguna einhvern veginn. Á sama tíma er verið að svara því hvort tvær tímaritaútgáfur geti runnið saman sem er útgáfa sem er orðin ansi brauðfætt. Þetta er það sem ég á við þegar ég segi að samkeppnisyfirvöld séu að heyja gamalt stríð. Þau eiga mjög erfitt með að skilgreina nýjan markað,“ segir Ólafur Jóhann.Viðtalið við Ólaf Jóhann í heild sinni má nálgast hér.
Amazon Bandaríkin Facebook Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira