Ekkert barn ætti að vera fórnarlamb ofbeldis, ótta eða áfalla Heimsljós kynnir 8. janúar 2019 14:45 Átta mánaða gömul stúlka sem komið var með á heilsugæslustöð Barnaheilla - Save the Children í Jemen. Mohammed Awadh / Save the Children „Ekkert barn ætti að vera fórnarlamb ofbeldis, ótta eða áfalla. Hundrað árum eftir lok fyrri heimsstyrjaldar eru grundvallarmannréttindi og lög sem eiga að vernda börn gegn hörmulegum afleiðingum stríðsátaka stanslaust brotin og án nokkurra refsinga. Nú þegar nýtt ár gengur í garð verða ríkisstjórnir um allan heim að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að binda endi á þetta óásættanlega ofbeldi og færa milljónum barna sem þjást vegna stríðsátaka von,“ segir Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Samtökin fagna nýarsávarpi páfa þar sem hann biður börnum sem búa við stríðsástand vægðar. Rifjað er upp að Eglantyne Jebb stofnandi Barnaheilla – Save the Children sagði fyrir hundrað árum: „Öll stríð, hvort sem þau eru réttmæt eða ekki, töpuð eða unnin, eru háð gegn börnum.“ „Þessi orð eru jafn sönn nú og fyrir einni öld síðan. Að minnsta kosti eitt af hverjum sex börnum heims búa á svæðum þar sem átök geisa. Yfir 4,5 milljónir þeirra eru á barmi hungursneyðar. Í Jemen áætla samtökin að um 85 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi dáið úr hungri frá 2015,“ segir í frétt á vef Barnaheilla. Erna segir afar mikilvægt er að vernda börn fyrir skaða, tryggja öryggi skóla og sjúkrahúsa og að hvert barn sem býr við stríðsástand og átök fái nauðsynlegan stuðning og hjálp til að endurreisa framtíð sína. Með fréttinni er birt mynd af þessari litlu átta mánaða stúlku. Hún býr með fjölskyldu sinni í Bait Al-Faqih hverfinu í Hodeidah í Jemen og er yngst fjögurra systkina. Stúlkan þjáist af alvarlegri vannæringu þar sem foreldrarnir hafa ekki lengur ráð á að kaupa mat handa fjölskyldunni vegna stríðsins. Móðir hennar tók á það ráð að fara með hana á heilsugæslustöð sem styrkt er af Barnaheillum – Save the Children. Þar fær hún sérstaka næringu og nú á batavegi. NánarÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
„Ekkert barn ætti að vera fórnarlamb ofbeldis, ótta eða áfalla. Hundrað árum eftir lok fyrri heimsstyrjaldar eru grundvallarmannréttindi og lög sem eiga að vernda börn gegn hörmulegum afleiðingum stríðsátaka stanslaust brotin og án nokkurra refsinga. Nú þegar nýtt ár gengur í garð verða ríkisstjórnir um allan heim að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að binda endi á þetta óásættanlega ofbeldi og færa milljónum barna sem þjást vegna stríðsátaka von,“ segir Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Samtökin fagna nýarsávarpi páfa þar sem hann biður börnum sem búa við stríðsástand vægðar. Rifjað er upp að Eglantyne Jebb stofnandi Barnaheilla – Save the Children sagði fyrir hundrað árum: „Öll stríð, hvort sem þau eru réttmæt eða ekki, töpuð eða unnin, eru háð gegn börnum.“ „Þessi orð eru jafn sönn nú og fyrir einni öld síðan. Að minnsta kosti eitt af hverjum sex börnum heims búa á svæðum þar sem átök geisa. Yfir 4,5 milljónir þeirra eru á barmi hungursneyðar. Í Jemen áætla samtökin að um 85 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi dáið úr hungri frá 2015,“ segir í frétt á vef Barnaheilla. Erna segir afar mikilvægt er að vernda börn fyrir skaða, tryggja öryggi skóla og sjúkrahúsa og að hvert barn sem býr við stríðsástand og átök fái nauðsynlegan stuðning og hjálp til að endurreisa framtíð sína. Með fréttinni er birt mynd af þessari litlu átta mánaða stúlku. Hún býr með fjölskyldu sinni í Bait Al-Faqih hverfinu í Hodeidah í Jemen og er yngst fjögurra systkina. Stúlkan þjáist af alvarlegri vannæringu þar sem foreldrarnir hafa ekki lengur ráð á að kaupa mat handa fjölskyldunni vegna stríðsins. Móðir hennar tók á það ráð að fara með hana á heilsugæslustöð sem styrkt er af Barnaheillum – Save the Children. Þar fær hún sérstaka næringu og nú á batavegi. NánarÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent