Hvítt verður svart í Mosfellsbænum Benedikt Bóas skrifar 7. janúar 2019 07:30 Gleðipinnar ehf. er ört vaxandi félag á markaði veitinga og afþreyingar. Félagið á og rekur Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza og á meirihluta í Hamborgarafabrikkunni. Hér eru frá vinstri; Jóhannes, Karl Viggó og Jón Gunnar. „Það eru komnir nýir aðilar inn og tveir sköllóttir pitsusalar því búnir að sameinast, ég og Jói Ásbjörns,“ segir Jón Gunnar Geirdal en Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pitsustaðnum Blackbox í Borgartúni. Þeir ætla að stækka fyrirtækið og opna fleiri Blackbox staði, sá fyrsti verður í Mosfellsbæ og er húsnæðið þegar fundið – þar sem Hvíti riddarinn stóð keikur í mörg ár. „Við Jói þekkjumst síðan í gamla daga þegar við vorum saman á Mónó, þeirri frábæru útvarpsstöð. Pálma Guðmunds, sem nú er sjónvarpsstjóri Símans, datt í hug að búa til 70 mínútur og það fór svo í sjónvarp og ég tók yfir Mónó. Þetta gefur okkur vængi til að fara hratt og örugglega í stækkun,“ segir Jón. Blackbox Pizzeria var opnaður 22. janúar fyrir einu ári í Borgartúni 26 og hefur notið mikilla vinsælda. Staðurinn afgreiðir eldsnöggar, eldbakaðar, súrdeigsbotns pitsur en byltingarkenndur snúningsofninn nær gífurlegum hita og eldbakar pitsuna á aðeins tveimur mínútum. „Við munum snýta gamla staðnum, hann er kominn vel til ára sinna og þarfnast viðhalds. Honum verður gjörbreytt en við ætlum að vera með boltagláp áfram. Fólk mun áfram sjá sinn bolta en núna með Blackbox pitsum. Það búa 10-11 þúsund manns í Mosó og þar skortir á skemmtilega veitingastaði, aðra en KFC og Mosfellsbakarí. Ef Mosfellingur nennir ekki í bakaríið eða á KFC þá þarf að fara annað. Þessu viljum við breyta. Þetta er gamli heimavöllur Kaleo, þarna stigu þeir sín fyrstu skref. Staðurinn hefur verið til í langan tíma og bærinn sem bjó til Kaleo á auðvitað skilið að fá betri pitsur. Bæjarlistamaðurinn Steindi Jr. er þarna rétt hjá svo hann verður væntanlega fastagestur,“ segir Jón léttur. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mosfellsbær Veitingastaðir Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
„Það eru komnir nýir aðilar inn og tveir sköllóttir pitsusalar því búnir að sameinast, ég og Jói Ásbjörns,“ segir Jón Gunnar Geirdal en Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pitsustaðnum Blackbox í Borgartúni. Þeir ætla að stækka fyrirtækið og opna fleiri Blackbox staði, sá fyrsti verður í Mosfellsbæ og er húsnæðið þegar fundið – þar sem Hvíti riddarinn stóð keikur í mörg ár. „Við Jói þekkjumst síðan í gamla daga þegar við vorum saman á Mónó, þeirri frábæru útvarpsstöð. Pálma Guðmunds, sem nú er sjónvarpsstjóri Símans, datt í hug að búa til 70 mínútur og það fór svo í sjónvarp og ég tók yfir Mónó. Þetta gefur okkur vængi til að fara hratt og örugglega í stækkun,“ segir Jón. Blackbox Pizzeria var opnaður 22. janúar fyrir einu ári í Borgartúni 26 og hefur notið mikilla vinsælda. Staðurinn afgreiðir eldsnöggar, eldbakaðar, súrdeigsbotns pitsur en byltingarkenndur snúningsofninn nær gífurlegum hita og eldbakar pitsuna á aðeins tveimur mínútum. „Við munum snýta gamla staðnum, hann er kominn vel til ára sinna og þarfnast viðhalds. Honum verður gjörbreytt en við ætlum að vera með boltagláp áfram. Fólk mun áfram sjá sinn bolta en núna með Blackbox pitsum. Það búa 10-11 þúsund manns í Mosó og þar skortir á skemmtilega veitingastaði, aðra en KFC og Mosfellsbakarí. Ef Mosfellingur nennir ekki í bakaríið eða á KFC þá þarf að fara annað. Þessu viljum við breyta. Þetta er gamli heimavöllur Kaleo, þarna stigu þeir sín fyrstu skref. Staðurinn hefur verið til í langan tíma og bærinn sem bjó til Kaleo á auðvitað skilið að fá betri pitsur. Bæjarlistamaðurinn Steindi Jr. er þarna rétt hjá svo hann verður væntanlega fastagestur,“ segir Jón léttur.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mosfellsbær Veitingastaðir Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira